Ánćgjuleg tíđindi: einungis smáflokkar orđnir eftir í pólitíkinni, skv. MMR

Sjálfstćđisflokkur féll í 19,8% (slefar ţó enn yfir Svíţj.demókrata), Sam­fylk­ing međ 16,6%, Miđflokkur 12,1%, VG 11,5%, Pírat­ar 11,3%, Fram­sókn­ar­fl. 8,8% (bćtti viđ 1%), Viđreisn 7,8% (2,1% hrundu af henni), Flokkur fólks­ins bćtir sig í 7,3%, en var síđast međ 5,9% í hliđstćđri könnun MMR 22. október (ţessi könnun fór fram 8.-12. nóvember).

Og ţađ sem meira er: Einungis "37,9% sögđust styđja rík­is­stjórn­ina nú, sam­an­boriđ viđ 43,2% í síđustu mćl­ingu, ađ ţví er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá MMR" (mbl.is).

Er ţetta einhvers konar ógćfuliđ sem situr á Alţingi Íslendinga? Á máliđ ekki enn eftir ađ versna hjá Sjálf­stćđisflokki, ef hann svíkur mótađa lands­fundar­stefnu međ ţví ađ leyfa ţing­mönnum sínum ađ kjósa Ţriđja orku­pakka ESB? Rýkur ţá ekki Miđflokk­urinn upp fyrir hann í fylgi, eins og Styrmir er farinn ađ ýja ađ, en Sjálf­stćđis­flokkurinn niđur í ţađ ađ fá áttunda hvert atkvćđi (12,5%, svipađ og Miđflokkurinn er međ nú, 12,1%).

Verđur ţá hallarbylting í Sjálfstćđisflokknum, eđa verđur landsfundar­tillaga um ađ breyta nafni hans í Ósjálfstćđis­flokkinn naumlega felld?

Hvađ viđ mun taka, er enn óljóst, en greinilega er pláss ţarna fyrir fleiri smá­flokka. Sameinist jafnvel einhverjir slíkir, eins og ţreifingar eru um, gćti ţađ breytt miklu. En takiđ eftir ţessu: í könnun MMR 22. okt. kusu 2,3% "annađ", en nú hefur sú tala rúmlega töfaldazt, orđin 4,7%.

Ekki er ţađ beysiđ fylgi ríkisstjórnarinnar, ađ ná ekki 38 prósentum, greinilega enginn spenningur fyrir henni! Enn frekar yrđi ţađ henni til ófrćgđar, ef ofbeld­is­fullt fósturvígsfrumvarp verđur boriđ fram sem stjórnarfrumvarp. Ţá er kominn tími til ađ prestar landsins sameinist um ađ biđja fyrir heill og hag ófćddra barna, ţvert gegn vilja vegvilltra stjórn­valda, sem međ stuđningi viđ frumvarpiđ vćru ađ ögra Ţjóđ­kirkjunni međ stefnu sem gengur gróflega í berhögg viđ yfir­lýsingar Kirkju­ţings og Presta­stefnu í fóstur­varna­málum, en ţetta eru einróma og bindandi samţykktir ćđstu stofnana Ţjóđkirkjunnar.


mbl.is 38% styđja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

ŢAĐ AĐ LANDRÁĐAFYLKINGIN SKULI MĆLAST MEĐ 16,6% ER MEĐ ÖLLU ÓSKILJANLEGT..

Jóhann Elíasson, 13.11.2018 kl. 14:35

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek undir ţađ međ ţér, Jóhann. Sjötti hver mađur styđur ţann afglapaflokk, en fimmti hver Sjálfstćđiflokkinn.

Jón Valur Jensson, 13.11.2018 kl. 14:45

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sammála ykkur piltar.

Fylgi Sjálfstćđisflokksins breytist ekki mikiđ, en hćgt og bítandi fćrist ţađ niđur á viđ og heldur áfram ađ lćkka taki flokkurinn ekki sinnaskiptum. Erlendis vćru forystumenn flokka, sem tapa stöđuglega fylgi, búnir ađ segja af sér og láta öđrum eftir forystuhlutverkiđ. Vilji menn rústa Sjálfstćđisflokknum halda ţeir bara áfram á sömu braut, ţađ er ekkert flóknara en ţađ.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.11.2018 kl. 14:57

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér, Tómas, orđ ađ sönnu!

Jón Valur Jensson, 13.11.2018 kl. 20:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband