Ótvírćđ skemmtun á HM-leik sem skein suđur til Úkraínu og yfir hafiđ til okkar og til Argentínu!

Glćsilegt er landsliđ okkar, ţvílík barátta, ţvílík frammistađa og Hannes, Alfređ o.fl. í heildina frábćrir.  laughing

Yfirleitt hef ég meira gaman af handbolta, ţykir of fátt ađ gerast oft í fót­boltanum. En ţví var ekki ađ heilsa hér. Topp­bar­átta allan tímann.

Samt voru á stund­um ţessar löngu sendingar, sem ég get sagt ţetta um: Langar sendingar út í óvissuna langt fram á völlinn ţykja mér almennt ekki nógu góđ hugmynd nema í algerri nauđsyn sem síđasta úrrćđi til ađ leysa upp hćttulega stöđu á okkar vallarhelmingi.

En viđ erum langsmćsta ţjóđ sem tekiđ hefur ţátt í HM í knattspyrnu, sú nćst­minnsta er Úrúguay-menn, tífalt fleiri en viđ! Og Argentína hefur 17 sinnum tekiđ ţátt, en í frumraun okkar gerum viđ jafntefli viđ ţađ mikla knattspyrnuland, og Hannes og fleiri okkar menn skáka sjálfum Messi!

Ţetta styrkir heilbrigt ţjóđarstolt og eykur á ţjóđhátíđarstemminguna á morgun.


mbl.is Skein alla leiđ til Úkraínu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband