Gunnar Eyjólfsson - minning

Gunnar Eyjólfsson

Horfinn er nú úr okkar hópi góđur mađur, Gunnar Eyjólfsson, snill­ingur í leik­húsinu og í kvik­myndum. Hann var mér kćr viđ­rćđu­félagi í hóp međ okkar trú­systk­inum. Vel vann hann fyrir skátana og ađstöđ­una á Úlf­ljóts­vatni, enda skáta­höfđingi Íslands um átta ára skeiđ.

En Gunnar var líka gagnkaţólskur, mćtti jafnan í messu, og međal mestu áhugamála hans var ađ fá viđurkennda helgi Jóns biskups Arasonar, forföđur okkar allra, síđustu alda Íslendinga. Gleymist mér ekki, međ hvílíkum tilţrifum hann flutti tillögu sína í s.k. akademíu biskups (Alfređs Jolson Reykjavíkur­biskups) um ađ viđ styddum ţađ mál af krafti.

Ekki síđur minnist ég hins, í pílagrímaferđ ađ Skálholti, ţegar hann sagđi okkur frá útlendri konu kaţólskri, sem kom ţar ađ aftökustađ og minningarsteini Jóns biskups og sona hans. Ţar kraup hún niđur, bađst fyrir og kyssti steininn, sem ţeir voru höggnir á, "ţetta er helgur stađur, hér hefur píslar­vćttis­blóđ runniđ," sagđi hún, og fóru allir í hópnum ađ hvöt Gunnars ađ krjúpa ţar viđ steininn.

Ţađ var mér mjög ánćgjulegt ţegar Gunnar og félagi hans Baldvin Halldórsson leikari buđu mér ţátttöku í námskeiđi í Tal­skól­anum í Reykja­vík, sem ţeir ráku saman, en ţar var lćrdómsrík áherzla á öndun og framburđ og framkomu ţeirra sem ţurfa ađ halda rćđur eđa koma fram í fjölmenni ţannig ađ eftir sé tekiđ.

Svo sannarlega bar ćvistarf Gunnars ţví vitni, hve menntun hans var góđ viđ fyrsta flokks leiklistarskóla, Royal Acacdemy of Dramatic Art í London, á árunum 1945-47, og lék hann um skeiđ í bć Shakespeares, Stratford-upon-Avon, og í Lund­únum. Hann skarađi ţar svo fram úr öđrum, ađ hann hlaut Shakespeare-verđlaunin hjá RADA, fyrstur útlendinga. Og enn minnast hans margir, einnig ég, ţegar hann vann einn sinn mesta leiksigur hér á landi, sem Hamlet í samnefndu leikriti meistarans. Rödd hans, hlý og hljómmikil, lifir áfram međ ţjóđinni.

Ég votta ekkju hans Katrínu, dćtrunum tveimur og barnabörnum, sem og öđrum ástvinum, innilega samúđ. Blessuđ sé minning ţessa sífellt uppörvandi málvinar míns og annarra, Gunnars. Guđs eilífa ljós lýsi honum.

PS.

Hér er líka fullt af myndum af Gunnari og atvikum af löngum lífsferli hans:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/11/22/astsaell_leikari_kvedur_myndir/


mbl.is Andlát: Gunnar Eyjólfsson
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband