Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og Bogi Ágústsson eiga að spyrja þingforsetann: Af hverju hleypirðu ekki öðrum frumvörpum fram fyrir orkupakkann? -- Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir fleiprar og!

 
Fávíslega hrópar Inga Sæland um málþóf og gíslingu, sem í reynd er ríkis­stjórn og þing­forset­um að kenna.*
 
Af hverju sauma Bogi og Jóhanna Vigdís ekki að umhverfis­ráð­herr­anum Guðmundi Inga Guðbrands­syni sem þagað hefur um ófar­sælar afleiðingar þriðja orkupakkans fyrir náttúru Íslands?
 
Hvers vegna samþykkja forsetar Alþingis ekki að hleypa öðrum málum fram fyrir orkupakka­málið? (bæði fljót­afgreidd­um málum og jafnvel stórum, en brýnum málum). Ábyrgðin á því, að svo er ekki gert, er ekki Miðflokksins, heldur forseta Alþingis og ríkis­stjórnar­innar! Þingmenn Miðflokksins hafa oft í orkupakka-umræðunni bent þingforseta á þessa leið til að losa um málin, svo að þingmenn geti rætt um fleira en orku­pakkann og ríkis­stjórnin fengið afgreidd sín þungvægu frumvörp um ríkisfjármál og heilbrigðis­áætlun til næstu 10 ára.
 
Já, þetta þarf að segjast hér, því að þetta er sannleikur. Hlustið ekki á tilbúning áróðursafla um að málþófstafir og "gísling" þingsins sé Miðflokknum að kenna. Ekki ákveða þeir lengd hvers þingfundar!
 
PS. Steingrímur J. þingforseti hefur nú á nýjan hátt svarað ábend­ingu Miðflokksmanna um að þeim sé það ekkert á móti skapi, að öðrum þingmálum sé hleypt fram fyrir orkupakkann í umræðunni. Í REYND hafnar Steingrímur þessari leið, og forsendur þeirrar höfnunar hans eru fáfengilegt yfirklór: lætur sem þarna séu Miðflokksmenn að taka sér fullt dagskrárvald á Alþingi, en það er vitaskuld bara tilbúningur hans í réttlæt­ingarskyni fyrir hans eigin athafnir eða öllu heldur athafnaleysi!
 
PPS. Í kvöldfréttum Sjónvarps þennan þriðjud. 28. heldur Inga Sæland áfram stóryrðum sínum innistæðulausum, en þar fer einnig formaður þing­flokks Vinstri grænna, Bjarkey Olsen Gunnars­dótt­ir, með maka­laust fleipur, þegar hún fullyrðir: "... þetta málþóf Miðflokksmanna ... stöðvar hér framgang eðlilegrar vinnu í þinginu og þinginu alls ekki til sóma og þeim Miðflokks­mönnum."
 
Nei, Bjarkey, höfuðsökina á því, að ekki er rætt um annað í ræðu­stóli alþingis, ber ekki Miðflokk­urinn, heldur þinn eigin þing­maður Steingrímur J. Sigfússon, eins og komið er fram hér ofar!
 

mbl.is Segir Alþingi haldið í gíslingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband