Hćttuástand í Tyrklandi

Ástandiđ er stóralvarlegt, 99 hershöfđingjar handteknir, bandarískir yfirmenn NATO-herstöđvar sakađir um ţátttöku í upp­reisnar­tilraun hersins og meinuđ stjórn á ţeirri kjarn­orku­vćddu herstöđ (stćrstu bandarísku í Natolandi). Enn­fremur tugţúsundir kennara reknar, ţ.m.t. 1500 prófessorar, háskóla­kenn­urum erlendis fyrirskipađ ađ snúa strax heim, fjölmiđlastéttin beitt ofríki og annađ eftir ţessu.

Íslendingar ćttu ađ mótmćla gegndarlausum brotum á mannréttindum án tafar.


mbl.is 99 hershöfđingjar ákćrđir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón Valur. Svo afléttir utanríkisráđherra ferđa banni ţ.e. segir Tyrkland öruggt. Ţetta er reynsluleysi af fyrstu gráđu. Ţađ er ekkert öruggt í ţessum löndum en sjálfsmorđssprengju-menn eru út um allt og ekki síst eftir svona lćti.

Valdimar Samúelsson, 20.7.2016 kl. 22:26

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ţróunin hefur veriđ í  ţá átt ađ ţađ er veriđ ađ gera Tyrkland ađ múslimsku einrćđisríki, sem héđan í frá verđur stjórnađ af harđlínu Íslamistum í helstu embćttum og svo verđur Erdogan ćđsti mađur og ţví sem nćst í guđatölu.  Spurningin er hvernig NATO og ESB bregđast viđ.  Ţađ verđur fróđlegt ađ fylgjast međ ţví.

Jóhann Elíasson, 20.7.2016 kl. 22:47

3 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Ţađ er Íslandi fyrir bestu ađ skipta sér nákvćmlega ekkert af ástandinu í Tyrklandi. Ţeir landar okkar sem nú eru staddir í Tyrklandi gerđu réttast ađ forđa sér sem fyrst, međan hćgt er. Erdogan verđur búinn ađ koma á sharíalögum innan skamms, ef hann heldur velli, sem einvaldur. Tyrkland hefur bakkađ um langan veg aftur til fortíđar. 

Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 20.7.2016 kl. 22:58

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég ţakka umrćđuna, ýmis sjónarhorn hafa komiđ hér fram.

En ekki er ég sammála ţér, Halldór Egill, um ađ viđ eigum ekkert ađ skipta okkur af ástandinu í Tyrklandi. Ástandiđ hefur fariđ versnandi, jafnvel talađ um aftökur án dóms og laga og illa međferđ manna í fangelsum. Rétt eins og Amnesty International fylgist međ ţessu, eigum viđ ekki ađ sitja ađgerđalaus hjá, ţví ađ ríkjum heims ber ađ veita stjórnvöldum ađhald, ef og ţegar ţau fara offari og stefna út í hörkulegt einrćđi og mannréttindabrot.

Ţetta kemur okkur líka viđ ađ ţví leyti, ađ viđ erum enn ađilar ađ Schengen-samkomulaginu, og međ samkomulag ESB og Tyrklands í huga, ţar sem stefnt er ađ ţví ađ veita tyrkneskum borgurum fullan ađgang ađ öllu Evrópska efnahagssvćđinu, ţá er mikill vandi hér fram undan, einkum fyrir öryggismál í álfunni.

Erdogan hefur sýnt ţađ, ađ honum er ekki treystandi, og nú krefst hann ţess, ađ tyrkneskir skólamenn í ferđalögum erlendis komi allir heim, og hann veitir slíkum ekki fararleyfi, en vćri vís međ ađ leyfa hins vegar eigin skođanabrćđrum ađ fara inn í ESB. 

Erdogan var sjálfnefndur islamisti í byrjun og hefur stađfest ţađ í verki síđustu tćpu vikuna. Hann virđir ekki hiđ veraldlega samfélag og rekur dómara úr stöđum sínum hundruđum saman og virđist hafa demoníserađ alla ţá sem fylgt hafa hreyfingu múslimaklerksins Gulens, sem er í Bandaríkjunum.

Jón Valur Jensson, 21.7.2016 kl. 11:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband