Tvennt ólíkt: flóttamenn frá stríðssvæðum og hælisleitendur

Íslendingar þurfa að vera fastir fyrir þegar þrýst er á að opna landið fyrir sem óheft­ustum flaumi hælis­leit­enda; við eigum sízt að búa til for­dæmi með nýjum, ólög­mæt­um undan­þágum eins og þegar fjöl­skyldum var gefinn ríkis­borg­ara­réttur í skynd­ingu án íslenzku­náms og tilskilins dvalar­tíma í landinu, án þess að við­komandi væru að flýja stríð eða aðra lífshættu.

Eins og vís og reynd kona ritaði til mín á Facebók í gær:

Það sem verður að koma fram í mál­flutningi Íslensku þjóðfylk­ingarinnar er að flokk­urinn er EKKI á móti kvóta­flóttamönnum, en vilji reka harða stefnu í hælisleitendamálum. Tvennt ólíkt.

Margir sem ég hef talað við halda að ÍÞ sé á móti öllum - þ.m.t. kvóta­flóttamönnum. Þetta verður að koma betur fram í málflutningi [þeirra] sem tala f.h. flokksins. Það verður að benda á að flestir hælisleitendur eru efnahags­flóttamenn og að ef þessi flóð­bylgja heldur áfram óheft, þá hrynur einfaldlega velferðarkerfið okkar.  

Tek undir þau orð. En bæta má við, að Íslendingar geta í raun gert margfalt fyrir sama útlagt fé til flótta­manna í nágranna­löndum Sýrlands heldur en hér á landi.

Þá ber mönnum sérstaklega að varast að láta tilfinningasemi ná tökum á sér, eins og auðblekktir vinstri menn virðast sérstaklega viðkvæmir fyrir, villast á henni og raunverulegum kærleika, eru þá skyndilega farnir að gefa eftir dýr­mæt­ustu réttindi til þeirra sem sækja á um að koma sér og sínum hér inn á okkur.

Umfram aðra hafa Albanir sótt á um slíkt síðustu 10-12 mánuði, enda spyrst það fljótt út, þegar hratt er gefið eftir fyrir þrýstingi þaðan, eins og gerðist nálægt síðustu jólum og getið var hér í byrjun. Makedónsk fjölskylda, sem rætt er um í frétt hér á Mbl.is af yfirmáta tilfinningasemi, er trúlega albanskir múslimar, og er engin ástæða til að gefa þeim sjálfval um að komast hér að til að njóta hér allra réttinda. Stjórnarskrá lýðveldisins, með réttindum sínum margs konar, er fyrir íslenzka ríkisborgara, ekki ríkisborgara allra landa heims. Sama á við um skattfé okkar.

Og það eru landslög enn, að Dyflinnar-samningurinn eigi að gilda, en það vilja frökkustu vinstri menn eins og Illugi Jökulsson ekki virða og eru blindir gagnvart hættunni af islam og islamistum, sem tækju þá sjálfa þó einna fyrst í karphúsið, ef þeir yxu okkur hér yfir höfuð, eins og þeir eru á leið með víða (40% yngstu barna í Þýzkalandi eru t.d. innflytjendabörn). 

Í stað þess að gefast upp fyrir ásókn hælisleitenda eigum við að vísa þeim frá með hraði, en kappkosta að vanda valið á raunverulegum flóttamönnum frá stríðshrjáðu Sýrlandi, í þeim mæli sem við ráðum við, að öllu útreiknuðu, og þeim að auki, sem opinberlega staðfestur dauðadómur mun bíða við heim­kom­una, eins og sagt er um þann íranska mann, sem hingað kom, eftir að hann var dæmdur til dauða fyrir að taka upp kristna trú.


mbl.is „Hjarta mitt er fullt af sorg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðrún Skúladóttir  ritaði um þetta mál á Facebók mína rétt í þessu:

Það er hægt að hjálpa miklu fl. á heimaslóðum þeirra eða sem næst þeim, eins þarf að hafa það með að kvótaflóttamenn eru ekkert endilega komnir til þess að búa hér um aldur og ævi, heldur fari þeir heim þegar friður kemst á í þeirra heimalandi.

Jón Valur Jensson, 26.9.2016 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband