Sýnir Framsókn styrk sinn í næstu viku?

Styrmir átti einkar at­hyglis­verða grein* í gær, benti á, að hvorki Fram­sókn né Sam­fylk­ing hafa hag af þeirri und­an­láts­semi við Pír­ata að efna til haust­kosn­inga.

Þvert gegn kosn­inga­lögum vildi æst­ur múg­ur stytta kjör­tímabil stjórnar­flokk­anna, án þess að þeir hefðu nein lög­brot á bakinu, en múgnum var smalað á Austurvöll af fjölmiðlarisunum Rúv og 365, sem iðu­lega hafa lagzt í eina sæng og undar­lega oft að fremstu óskum útsendara Evrópu­sambandsins, risa­veldis (um 60% fjöl­mennara en Bandaríkin) sem vill leggja undir sig Ísland eins og alla Evrópu.**

Hafandi í huga, að mannfjöldinn á Austur­velli er örugglega að miklu leyti búinn að ná sér eftir uppá­komu­þáttinn, sem plantað var í Kast­ljósið til að koma höggi á Sigmund Davíð, sem og, að þessi mann­fjöldi var ekki nema um 1/20 af þeim fjölda kjós­enda, sem gáfu alþingis­mönnum sitt umboð árið 2013 til að gegna hér störfum til 2017, þá er ekkert sem bindur Framsóknar­flokksins við hugmyndir æsingarmanna um haustkosningar. Sjálfstæðismenn geta talið sig bundna við orð Bjarna Benediktssonar, en ekki styðjast þau við flokkssamþykkt þar, og Styrmir Gunnarsson bendir hér á athyglisvert fordæmi, ef Framsókn neitar að spila með Bjarna: "Sjálfstæðisflokkurinn gæti við þær aðstæður ekki knúið fram kosningar í haust, ekkert frekar en haustið 1970." (Nánar hjá Styrmi.)

Kosningalögin kveða á um, að kjósendur gefi á fjögurra ára fresti 63 mönnum umboð til setu á Alþingi næstu fjögur árin, og í fjárlögum þessa árs var vitaskuld ekki gert ráð fyrir neinum alþingiskosningum.

Þótt hlustendur Útvarps Sögu séu ekki dæmigerðir eða representatífir um alla landsmenn, þá er allt í lagi að vitna í skoðanakönnun þar um daginn, en hún sýndi, að 66,8% vildu fremur alþingiskosningar vorið 2017 heldur en í haust.*** Já, leyfum stjórnarflokkunum að ljúka sínu hlutverki, það koma alltaf nýjar kosningar og ekkert of langt í þær nema fyrir Pírata sem búa við fallandi gengi.

* Styrmir: Samþykkir Sigmundur Davíð kosningar í haust?

** Sjá HÉR.

*** Spurt var: Hvenær vilt þú að kosningar til Alþingis fari fram? Af 970 þátttakendum sögðu 648: í maí 2017, en 322: í október 2016.

Endurbirt (með smá-viðaukum) af jvj-bloggi mínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Var það ekki Sigmundur Davíð sem kaus að segja ósatt þegar sá sænski spurði hann um aflandsfélagið? 

Tryggvi L. Skjaldarson, 20.5.2016 kl. 12:02

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Var hann ekki frekar að reyna að koma sér undan spurningunni?

Jón Valur Jensson, 20.5.2016 kl. 15:32

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég hefði nú líklega trúað því að næst kæmi vopnaður einstaklingur fram á sviðið, ef ég hefði verið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á þessum stað og tíma. Ekki undarlegt að manninum hafi brugðið og ofboðið og sem betur fer komið sér í burtu. Það hefði ég líka gert í svona óheiðarlegri aftökuaðför.

Ég er alls ekki að segja að ekki megi spyrja pólitíkusa um erfið og óþægileg mál. En heiðarleg og vel meinandi fjölmiðla-fréttamennska byggist ekki á illgjörnum og haturfullum baktjaldasvika-aðförum af nokkru tagi við nokkurn mann.

Þess vegna varð ég svona gífurlega svekkt yfir þessari skammarlegu Kastljóss-aðför óheiðarleikans og illgirninnar. Ég hélt að  raunverulega heiðarlega og vandaða réttlætið væri tilgangurinn? 

Þó maður telji sig eiga eitthvað sökótt við einhvern, þá gefur það manni ekki leifi til að ráðast að þeim einstaklingi á hatursfullan og illgjarnan hátt eins og gert var í heimsýningar-Kastljósininu um Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Kastljós varð svo sannarlega svarti Péturinn í þessari viðbjóðslegu illgjörnu aðför! Og það í boði ríkisfjölmiðilsins sem við erum öll þvinguð til að borga fyrir?

Hvar læra börnin að hata og leggja aðra í viðbjóðslegt einelti? Börn skanna allt sem skeður, og ekki var Kastljós bannað börnum? Þarna fengu þau fyrirmyndina í opinberlega skyldaða fjölmiðlinum?

Það lá við að ég þyrfti að fara og æla yfir menguðu og dauðadæmandi haturshugarfari þeirra sem stóðu að þessari viðbjóðslegu eineltisaðför á heimsfjölmiðlunum!

Ég skammast mín fyrir svona skepnuskap fólks sem lifir á skattfé fátækra og sveltandi, við að kenna viðbjóðslegt skepnulegt einelti í beinni heimsútsendingu alheimsnetsins!

Gerið ekki öðrum það sem þið viljið ekki að aðrir gjöri ykkur.

Syndlausir kasti fyrsta steininum.

Hver er syndlaus?

Alla vega er ég alls ekki syndlaus. Jafnvel þótt ég gagnrýni oft harðlega það sem mér ofbýður. En tilgangur minnar gagnrýni er ekki að níðast á einum eða neinum, né niðurlægja vísvitandi einn eða neinn. Heldur er tilgangurinn að stoppa það sem mér finnst óverjandi og óréttlátt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.5.2016 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband