Fallinn er frá hinn frábćri Björn H. Eiríksson, bókaútgefandi í Skjaldborg

Verđur hann mörgum minnis­stćđur, ekki ađeins fyrir at­orku sína og um­svif, heldur sem hrókur alls fagn­ađar á manna­mótum, sá sem jafnan stóđ ţar upp úr međ undra­verđa hćfi­leika til ađ segja skemmti­lega frá og gleđja náungann.

Ég hafđi kynnzt honum í Skjald­borg (umtals­verđu forlagi sem hann flutti norđan af Akur­eyri til Reykja­víkur), áđur en ég fekk inngöngu í hiđ ágćta Félag íslenzkra bóka­útgefenda. Í félags­starfinu ţar stóđ tvennt upp úr: veiting hinna árlegu bókmennta­verđlauna, sem jafnan fór ţá fram á Bessa­stöđum ađ viđstöddum forseta Íslands, og svo árshátíđ félagsins međ veglegum málsverđi og drykkjar­föngum. Ţar var Björn Eiríksson ómissandi miđdepill athyglinnar, ţegar líđa tók á samkvćmiđ: viss passi ađ skorađ var á hann ađ halda rćđu, en hann fćrđist undan, afsakađi sig gjarnan međ elli og gleymsku og gott ef ekki vímu, unz ţrýstingurinn var orđinn svo almennur, ađ hann varđ undan ađ láta, og ţá fóru líka margar hláturtaugarnar ađ lifna viđ, ţví ađ svo líflegur og skemmtilega djarfur var mađurinn í frásögnum sínum, ađ annađ eins heyrist varla nú orđiđ.

Ég vil ţakka Birni heitnum gleđistundir og samveru á ţessum góđu kvöldum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband