Gleđi yfir góđum snjó, hreinum og fögrum í trjánum og býr til kynjamyndir

Ţvílík gleđi fyrir alla krakka sem fullorđna ţessi hálfs metra snjór í Reykjavík, sem féll svo undurlétt í nótt og veđriđ glimrandi bjart og stillt í dag. Ţetta minnir mann á bernsku manns í Skerjafirđi og í Kleppsholtinu, ţar sem oft varđ nú tregt um samgöngur međ strćtó í snjóbyl, og vissulega féll ţá meiri snjór í minning­unni -- kannski misminni, nema ţetta sé sá mesti sem falliđ hafi á einum degi síđan á 6. áratugnum, en stundum safnazt upp enn meiri snjór á fáeinum dögum áđur fyrr.

En margir taka fallegar myndir í dag og njóta sín, heilu fjölskyldurnar spretta fram, í göngutúra, snjókast, međ sleđa eđa (flestir) án. Hér var yngri dóttir hennar Sigríđar Á. Andersen dómsmálaráđherra búin ađ finna sér sinn stađ í snjónum:

P1010521

Í nótt var fariđ ađ ryđja götur í tćka tíđ, en gangstéttirnar látnar vera. Í morgun voru nánast allar götur orđnar göngugötur, fyrst og fremst fólk á ferli, íslenzkt og erlent, en afar fáir bílar; ţeir biđu innilokađir á stćđum međ hálfs metra snjólag ofan á sér!

En ýmsar kynjamyndir sjást í snjókomunni. Herra Davíđ, biskup kaţólskra, benti mér á brjóstmyndina af fyrirrennara sínum, Marteini Meulenberg, ţeim frćga,* og kvađ hann hafa breytzt í egypzkan sfinx međ snjóhettu yfir sér! Hér er hann:

P1010515

  •  (smelliđ á myndirnar)
  •  
  • Vetrarvísa (stirđ fyrst, skánar svo)
  •                                                               .
  • Sér til snjávar, hvíts og hreins,
  • hjartans lifna slögin.
  • Ađ hanga inni´ er ei til neins,
  • allir í vetrartauin !
  • Fátt hefur bjargađ bćndum eins
  • og blessuđ snjóalögin.

Tvíeđli veđurfarsins á vetri var mér nefnilega hér í hug. Ţannig er um gjafir Guđs: viđ getum líka upplifađ mikla fegurđ í vetrarveđrinu, jafnvel stormi, og ţađ sem virđist fyrst og fremst "ófćrđ" eđa fannfergi, sem tálmar ferđir okkar um landiđ, getur á sama tíma birt upp tilveruna í mesta skammdeginu og jafnvel verndađ tún og haga bćnda gegn kalskemmdum. Og mér varđ hugsađ til frćgs kvćđis eftir skólamanninn mikla (lćriföđur sjálfs Jónasar Hallgrímssonar og fleiri góđra manna), ţ.e. rektor Bessastađaskóla og síđar Menntaskólans í Reykjavík: Sveinbjörn Egilsson. Hér eru fyrstu tvö erindi ţess kvćđis:

Ei glóir ć á grćnum lauki

Ei glóir ć á grćnum lauki
       sú gullna dögg um morgunstund, 
né hneggjar loft af hrossagauki, 
       né hlćr viđ sjór og brosir grund. 
Guđ ţađ hentast heimi fann, 
       ţađ hiđ blíđa
       blanda stríđu. 
Allt er gott, sem gjörđi hann. 

Ei heldur él frá jökultindi
       sér jafnan eys á klakađ strá, 
né nötrar loft af norđanvindi, 
       sem nístir jörđ og djúpan sjá. 
Guđ ţađ hentast heimi fann, 
       ţađ hiđ stríđa
       blanda blíđu. 
Allt er gott, sem gjörđi hann. 

 

* Hann var mikils metinn hér og í vinfengi viđ marga, m.a. dr. Jóni Ţorkelsson ţjóđskjalavörđ (skáldiđ góđa Fornólf) og fleiri skáld: séra Matthías Jochumsson, sem og Halldór Laxness og Stefán frá Hvítadal, sem báđir tóku kaţólska trú (eins og prófessor Guđ­brandur rithöfundur, sonur Fornólfs), en Meulenberg var fyrsti erlendi mađurinn sem fekk hér ríkisborgararétt eftir ađ viđ urđum sjálfstćđ 1918 og var vel ađ ţví kominn, sá menningarmađur.


mbl.is Götupartí í Hlíđunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband