Nú á ađ gramsa í gullinu! - 117% hćkkun!

Ţeir eru fljótir ađ neyta fćris, pólitíkusarnir, EFTIR kosningar, ađ komast yfir mörghundruđ milljónir króna í ţágu sinna stjórnmálaflokka, 362 milljónir skulu ţađ vera, sem ţeir leggja nú til (6 af 8 flokkum) ađ styrkirnir verđi hćkkađir um! -- hvorki meira né minna en 117% hćkkun! Undan skorast Flokkur fólksins og Píratar.

Hvađ ćtli Fjölskylduhjálpin fái frá ţessu liđi -- eđa mćđrastyrksnefndirnar? Hvađ um fólkiđ í tjöldunum í Laugardal?

Af hverju eigum viđ, sem erum utan ţessara stjórn­málaflokka, ađ borga framfćri starfsmanna ţeirra og annan skrifstofu- og áróđurs­kostnađ, í Valhöll, viđ Hallveigarstíg o.s.frv.?

Svo mćta ţessir flokkar klyfjađir ţessum gullsekkjum til nćstu kosninga­baráttu, međ alla fjárhagslega yfirburđi til ađ eiga auđveldara en nýir flokkar, grasrótarsamtök alţýđu og ađrir, til ađ hrifsa sem mest til sín af atkvćđum, ennfremur međ forskot á alla hina vegna ranglátasta kosningakerfis á norđurhveli jarđar!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu viđ, nú er ég ekki međ á nótunum? Er ţetta ekki styrkur sem öll "félög" geta notfćrt sér, eđa er ţetta einhver sérstakur styrkur til stjórnmálaflokka?

Síđan get ég "ímyndađ" mér, ađ slíkur styrkur hafi upphaflega orđiđ til, til ađ styrkja tilveru "smćrri" flokka svo ţeir hyrfu ekki í kjölfar ţeirra stćrri?

Eđa, er ég úti ađ aka?

Kreppuannáll (IP-tala skráđ) 21.12.2017 kl. 17:41

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, rangt hjá ţér, ţetta er mest fyrir stćrri flokkana og er BARA  sérstakur styrkur til stjórnmálaflokka, ekki ađra!

Komdu svo ekki aftur, međan ţú ert nafnlaus!

Jón Valur Jensson, 21.12.2017 kl. 17:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband