Syndugt er mannkyniđ og syndsamleg misnotkun fólks útbreiddari en ćtlađ var

Á daginn er komiđ, ađ kynferđisleg misnotkun og barnaníđ virđist útbreiddur, furđu-algengur löstur í ţjóđfélögum, alls ekki bundinn viđ lítinn prestaminnihluta, nauđgandi hermenn, starfsmenn hjá skátum erlendis eđa fáeina ófyrirleitna á uppeldis- og međferđarstofnunum, heldur grasserar víđa í hjálparsamtökum eins og hjá Sameinuđu ţjóđunum, sem og öđrum sem sent hafa hjálparliđ til Afríku, og jafnvel göfug samtök eins og Oxfam í Bretlandi hafa ekki veriđ laus viđ misnotkun sinna hjálparstarfsmanna eins og eftir náttúruhamfarirnar á Haítí áriđ 2010, sem hér segir frá í viđtengdri frétt.

Metoo-byltingin hefur ennfremur svipt hulunni af mörgu viđurstyggilegu á bak viđ fagrar grímurnar í Hollywood og í leikhúsum heimsins (einnig hér á landi) og í íţróttafélögum, skólum, á vinnustöđum og í félagsstarfi.

Hér ţurfa menn ţví alls stađar ađ hafa varann á og fylgjast grannt međ ţví, ađ ekki verđi í fyrirtćkjum ţeirra eđa félögum gengiđ út af braut góđs siđferđis.


mbl.is Vill ítarlega rannsókn á vćndiskaupum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband