Staða Gunnars Braga hlýtur að vera veik, ef ekki nú, þá síðar, og ekki fær hann sendiherrastól

Það er rétt hjá lands­nefnd UN Women á Íslandi að for­dæm­a þá kven­fyr­ir­litn­ingu sem birtist í orðræðu Gunn­ars Braga Sveins­sonar o.fl. á Klaust­ur­bar 20. nóv. sl.

„Þau um­mæli sem vitnað hef­ur verið til eru al­gjör­lega óá­sætt­an­leg og staðfesta hve mikið verk er enn óunnið í bar­átt­unni fyr­ir kynja­jafn­rétti á Íslandi,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni. 

Stella Samú­els­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra UN Women á Íslandi, seg­ir stjórn og starfs­fólk UN Women á Íslandi harmi slegið og sér­stak­lega von­svikið yfir því að fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, hafi með þess­um hætti skaðað orðspor Barbers­hop-verk­færa­k­ist­unn­ar og HeForS­he-hreyf­ingu UN Women sem geng­ur ekki síst út á að upp­ræta niðrandi tal um kon­ur.

Ekki er rétt að setja þingmennina sex alla undir einn hatt í þessu efni. Ummæli Gunnars Braga, Bergþórs og að hluta Karls Gauta eru afar ófyrirleitin og lýsa kannski ekki hatri á konum, heldur lítilsvirðingu gagnvart tilteknum þingkonum. Fráleitt þykir mér, að Ólafur Ísleifsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að víkja af Alþingi vegna sakleysislegri orða sinna í þessu samkvæmi.

Ekki þykja mér yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar í hádegisútvarpi mjög trúverðugar, þótt hitt sé vitað mál og eðlilegt, að sitjandi ríkisstjórnir hafi hönd í bagga um val æðstu yfirmanna utanríkisþjónustunnar í sendiráðum okkar elendis.


mbl.is Gunnar Bragi hafi skaðað orðspor HeForShe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband