Sjónarmiđ Ísraels í Gaza- og Eurovision-málum komast til skila

Góđur var blađamannafundur herra Raphaels Schutz, sendiherra Ísraels, í Reykjavík ţennan fimmtudag. Ţetta er greinilega mjög fćr mađur og frá­sögn blađamanns af fundinum skýr og ýtarleg ađ sjá, ţó međ einni áberandi villu: ađ ţar stendur: "Talsmađur Ham­as-sam­tak­anna hafi ţegar viđur­kennt op­in­ber­lega ađ 15 af ţeim 60 sem fór­ust í átök­un­um hafi veriđ Ham­as-liđar." Ţarna hefur blađamanni misheyrzt, ţví ađ í raun voru ţeir 50 af ţeim 60 sem fórust 14. maí (og svo tveir sem létust af sárum sínum á nćstu dögum) -- en hljómurinn er býsna áţekkur á ensku á orđunum "fifty" og "fifteen" ţegar menn sitja á fundi í stórum sal.

Ţetta er ekki einhver smá-málfrćđileg athugasemd, ţví ađ ţađ er stór munur á fimmtíu Hamas-vígamönnum og ađeins fimmtán! Flestir ţessara 60 voru sem sé Hamasmenn og ţađ samkvćmt orđum eins yfirmanns í Hamas í fréttum.

Hér mćtti rita langt mál áfram, í takti viđ og í orđrćđu viđ málflutning sendi­herrans, en ţađ er liđiđ nokkuđ á nóttu, ađ skrifum mínum loknum á öđru sviđi, og svo ritađi ég alllanga grein um ţessi mál um daginn á Krist.bloggiđ og vil vísa til hennar hér: Bilađur prestur? Af Ísraels- og Gaza-málum, en vitaskuld vísa ég líka á ţessa frásögn af sendiherra­fundinum: "Skipu­lögđ árás á ísra­elskt land­svćđi", en ţar ađ auki ţekkja menn vonandi sem flestir ţá grein sem sami sendiherra ritađi á Visir.is um daginnÍ helgreipum Hamas, hún var afar upplýsandi, og heilar ţakkir, herra Schutz!

Ţví má viđ bćta, ađ ţađ er mjög eđlilegt, ađ sendiherrann hafi haft áhyggjur af ţeirri hastarlegu umrćđu sem átti sér stađ hér á landi um daginn, í tengslum viđ ţrjá atburđi: (1) tap íslenzka lagsins á Eurovision og sigur ísrelsku konunnar ţar, sem vill ađ nćsta Eurovision-hátíđ verđi í Jerúsalem, (2) flutning bandaríska sendiráđsins frá Tel Aviv til Jerúsalem og opnun ţess ţar og (3) uppţotin, skothríđina og mannfalliđ viđ landamćri Gaza og Ísraels.

En sendiherrann má vita ţađ, sem ég hef veitt eftirtekt, ađ ţađ hefur sljákkađ allmikiđ í mörgu reiđu röddunum hér á vefmiđlum, og ég er helzt á ţví, ađ ţađ komi ekki sízt til af ţví, ađ menn hafi annars vegar kynnt sér grein Jóns Sig­urđssonar, fv. skólastjóra: Ađ komast heim, og Vísisgrein sendiherrans, og hins vegar hafi mönnum lćrzt ţađ af framhaldi frétta af atburđunum viđ Gaza, ađ í raun voru ţeir ekki sjálfsprottnir og fólust ekki í "beinni skothríđ á börn", heldur voru Hamas-međlimir ţar langstćrsti hópurinn. Og ţađ var enginn ţarna á svćđinu Ísraels megin, í 3-400 metra fjarlćgđ, sem fýsti ađ fá heimsókn slíkra!

Ţar ađ auki ber ađ nefna, ađ stuđningsmenn Ísraels reyndust líka verulega margir í umrćđunni ţrátt fyrir ađ mega búast viđ dómhörku hinna og frýjunarorđum!


mbl.is „Skipulögđ árás á ísraelskt landsvćđi“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ţakka ţér Jón Valur fyrir góđa grein ţína. Eins má ţakka Jóni Sigurđssyni fyrir hans frábćru grein sem ţú vísar til.

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.5.2018 kl. 11:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband