Langlífastur Íslendinga - en þjóðlegur í mataræði og auglýsti ekki fyrir vegan!

Georg Breiðfjörð Ólafsson.

Látinn er þessi höfðingi, Georg Breiðfjörð Ólafsson, smiður í Stykkishólmi, heiðursborgari þar, áður bóndi í Ögri í Helgafellssveit. Hann þótti snjall báta- og skipasmiður.

"Georg þakkaði lang­lífi sitt ekki mataræði. Hann borðaði all­an venju­leg­an mat, bæði saltaðan, súr­an og hert­an, fisk, sel, lamba­kjöt, sjó­fugl, egg og annað sem var í boði, frem­ur lítið af græn­meti, en mik­inn syk­ur." (Mbl.is, leturbr.jvj)

Já, það er ekki endilega ávísun á mesta langlífið að "vera vegan"!

Reyndar er það svo, að ...

lang­lífi er í ætt Georgs. Báðar ömm­ur hans urðu 95 ára, föðurafi hans 83 ára og ann­ar bróðir hans rétt tæp­lega 100 ára.

Þetta virðist oft skýra langlífi manna, en eins má það vera hugarró og stressleysi sem hefur oft einkennt fólk og fjölskyldur sem lifa reglusömu lífi, með einföldum lifnaðarháttum, en kemst þó sæmilega af.

Drottinn gefi dánum ró, en hinum líkn, sem lifa.


mbl.is Elsti Íslendingurinn látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband