Sem betur féll ţetta allt um koll, enda samstađan engin međ hreina vinstrinu og öfgahćgrinu í efnahagsmálum

Vinstri menn voru ađ sínum vanda komnir í útgjaldastuđ strax í stjórn­ar­mynd­un­ar­viđ­rćđ­un­um: 40-50 millj­arđa út­gjalda­aukn­ing var á döfinni hjá ţeim međ til­heyr­andi skatt­píningu. Nú er ţetta hruniđ hjá ţeim og tími kominn fyrir Katrínu ađ tylla sér niđur á jörđina, úr loft­belg hug­mynda sinna og meintra hug­sjóna, sem m.a. ganga ekki sízt út á ađ ţrengja ađ út­gerđinni.

Jafnvel gamli skattakóngurinn Steingrímur J. gekk ekki svo langt, enda eiga hann og hans ćttmenn "vested interest" í sjávarútvegi á Norđausturlandi.

En Katrín er svo ung og er enn ađ lćra. Ţađ er ţó verst ef baksćtis­bílstjórinn fer ađ hafa önnur áhrif á hana miđur góđ, ţví ađ af nógu er ađ taka.

Hafa ekki annars allir heyrt ţá víđfleygu hvik­sögu, ađ viđ­leitn­in í ţessum stjórn­ar­mynd­un­ar­viđ­rćđ­um hafi ekki sízt gengiđ út á ađ afstýra ţví slysi, ađ fyrr­verandi fjármála­ráđherrar: Steingrímur J. eđa Oddný G. Harđardóttir (hvort heldur sem vćri), komist ekki aftur í ţađ ráđuneyti; ţađ gćti orđiđ ţjóđinni dýrkeypt, en sjálfum ţeim og einkum Steingrími til hćgđarauka viđ ađ fela spor sín í fortíđinni.

En ţađ er yfirhöfuđ mjög merkilegt ađ veita ţví eftirtekt, af hverju flestir pólitíkusar hlífa alltaf bankakerfinu viđ ţrýstingi og gagnrýni og yfirlýsingum um ađ ţađ verđi tekiđ í karphúsiđ og helzt sett í hreinsunareldinn fyrir ađ okra endalaust á landsmönnum, en margir sömu pólitíkusar eiga svo létt međ ađ kasta auri ađ sjávarútveginum. Hefur ţó bankakerfiđ náđ til sín 520 milljarđa gróđa frá hruni, á sama tíma og gróđi sjávarútvegsins er ađeins 170 milljarđar, og starfa menn ţó ţar ađ miklu nytsamlegri iđju og gjaldeyrisskapandi fyrir ţjóđarbúiđ og fjárfestingin í hágćđa-framleiđslutćkjum margfalt meiri.

Eru stjórnmálamenn svona hrćddir viđ bankaráđin og bankastjórana? Jafnvel Bjarni Ben. sćttir sig viđ ađ hafa gamla Marxistann Má Guđmundsson sem seđlabankastjóra, og er hann ţó bćđi einstaklingum og fyrirtćkjum dragbítur međ ţví ađ halda hér uppi mestu okur-stýrivöxtum víđast hvar um lönd.

Ţađ á ekki ađ vera neitt mál fyrir fjármála- og efnahagsráđherra međ bein í nefinu og viljann á réttum stađ ađ skipta út ţessum óţurftarmanni og ţađ sem fyrst. Ţađ má gera međ nýrri löggjöf um Seđlabankann, ef ţađ er eina leiđin. Auk ţess er sjálfsagt ađ setja lög um 2% hámarksvexti á verđtryggđ lán, ţađ myndi muna a.m.k. hundruđum ţúsunda króna á ári hverju fyrir nánast hvern ţann sem er međ verđtryggt íbúđalán.

Og ţetta er einmitt stefna Íslensku ţjóđfylkingarinnar, sem ţví miđur er ekki enn komin til áhrifa á Alţingi Íslendinga, en ţeir dagar munu koma ... og áherzlur hennar í nokkrum öđrum helztu málum eru farnar ađ hljóma líka í málflutn­ingi sumra mestu vitmanna hćgri flokkanna, eins og ljóst er af ţessum nćst­nýjasta pistli Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dóms­mála­ráđherra, og fjallar um hćlis­leit­endamál (sjá einnig hér á Eyjunni, og takiđ eftir viđhorfum lesend­anna og "lćk­unum"!) -- en ţetta er eitt ţađ mál, sem vinstri­súpu­flokkarnir undir forystu VG og BF stefna í algera ófćru, sbr. ţá stefnu Vinstri grćnna "ađ taka á móti umtals­vert fleiri flótta­mönnum, ađ lágmarki 500 á ári," m.m., og sumir hinna flokkanna vilja ganga margfalt lengra!

En ađ öfgahćgrinu (Viđreisn) kem ég kannski međ nýjum degi.


mbl.is Kom ekki á óvart ađ upp úr slitnađi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband