Óvinsćl ríkisstjórn heldur velli skv. nýrri könnun 365 miđla. Birtir 10 efstu Ţjóđ­fylk­ingar­menn í Rvík–S

međ 24 ţingsćti til D-lista og 9 til Framsóknar, í krafti 47,6% atkvćđa, en daginn áđur sýndi MMR-könnun minnsta stuđning­ viđ rík­is­stjórn­ina lengi, 31,5%, sem er lćgsta mćl­ing síđan í apríl.

Eđlilegt er, ađ traust fólks almennt á Sexflokknum á Alţingi hafi minnkađ, hér dregur t.d. í ţessari nýjustu könnun verulega úr fylgi Pírata, og ESB-flokkurinn "Viđreisn" hefur ekki náđ lengra en í 7,3% ţrátt fyrir allt sitt auđmagn til aug­lýs­inga­mennsku, til tveggja ráđstefna í dýrasta húsnćđi landsins, Hörpu, og ţrátt fyrir leyndan og ljósan stuđning margra á Fréttastofu RÚV viđ ţađ frambođ, ţegar ţeir komast ekki hjá ţví ađ sjá, ađ báđir "stóru" vinstri flokkarnir eru rúnir trausti, lítil von í nánast aldauđa "Bjartri framtíđ" og Píratar međ sjálfa sig á augljósri útleiđ frá allri ábyrgđ og hlutverki í stjórnmálum.

Ţessi könnun sýnir hins vegar uppgang Sjálf­stćđis­flokk­sins, međ 34,6% fylgi, og Framsóknarflokkur er međ ţokkaleg 13%. Samt eru verk ţessara flokka beggja stórlega ámćlisverđ í málefnum fátćkra, öryrkja og ellilífeyrisţega, í heilbrigđ­is­málum og í skuldamálum íbúđaeigenda. Jafnvel í vegamálum og ađbúnađi ferđamanna, sem ţó afla okkur gífurlegra tekna, er ríkisstjórnin međ allt sitt í skammarlegum lamasessi.

Í grein sinni á Moggabloggi í gćr, "Afrek" ríkisstjórnarinnar, tekur Björgvin Guđmundsson, fyrrv. borgarfulltrúi, m.a. svo til orđa:

Ţeir segja, ađ ríkisstjórnin hafi lćkkađ skuldir heimilanna, hún hafi sótt fé til slitabúa föllnu bankanna ... Ríkisstjórnin lofađi ađ lćkka skuldir heimilanna um 300 milljarđa og taka ţađ fé frá ţrotabúum bankanna.

Ekki gekk ţetta svo greiđlega hjá Bjarna og Sigmundi, eins og Björgvin hamrar hér á:

Ríkisstjórnin lćkkađi 300 milljarđana niđur í 80 milljarđa brúttó og síđan dróst kostnađur frá. En ekki var ein króna af ţessum 80 milljörđum tekin af ţrotabúum bankanna, heldur voru peningarnir allir sóttir í skattfé landsmanna. Framkvćmd ţessarar niđurfćrslu var síđan ţannig, ađ ţađ voru lćkkađar skuldir ţeirra, sem  best stóđu, en ekkert gert fyrir ţá sem verst voru staddir.

Merkilegar efndir ţađ!! Björgvin segir karlagrobb ráđherranna hlćgilegt, ţegar ţeir tíunda ţessi "afrek" sín. --FRH. bráđum um fleiri veikar hliđar stjórnarherranna!

En ţađ er athyglisvert, ađ einungis 51,5% ţeirra sem náđist í tóku af­stöđu til spurn­ing­ar­inn­ar í skođanakönnum 365 miđla. Menn skyldu ţví alls ekki gefa frá sér vonina um ađ EINI flokkurinn sem er međ hreinan skjöld og einarđa afstöđu gegn bćđi Evrópu­sambandinu, EES, Schengen og nýju Útlendinga­lögunum, ţ.e. Íslenska ţjóđ­fylkingin, á eftir ađ stórauka fylgi sitt frá ţeim 1,5% sem hún fekk í ţessari könnun 26. sept., enda er hún nýbyrjuđ sína kosningabaráttu, og fyrsti listi frambjóđenda í nokkru kjördćmi, međ nöfnum efstu 10 manna, var ađ birtast nú fyrst í morgun.

Tíu efstu sćti E-lista Íslensku ţjóđfylkingarinnar í Reykjavík-suđur skipa:

1. Gunnlaugur Ingvarsson bifreiđastjóri, Reykjavík
2. Arndís Ósk Hauksdóttir prestur, Reykjavík (prestur í Noregi)
3. Jón Valur Jensson guđfrćđingur og rithöfundur, Reykjavík
4. Ćgir Óskar Hallgrímsson bifreiđastjóri, Reykjavík
5. Höskuldur Geir Erlingsson húsasmiđur, Reykjavík
6. Ásdís Höskuldsdóttir námsmađur, Reykjavík
7. Hildur Hrönn Hreiđarsdóttir verkakona, Reykjavík
8. Sólveig Jóhanna Guđmundsdóttir klćđskeri, Reykjavík
9. Sigurđur Hólm Guđmundsson, eldri borgari, Reykjavík
10. Loftur Altice Ţorsteinsson verkfrćđingur, Reykjavík

Einna kunnastur lesendum Morgunblađsins er hér Loftur Altice Ţorsteinsson, sem skrifađ hefur fjölda greina í blađiđ um fullveldismál, Evrópusambandiđ og ađförina ađ íslenzku ţjóđinni í Icesave-málinu. Viđ veittum Ţjóđarheiđri, samtökum gegn Icesave, forystu, og eigum báđir fjölda greina á Moggabloggi samtakanna. Ţá vorum viđ međal helztu hvatamanna ađ stofnun Samstöđu ţjóđar gegn Icesave, sem stóđ ađ undirskriftasöfnuninni gegn Buchheit-samningum á Kjósum.is - og náđum ţvílíkum árangri (á 5. tug ţúsunda), ađ forseti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms­son, synjađi Buchheit-lögunum stađfest­ingar, ţannig ađ máliđ fór í ţjóđar­atkvćđa­greiđslu, sem tókst međ miklum ágćtum ţrátt fyrir harđan róđur hags­munaađila eins og SA og SI og Samtaka um verslun og ţjónustu, ekki sízt í gegnum "Áfram"-öfugmćlasamtök Benedikts Jóhannessonar (núverandi frambjóđanda ţessara ađila í "Viđreisn"!), já, ţrátt fyrir stöđugan áróđur hjá Fréttastofu RÚV og 365 miđlum gegn forsetanum sjálfum og málstađ NEI-sinna - já, ţrátt fyrir ađ flestir flokkarnir og 70% ţingheims, ţ.m.t. mestallur ţing­flokkur Sjálfstćđis­flokks, hafi brugđizt ţjóđinni í atkvćđagreiđslu um máliđ.

Sambandsríki Evrópu er úrelt hugmynd frá tíma kalda stríđsins Sannleikurinn rann svo endanlega upp fyrir öllum, ţegar EFTA-dómstóllinn kvađ upp dóm sinn í máli Bretlands, Hollands og Evrópusambandsins gegn Íslandi í Icesave-málinu, 28. janúar 2013. Framsóknarflokkurinn hafđi einn flokka stađiđ einarđur í Icesave-málinu og naut ţess svo sannarlega um voriđ, ţegar kosiđ var til ţess Alţingis, sem enn situr. En međal grasrótar-andstćđinga Icesave var ein helzta hetjan í ţessu máli öllu Loftur Altice Ţorsteinsson verkfrćđingur, sem hér birtist mynd af. Á ţessari vefslóđ geta lesendur skođađ ýmsar Morgunblađsgreinar Lofts um ţjóđnytjamál. Ennfremur er hann einn beittasti penninn á vefnum Samstađa ţjóđar.

Sr. Arndís Hauksdóttir hefur starfađ sem prestur í Noregi í nokkur ár, vel máli farin og einörđ í málflutningi. Landsmenn eiga sannarlega von á góđri frćđslu hjá henni um innflytjendamál í Noregi, ekki sízt múslima!

Gunnlaugur Ingvarsson er nánast e.k. leynivopn Íslenskrar ţjóđfylkingar, öflugur talsmađur viđhorfa okkar og fćr í allar rökrćđur međ sinn góđa róm, einn vinnusamasti mađur til verka í félagsmálum, sem ég hef kynnzt. Hann hefur lengi veriđ einn hinna virkustu í Heimssýn, félagi sjálfstćđissinna í Evrópu­málum, og er jafnt á ţví sviđi, í innflytjenda­málum, kjara- og réttinda­málum alţýđu hinn bezti málsvari.


mbl.is Sjálfstćđisflokkurinn stćrstur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

ÍŢ gćti hugsanlega komizt í oddaađstöđu međ nokkra ţingmenn ađ baki sér. Hún myndi ţá t.d. leggja ofuráherzlu á ţađ stefnumál sitt ađ setja málefni öryrkja og aldrađra í öndvegi, ađ heilbrigđisţjónustan verđi gjaldfrjáls,* ađ strandveiđar verđi margfaldađar, ađ Útlendingalögin hverfi í núverandi mynd, ađ segja upp Schengen-samningnum og ađ ESB-umsókninni verđi kastađ í hafiđ viđ hátíđlega athöfn! smile

 

* Veiđigjöld útgerđa og umfram allt ferđamenn geta leikandi kostađ ţađ.

Jón Valur Jensson, 28.9.2016 kl. 16:59

2 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Tek undir ţín málefni hér í athugasemd á undan. Vinstriflokkarnir hafa ţví miđur alveg gleymt öldruđum, öryrkjum og láglaunafólki. Og einnig ćtla ţeir ekkert ađ gera í húsnćđismálunum, sem komin eru í algjört öngstrćti. Og drambiđ er svo mikiđ ađ ţeir hafa ekki viljađ samţykkja breytingarnar á stjórnarskránni, sem ţó hefđu getađ tryggt ţjóđaratkvćđi í óvinsćlum málum. Ţví miđur eru vinstriflokkarnir međ allt niđrum sig um ţessar mundir. Ţađ er helst ađ ţeir lofi ađ flytja inn hundruđ ţúsunda af förumönnum, hvernig sem ţađ á nú ađ leysa einhvern vanda.

Sveinn R. Pálsson, 28.9.2016 kl. 20:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband