Ţađ var gott ađ komast í hlýjuna í ţing­húsinu í dag, eftir fimbul­kulda­fundinn fyrir framan Stjórnarráđs­húsiđ; og af hátíđartónleikum

Ekki fer vel á ţví, ađ ég birti ekkert blogg á ţessu ađalbloggi mínu sjálfan full­veldis­daginn 1. desember! Tilvaliđ ađ ţakka góđar móttökur í Alţingis­húsinu í dag, en ég var einn fjöl­margra sem ţáđu ađ fá ađ skođa húsiđ hátt og lágt á öllum ţremur hćđum ţess. Virki­lega skemmtileg skođunar­ferđ, ţótt hćgt gengju biđrađirnar.

Ţótt hanzkaklćddur vćri ég viđ athöfnina alllöngu viđ Stjórnar­ráđs­húsiđ í hádeginu, ţar sem blés duglega af sjó (ég er međ frásögn af fundinum, sem og af heimsókninni í ţinghúsiđ, HÉR á Fullveldisvaktinni), ţá var mađur orđinn loppinn og tók langan tíma ađ ná ţví úr sér í ţinghúsinu!

Svo má ţakka fyrir gildan hluta af hátíđar­hljóm­leikunum í Hörpu ţetta kvöld, sem ég sótti međ tveimur vinum mínum. Athöfnin hófst međ rćđum Katrínar Jakobsdóttur og Margrétar Ţórhildar Danadrottningar (sem fćrđi ţjóđinni nýja bók, hátt á 5. hundrađ blađsíđur, međ úrvali af öllum dagbókarfćrslum Kristjáns afa hennar tíunda, sem vörđuđu Ísland, á árunum 1912-1932. Síđasti rćđu­mađur var svo Guđni Th. Jóhannesson forseti; fór ţetta allt virđulega fram.

Ţá tóku viđ tónleikarnir og e.k. söguţáttur langur og slitróttur, ekki allur vel heppnađur og sumt betur gleymt en geymt, en ţarna voru ţó hreinir gimsteinar innan um, og bar ţar hćst hinn fullkom­lega hrífandi fiđlu­leik Veru Panitch í 1. ţćtti Vetrarins úr Árstíđunum fjórum eftir Vivaldi og svo í lokin hiđ ofurfagra kórverk Önnu Ţorvalds­dóttur: Ad genua, en ţetta er latína og merkir: Á hnén, og hefđi alveg mátt láta fallast á hnén yfir ţeim fagra tilbeiđslu­anda sem verkiđ virđist innblásiđ af. Og eins og viđ dćmum landslag fyrst og fremst eftir hćstu tind­unum og fegurstu svćđunum, ţannig geymast ţessir tónleikar í huga manns, og gott er til ţess ađ hugsa, ađ hćgt er ađ heyra ţessi atriđi aftur á vef Rúv um nokkra hríđ.

PS. Einhver kvennasamtök tróđu sér fram ţarna međ áróđur fyrir "nýju stjórnar­skránni", og var ţađ mikiđ halelújaverk, ţó ótónsett, og mćtti halda ađ Ţorvaldur Gylfason hafi haldiđ ţar á spöđunum; en ţarna var keyrt á ađ ná fram hrifningu hjá einhverjum, og klappađi circa annar hver mađur ţá fyrir ţessu, en ađ sjálfsögđu ekki ég og vinir mínir!

PPS. Grein mín í gćr um Klausturmáliđ á jvj.bloggi var mikiđ lesin, og ég bćtti ţar svo viđ málsvörn sr. Halldórs frá Holti. Greinin heitir nú: 

Karl Gauti gerir góđa grein fyrir máli sínu; og sr. Halldór ver ţá Ólaf báđa


mbl.is Fjöldi fólks ţáđi heimbođ á Alţingi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband