Hvítasunna - stofndagur kirkju Krists

Hvítasunnan er tími fyrirheitanna -- ţá rćttust orđ Jesú um ađ Heilagur Andi kćmi yfir lćrisveina hans, og sú gjöf Andans útbjó samfélag ţeirra ţeim geislandi sannfćringarkrafti, ađ upp frá ţví var útbreiđsla kristninnar, ađ vísu gegnum margar ţrengingar, tryggđ viđ austanvert Miđjarđarhaf og í ţremur heimsálfum.

Hvítasunna er hátíđ Heilags Anda. Tökum ţátt í helgihaldinu međ einhverjum hćtti, ţótt ekki sé nema međ ţví ađ víkja sér afsíđis og hlusta á útvarpsmessu eđa útsendingu Lindarinnar, međ lestri Guđs orđs eđa sálms eđa hugvekju, jafnvel í Morgunblađinu, ef ţađ er hendi nćst!

Kirkjunni sjálfri, ţ.e. samfélagi trúađra, er ćtlađ ađ vera "líkami Krists" á jörđu og fyllt Heilögum Anda. Mörgum veitist erfitt ađ koma auga á ţađ, en kirkjan er í senn mannleg og ađnjótandi máttar Guđs til helgunar. Ţannig sjáum viđ áfram mennskan breyzkleika í kristnum bróđur og systur, en svo fremi sem ţau leitast viđ ađ tengjast Guđi og lífi kristins safnađar, má vćnta ţess ađ ţađ beri sinn ávöxt. Misvirđum ekki, ađ oft gerist ţađ á ákaflega óáleitinn og hógvćran hátt. Hjörtun, sem trúa, eru ţó musteri Guđs Heilaga Anda, viđurkennum ţađ međ höfuđskáldinu góđa.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband