Ţá er Castro allur, en arfleifđ hans ekkert til ađ hrópa húrra yfir

Fidel Castro vildi óneit­an­lega vera mađur fólks­ins í upphafi, en sagđi sig fljótt í sveit međ Sovét­ríkj­unum eftir valda­tök­una og tók ađ ríkja međ harđ­stjórn­ar­brag, m.a. međ ára­tuga-fang­elsun baráttu­manna fyrir mann­rétt­indum.

Efnahagslega hefur tilraun hans mistekizt, og ekki verđur viđskiptabanni Banda­ríkjanna bara kennt um ţađ. Sósíalisminn, sem hann vildi umfram allt, en ella dauđann, hefur ekki reynzt örvandi fyrir verđmćta­sköpun, kjarabćtur til lengdar eđa framfarir á Kúbu fremur en annars stađar.

Ţar er víđa eins og tíminn hafi stađiđ í stađ, rétt eins og bílafloti lands­manna, sem er eins og innsýn í sokka­bandsár Elvis Presleys.

Ţá var valdataka Castros upphafiđ ađ athafnasemi kommúnista í mörgum löndum Latnesku Ameríku, međ undirróđri og skćruhernađi gegn stjórn­völdum og ekki ađeins í Bólivíu, ţar sem hćgri hönd hans, Ernesto "Che" Guevara, reyndi međ ekki allsendis hreinum ađferđum ađ hefja byltingu, heldur einnig víđar í álfunni, m.a. í Nicaragua, El Salvador, Úrúguay, Chile og ađ lokum Venezúela, sem er ţrátt fyrir olíuauđ sinn lent í algeru efnahagsöngţveiti og skorti margra grund­vallar-lífs­nauđsynja. (Á Kúbu skánađi ţó ástand heilbrigđismálala međ áherzlu á menntun lćkna og raunar almennt lćsi, svo ađ menn gćtu nú a.m.k. lesiđ sitt Gramma, málgagn flokksins.)

En ţar ađ auki gerđist Castro ţćgt verkfćri heimsvaldastefnu Kremlarmanna međ ţví ađ halda úti 50.000 manna herliđi í Angóla, en Rússar borguđu brúsann.

Ţrátt fyrir hrifningu margra róttćklinga og jafnvel friđarsinna í vest­rćnum löndum, sem fóru jafnvel í e.k. pílagrímsferđir til Kúbu og til ađ taka ţátt í verka­manna­vinnu á sykur­reyrs­ökrunum, verđur ţví sízt fullyrt, ađ áhrif Castros hafi veriđ í ţágu friđarins. Og ţá er enn óminnzt á ţađ, ţegar hann hratt nánast heiminum fram á brún kjarnorku­stríđs, međ sinni fífldjörfu ögrun gagnvart Banda­ríkjunum ađ leyfa upp­setningu sovézkra kjarnorkuvopna á Kúbu, ekki langt frá Flórída og ţéttbýlum austur­svćđum Bandaríkjanna. Ţarna reyndi á stađfestu Johns F. Kennedy, sem ekki brást í málinu og náđi samningum viđ sovétmenn um ađ ţeir drćgju sínar kjarn­orku­vopnuđu eldflaugar til baka.

Og hefđi Battista haldizt viđ völd og ađrar sérdrćgar stjórnir á eftir honum, opnar fyrir kapítalisma og bandarískum fjárfestingum (sem Castro gerđi upp­tćkar međ sinni sósíalísku ţjóđ­nýtingar­stefnu), ţá hefđi landiđ ugglaust ţróazt langtum hrađar í átt til fjölbreytts og hátćkniţróađs nútímasamfélags heldur en Castro-brćđrum tókst og vindla­reykspúandi iđnađarráđherra ţeirra, sjálfum Che Guevara, sem tapađi reyndar fyrir útsendurum CIA í frumskógum Bólivíu.


mbl.is Fidel Castro látinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ţú virđist skauta framhjá ţví ađ fyrir Castró var Kúba spilavítis og hórukassi Kanans, Castró var fyrst og fremst ţjóđernissinni, sem var ţuraungvađ til kommana.

Ţegar Castro ţjóđnýtti bandarísk stórfyrirtćki sem mergsaug Kúbu og flutti allan ágóđa og hráefni úr landi, settu bandarísk yfirvöld viđskiptabann á Kúbu, sem ađ gátu ekkert leitađ annađ en til Sovét.

Kaninn ţurfti ađ hćtta viđ og taka niđur eldflaugapalla í Tyrklandi svo ađ sovét. Fćri frá Kúbu.

Castró hefđi aldrei veriđ svona lengi viđ völd á Kúbu hefđi Kaninn ekki haldiđ úti ţessu viđskiptabanni

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 26.11.2016 kl. 11:13

2 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Er ekki einfaldast ađ bera saman Kúbversk lífskjör, menntun og heilsufarsmál viđ grannţjóđirnar Haíti og Dominiska lýđveldiđ og meta svo árangurinn.

Kolbeinn Pálsson, 26.11.2016 kl. 13:46

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka umrćđuna.

Ég legg fremur til, Kolbeinn, ađ ekki verđi litiđ fram hjá ţví, hvert var ţróunarstig ţessara landa, ţegar kúbanska byltingin var gerđ 1959, hver voru ţá međallífskjör í ţessum ţremur löndum, hve fjölbreyttir og öflugir atvinnuvegirnir og hve opin löndin fyrir meiri fjárfestingum. Var ekki Kúba t.d. mun ţróađra ferđamannaland en hin löndin tvö og vegurinn greiđastur ţar til aukningar hans, til verzlunar og viđskipta? Ţetta ţarf ađ skođa líka í samanburđinum.

Jón Valur Jensson, 26.11.2016 kl. 15:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband