Hneyksli hvernig opinber matsnefnd, Hafró og sjávarútvegsráđherra vilja bregđa fćti fyrir lífsbjörg Vestfirđinga

Heildar-árstekjur af laxveiđiánum ţremur í Ísafjarđardjúpi voru um 24 millj. kr. í fyrra. Ţetta er ekki einu sinni hálft pró mill af ţeim 60 milljarđa árstekjum sem vćnta má af 30.000 tonna laxeldi í sjókvíum í Djúpinu!

Hvernig geta menn unniđ svona gegn ţjóđarhag, eins og áđurnefnd matsnefnd hefur gert og Ţorgerđur Katrín eins og hver önnur stimpilpúđa-skrifstofudama gúterar, skrifar upp á og talar fyrir, jafnvel međ allri sinni vanhugsuđu mćlgi?

Kristinn H. Gunnarsson, fv. ţingmađur, hefur í greinum sínum í blađinu Vest­fjörđum rústađ rammhlutdrćgu áliti frá vanhćfum ađilum í Hafrannsókna­stofnun og matsnefndinni -- afhjúpar í raun ţađ gerrrćđi sem reynt er ađ beita allt 6-700 Vestfirđinga og fjölskyldur ţeirra!*

Kristín Hálfdánsdóttir, bćjarfulltrúi í Ísafjarđarbć, ritađi grein í Morgunblađiđ 15. ágúst sl., "Laxeldi í Djúpinu", og hefst hún ţannig::

"Fyrir íbúa á norđanverđum Vestfjörđum er ekkert mál stćrra eđa mikil­vćgara en, hvort laxeldi í Ísafjarđardjúpi fái brautargengi.  Engin önnur atvinnu- og verđmćta­sköpun er sjáanleg til ađ byggja upp nýjar meginstođir í atvinnu­lífi á ţessu svćđi til framtíđar.  Skapađ vel launuđ og fjölbreytt störf, sem munu hafa úrslita­áhrif á byggđa­ţróun og snúa áratuga langri hnignun í sókn fyrir íbúana."

Hjartanlega skal tekiđ undir ţetta mál.

Bjarni Jónsson verkfrćđingur ritađi hér nýlega um máliđ greinina Um laxeldi í Ísafjarđardjúpi á Moggablogg sitt, reiknar ţar međ sínum vandađa hćtti ýmsar stćrđir málsins og líklegan ávinning af 30.000 tonna árlegu sjókvíaeldi í Ísa­fjarđar­djúpi, ber saman ýmsar tölur frá Noregi o.fl. og leggur svo sjálfur til, ađ strax verđi gefin heimild fyrir 15.000 tonna laxeldi í Djúpinu.

* Ţađ efni er endurbirt á Eyjunni, ásamt umrćđum um ţá vefgrein: Miklar ályktanir dregnar af fátćklegum gögnum í skýrslu Hafró = http://eyjan.pressan.is/frettir/2017/08/27/miklar-alyktanir-dregnar-af-fataeklegum-gognum-i-skyrslu-hafro/ -- Sjá einnig ađra Eyjugrein: Laxveiđin í Ísafjarđardjúpi ađeins 1/1000 af fyrirhuguđu laxeldi

VIĐAUKI. Ég bar fram ýmsar spurningar á eftir grein hins vel upplýsta Bjarna Jónssonar verkfrćđings Um laxeldi í Ísafjarđardjúpi, og hefur hann nú svarađ ţeim á ţessari vefslóđ, sem áhugafólk um máliđ ćtti endilega ađ kynna sér. En međal ţess, sem ţar kemur fram, má til dćmis nefna ţetta:

"1) Kristinn H. Gunnarsson virđist mér hafa sýnt fram á vanhćfi Hafrannsóknarstofnunar til ađ fást viđ málefni tengd meintum hagsmunaárekstrum veiđiréttarhafa í laxveiđiám og laxeldismanna. Ţađ er stórmál varđandi trúverđugleika áhćttugreininga Hafró á sjókvíaeldi. 

2) Ţađ hefur ţó komiđ fram hjá Hafró, ađ engin skađleg erfđablöndun getur átt sér stađ utan fjarđarins, ţađan sem eldislaxinn sleppur.  Einstaka laxar geta leitađ lengra, en ţađ hefur enga erfđafrćđilega ţýđingu. [...]

6) Eldislax verđur ađ öđru jöfnu ekki lúsugri en sá villti.  Hitastig sjávar rćđur mestu um lúsina.

7) Gelding á laxi er dýraníđ, sem mundi stórskađa markađinn.  Geltur lax hefur minna mótstöđuţrek gegn sjúkdómum en ógeltur.

8) Norski eldislaxinn er sérrćktađur fyrir kvíaeldi.  Sá íslenzki er ósam­keppnishćfur ađ ţessu leyti, en ekki ćtla ég ađ bera saman gćđi ţess villta íslenzka viđ eldislaxinn til matar.  Ţar er nú ólíku saman ađ jafna."

Ég vísa um önnur svör (sem einnig skipta hér máli) til vefsíđu Bjarna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband