Af minni sjómennsku

Gull­ver NS leggur af stađ á miđin í dag. Ísfisk­togarinn Gullver NS var hinn fyrsti af 11 togurum sem ég var á, raunar annađ skip en ţađ sem hélt til veiđa úr Seyđisfjarđarhöfn í dag (sá eldri var smíđađur í Dan­mörku). Ţetta var góđur tími, ţessi Seyđis­fjarđar­ár 1973 og 1975, og safnađist vel í ađ greiđa duglega inn á íbúđar­kaup fyrir fjöl­skylduna í Reykjavík, enda tók ég mér ekkert frí allt seinna sumariđ fyrr en minn ágćti skip­stjóri Jón Pálsson rak mig suđur í frí eina viku! Sonur hans er Páll, sem var ţarna međal hásetanna, neta­mađur ţá, og hefur síđan veriđ stýrimađur og skipstjóri á nýja Gullveri. Og ţađ var margt góđra manna ţarna međ okkur, auk útgerđar­mannsins athafnasama, Ólafs M. Ólafs­sonar, sem áđur var á síld­veiđum međ Jóni Pálssyni í Eyjum.
 
Seinna var ég mest á sjó á Vest­fjörđum (einkum á Guđbjarti ÍS hjá Herđi Guđ­bjarts­syni, einnig á bát og togurum á Suđure­yri viđ Súganda­fjörđ) og í Reykja­vík (mest á Ásgeiri RE), sem og á tveimur togurum í Ţorlákshöfn og seinna tveimur í Hafnarfirđi, og var sá síđasti grćnlenzk-kanadísk-íslenzkur, á makrílveiđum. Annars var ég jafnan á bol­fisk­veiđum fyrir utan eitt sumar á grálúđu viđ Kol­beins­ey á Ólafi Friđberts­syni ÍS, frá Suđureyri. En fyrst alls var ég á sjó hjá ţeim ágćta skipstjóra, sem nú er nýlátinn, Sigurđi Hreiđars­syni, á 50 tonna hand­fćrabát, Sigurđi Sveinssyni SH, frá Stykkis­hólmi, veiddum ţá mest ţorsk og ufsa viđ Langanes, en lönduđum á Seyđisfirđi.
 
Alls var ég yfir 40 túra á sjó, og gerđi ţađ gćfumun fyrir tekjur mínar, ţví ađ allan tímann hef ég veriđ "brauđlaus", látiđ eins og Hinrik afi minn á Norđ­firđi trúar­sann­fćr­ingu mína ráđa för, hvor­ugur kaus ađ tilheyra Ţjóđ­kirkjunni.

mbl.is Halda til veiđa á nýju ári
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Virđing mín fyrir ţér Jón Valur var ćrin fyrir en hćkkar mjög viđ lesturinn um sjómennsku ţína. Aldrei datt mér í hug ađ ţú Guđfrćđingurinn ćttir slíkan ferila ađ baki.

Halldór Jónsson, 2.1.2019 kl. 18:19

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér, kćri Halldór, og gleđilegt ár, međ ţökk fyrir ţitt mikilsverđa framlag til ţjóđfélagsumrćđu um áratuga skeiđ, í Mbl. og á blogginu. smile

Jón Valur Jensson, 2.1.2019 kl. 18:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband