Leggur Stalínisminn Norður-Kóreu í rúst?

Geðveikin hefur magnazt svo í landinu, ásamt heilaþvottaráhrifum, að þar var haft til skemmtunar á 105 ára afmæli Kims I að sýna flugskeytaárás á Bandaríkin með ofursprengingum þar til að leggja þau í rúst.

Heldur betur hefur kommúnisminn alls staðar sýnt að hann er til einskis gagns, en elur af sér mannhatur og kúgun, efnahags-fíaskó og frelsissviptingu heilla þjóða. Það átti við um Sovétrikin og Kína, en líka Kambódíu og Venezúela, og ekki gengu Kúbumenn til farsældar, þegar Castro tók upp Marx-Lenínisma, ekki frekar en ungverska kommúnistabyltingin um 1918 yrði til neins góðs.

Svo erum við með einhvern Gunnar Smára Egilsson uppi á Íslandi sem vill stofna hér sósíalistaflokk og kærir sig kollóttan þótt sá fyrri með því nafni hafi verið handbendi sovét-kommúnista!

Eigum við að senda Gunnar Smára í skoðunarferð til Norður-Kóreu eða bjóða honum frekar að líta á upplausnarástandið í hinu olíuríka Venezúela þar sem allt hefur gengið á afturfótunum síðan Hugo Chavez komst þar fyrst til valda? Sá maður bar nú lof á hryðjuverkamanninn "Carlos", sem auknefndur var Sjakalinn og myrti saklaust fólk í massavís með köldu blóði, rétt eins og Lenín og Stalín, Maó og Pol Pot og hans franskmenntuðu samstarfsmenn.

Öfgastefnur eru með færibandaframleiðslu á slíkum mannkynsböðlum; það sama átti líka við um nazismann.


mbl.is Árás á Bandaríkin hluti af hátíðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þegar búinn að því.

Athugaðu, að þeim er haldið lifandi af kínverjum og bandaríkjamönnum.  Annars myndu þeir bókstafega svelta.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.4.2017 kl. 01:18

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt er það, Ásgrímur, og takk fyrir þetta. En efnahagsleg rúst er samt ekki jafn-alvarleg og þær rústir sem þarna gætu orðið eftir, verði kjarnorkuvopnum beitt eða farið í innrás.

Jón Valur Jensson, 20.4.2017 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband