Sjónarmið Ísraels í Gaza- og Eurovision-málum komast til skila

Góður var blaðamannafundur herra Raphaels Schutz, sendiherra Ísraels, í Reykjavík þennan fimmtudag. Þetta er greinilega mjög fær maður og frá­sögn blaðamanns af fundinum skýr og ýtarleg að sjá, þó með einni áberandi villu: að þar stendur: "Talsmaður Ham­as-sam­tak­anna hafi þegar viður­kennt op­in­ber­lega að 15 af þeim 60 sem fór­ust í átök­un­um hafi verið Ham­as-liðar." Þarna hefur blaðamanni misheyrzt, því að í raun voru þeir 50 af þeim 60 sem fórust 14. maí (og svo tveir sem létust af sárum sínum á næstu dögum) -- en hljómurinn er býsna áþekkur á ensku á orðunum "fifty" og "fifteen" þegar menn sitja á fundi í stórum sal.

Þetta er ekki einhver smá-málfræðileg athugasemd, því að það er stór munur á fimmtíu Hamas-vígamönnum og aðeins fimmtán! Flestir þessara 60 voru sem sé Hamasmenn og það samkvæmt orðum eins yfirmanns í Hamas í fréttum.

Hér mætti rita langt mál áfram, í takti við og í orðræðu við málflutning sendi­herrans, en það er liðið nokkuð á nóttu, að skrifum mínum loknum á öðru sviði, og svo ritaði ég alllanga grein um þessi mál um daginn á Krist.bloggið og vil vísa til hennar hér: Bilaður prestur? Af Ísraels- og Gaza-málum, en vitaskuld vísa ég líka á þessa frásögn af sendiherra­fundinum: "Skipu­lögð árás á ísra­elskt land­svæði", en þar að auki þekkja menn vonandi sem flestir þá grein sem sami sendiherra ritaði á Visir.is um daginnÍ helgreipum Hamas, hún var afar upplýsandi, og heilar þakkir, herra Schutz!

Því má við bæta, að það er mjög eðlilegt, að sendiherrann hafi haft áhyggjur af þeirri hastarlegu umræðu sem átti sér stað hér á landi um daginn, í tengslum við þrjá atburði: (1) tap íslenzka lagsins á Eurovision og sigur ísrelsku konunnar þar, sem vill að næsta Eurovision-hátíð verði í Jerúsalem, (2) flutning bandaríska sendiráðsins frá Tel Aviv til Jerúsalem og opnun þess þar og (3) uppþotin, skothríðina og mannfallið við landamæri Gaza og Ísraels.

En sendiherrann má vita það, sem ég hef veitt eftirtekt, að það hefur sljákkað allmikið í mörgu reiðu röddunum hér á vefmiðlum, og ég er helzt á því, að það komi ekki sízt til af því, að menn hafi annars vegar kynnt sér grein Jóns Sig­urðssonar, fv. skólastjóra: Að komast heim, og Vísisgrein sendiherrans, og hins vegar hafi mönnum lærzt það af framhaldi frétta af atburðunum við Gaza, að í raun voru þeir ekki sjálfsprottnir og fólust ekki í "beinni skothríð á börn", heldur voru Hamas-meðlimir þar langstærsti hópurinn. Og það var enginn þarna á svæðinu Ísraels megin, í 3-400 metra fjarlægð, sem fýsti að fá heimsókn slíkra!

Þar að auki ber að nefna, að stuðningsmenn Ísraels reyndust líka verulega margir í umræðunni þrátt fyrir að mega búast við dómhörku hinna og frýjunarorðum!


mbl.is „Skipulögð árás á ísraelskt landsvæði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér Jón Valur fyrir góða grein þína. Eins má þakka Jóni Sigurðssyni fyrir hans frábæru grein sem þú vísar til.

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.5.2018 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband