Íslenzk stjórnvöld verđskulda gagnrýni ÖSE rétt eins og tyrknesk

Undarlegt af Trump ađ óska Er­dog­an til hamingju međ einrćđiđ sem fćst nú!

En ekki er Tyrkjastjórn ein um ađ verđskulda gagnrýni Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu (ÖSE) sem telur ađ kosn­inga­bar­átt­an hafi fariđ fram á „ójöfn­um leik­velli“ (enda voru talsmenn Erdogans međ tífalt stćrri hlut í fjölmiđlaumfjöllun margra helztu sjónvarpsstöđva). 

Hér á landi er Sjálfstćđisflokkurinn fóđrađur međ hundruđum milljóna króna úr ríkissjóđi á hverju kjörtímabili og mćtir svo til kosningabaráttu í krafti ţess fjármálaveldis og međ ţađ batterí ađ baki sem byggt hefur veriđ upp fyrir okkar skattfé á flokksmiđstöđvum hans. En nýir flokkar hafa ekki fengiđ eina einustu krónu á sama tíma og mćta slyppir og snauđir í baráttuna.

Ţar fyrir utan er margt annađ sem ÖSE ţarf ađ taka hér á, ójafnvćgi atkvćđa, úrelt kjördćmaskipan og sundurskipting Reykjavíkur í tvö kjördćmi, sem ţjónar engum skynsamlegum tilgangi, ađeins Sjálfstćđisflokknum í viđleitni hans til ađ deila og drottna og koma í veg fyrir uppgang nýrra flokka. En ţess gerist einmitt ţörf fyrir Sjálfstćđisflokkinn af ţví ađ hann er svo innilega úreltur og hefur um leiđ svikiđ mörg sín helztu stefnumál frá byrjun. Ţess vegna óttast menn í Valhöll ekkert meira en frambođ frá hćgri kantinum sem tekiđ gćti af honum atkvćđi kristinna, íhaldssamra og fylgjenda gamla, góđa vígorđsins "Stétt međ stétt". En flokkurinn minnist ekki á ţađ lengur, enda upptekinn viđ sín gćluverkefni í mestu einkavćđingarstjórn lýđveldisins.

Fyrir utan ofangreint er 5% múrinn líka eitt af ţví ólýđrćđislega sem ţessi flokkur heldur viđ. Sjálfstćđisflokkurinn náđi ekki ađeins kjöri og ríkisstjórnar-möguleika í haust vegna skýrslunnar, sem Bjarna Ben. ţókknađist ađ fela fram yfir kosningar, heldur er flokkurinn líka međ ţremur fleiri ţingmenn en kjörfylgi hans hefđi átt ađ gefa tilefni til. 

Kćra ţarf ţetta allt til ÖSE.


mbl.is Trump óskar Erdogan til hamingju
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband