Páll Magnússon stígur fram svo ađ eftir er tekiđ ...

Sérdeilis ánćgjulegt er ađ ţessi fyrrverandi útvarpsstjóri ćtlar ekki ađ láta ráđherra komast upp međ neitt rugl og múđur vegna sjómannaverkfallsins. Bjarni Ben. og Ţorgerđur Katrín verđa ađ lúta í lćgra haldi međ ţvermóđsku sína strax á morgun, og vćntanlega komast skipin ţá úr höfn fyrir miđnćttiđ, rétt í tćka tíđ til ađ bjarga ţví sem bjargađ verđur af lođnuvertíđinni.

Sjálfstćđisflokkurinn og hinn óvani, ódćli flokkur atvinnurekenda, Viđreisn, ţurfa ađ lćra ţá lexíu af ţessu ađ láta ţjóđarhag ráđa, ekki eigin ímyndađa trúfesti viđ einhver illa ráđin princíp sem svo engin eru í reynd, eins og Bjarni verđur ađ viđurkenna vegna fyrri ađgerđa sinna í málinu á liđnu ári (eins og Páll benti á), "princíp" sem ljóslega verđa ađ engu, nema ţá helzt ađ andstćđu sinni, ţegar Páll hefur rakiđ ţetta snilldarlega í Kastljósţćtti kvöldsins.

Ţorgerđur Katrín má ţakka fyrir ađ komast í gegnum ţetta mál án ţess ađ missa ráđherrastólinn, en ekki er útséđ um ţađ ennţá. Ekki góđ byrjun á endurkomu hennar í pólitík. 

Hitt er hrósefni fyrir Pál, hve snarpur og snjall hann reyndist í ţćttinum í kvöld og er ţó jafnvel ekki búinn ađ halda sína jómfrúrrćđu á Alţingi! En haldin verđur hún á morgun, og ţá munu margir leggja viđ eyrun.

Sjá nánar hér: http://www.ruv.is/frett/aetlar-i-hart-vid-radherra-vegna-sjomannadeilu


mbl.is „Samningur kominn okkar á milli“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband