Ţorsteinn frá Hamri um kveikju skáldskapar

Ţorsteinn frá Hamri var mikiđ skáld og ţekkti, ekki síđur en heim­spek­ing­ur­inn Platón, ţá rót skáld­skapar, sem hann vitnar hér um međ orđum sínum: 

Ég held ađ mađur­inn sé alltaf á hött­unum eftir fegurđ og ţetta sé einhver hluti af ţví -- einhver viđleitni til fram­leng­ingar á ţeirri fegurđ sem mađ­urinn er snortinn af [...]

Fegurđ. Hún er bók­staf­lega á hverju strái, ég get ekki annađ sagt. Hún er jafn­vel ţar sem menn eiga sízt von á henni. Hún getur veriđ í gráum hvers­dags­leikanum. Mađur getur mćtt henni á götuhorni eđa hvar sem er, bara ef mađur vill veita henni athygli og hirđa um hana.

Ţorsteinn Jónsson var fćddur 15. marz 1938 ađ Hamri í Ţver­ár­hlíđ (Mýr.). Hann lézt á heim­ili sínu í Reykja­vík ađ morgni sunnu­dags­ins 28. janú­ar sl. Lítil­lega málkunnugur var ég honum ; sjálfur var ég í sveit tvö sumur sem unglingur í Kvíum í Ţverár­hlíđ, en man fyrst eftir ađ hafa rćtt viđ Ţorstein í kringum mót­mćla­göngu Ćskulýđs­fylk­ingar­innar 21. des. 1968, tveimur dögum fyrir Ţorláks­messu­slaginn svonefnda. Var Ţorsteinn ţarna hneykslađur á ađgerđum lögreglu, sem raunar voru umdeildar á ţeim tíma, en ţó lögmćtar. En ţetta var á rót­tćklings­árum mínum, sem tóku blessunar­lega enda ţremur árum seinna, og hafđi ég ţá gengiđ í gegnum bćđi anarkisma og Marxisma!

Tilvitnuđ orđ Ţorsteins hér skrifađi ég upp eftir sjónvarpsviđtali viđ hann, birtu í ágćtum ţćtti Sjónvarpsins um hann í liđinni viku.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband