Ekki svo galið að fá Kvennaframboð

Er það ekki ágætt að nýtt Kvenna­fram­boð höggvi djúpt í raðir Sam­fylk­ingar, Vinstri grænna, Pír­ata og "Við­reisn­ar", jafn­vel skatta­glaða Sjálf­stæðis­flokks­ins um leið, til að stuðla að meiri dreifingu at­kvæða og betri sóknar­möguleikum eindregins mótframboðs á miðju og hægri kanti, framboðs sem þó tekur meira tillit til óbreyttrar alþýðu en stóru og stæri­látu flokkarnir hafa gert.

Konur eiga auðvitað rétt á sínum áherzlum og engin ástæða til að afskrifa þetta framboð femínista fyrir fram. Kristin áherzla er þó ekki sú, að kynin eigi að standa í harðvítugri baráttu hvort við annað, hliðstætt við stétta­baráttu sósíal­ista á 20. öld, heldur eiga kynin að standa þétt saman um vernd fjöl­skyldunnar og hag barna þeirra.


mbl.is Kvennaframboð býður fram í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband