Minnzt fórnarlambanna á Torgi hins himneska friđar

Kínversk yfir­völd bregđ­ast ćf viđ gagn­rýni banda­rískra fjöl­miđla og stjórn­mála­manna á blóđ­bađ­iđ mikla á Tianmen-torgi fyrir réttum 30 árum og hafa í heit­ingum og refsi­ađgerđum nú ţegar. Ađ jafnvel for­ingi demó­krata í ţing­inu, Nancy Pelosi, tekur ţátt í mótmćla­ađgerđum í Washington, mun ekki sefa reiđi komm­únist­anna vegna afhjúp­unar sann­leikans fyrir nýrri kynslóđ. Vonandi eykur ţetta ţó ekki á úlfúđ og viđskipta­stríđ milli landanna, hvađ ţá međ alvarlegri hćtti, eins og átt gćti sér stađ í Suđur-Kínahafi og jafnvel víđar.

Viđ skulum öll biđja ţess ađ kín­versk­um yfir­völdum fari ađ lćrast ađ virđa mann­rétt­indi, en ţađ hafa ţau ekki gert gagnvart Falun Gong-fólki og ótal­mörgum öđrum og sízt alls gagnvart hinni kúguđu Tíbet­ţjóđ sem var međ innrás Kínahers svipt sjálf­stćđi sínu á 6. áratug liđinnar aldar.

En fórnar­lund náms­mann­anna á Torgi hins himneska friđar mun áfram lifa í minningu fólks, lengur en völd ţeirra sem nú ráđa ríkjum í Kína.


mbl.is Blóđbađiđ sem allir gleymdu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband