Stauf­fen­berg heiđrađur, vonum seinna

Eitthvađ gott gat ţó Angela Merkel látiđ af sér leiđa: ađ heiđra í gćr Claus greifa Schenk von Stauf­fen­berg og ađra sem tóku ţátt í banatilrćđinu viđ Ad­olf Hitler, fyrir 75 árum, ţegar lýđveldiđ okkar var rétt rúmlega mánađargamalt. 

"Mark­miđiđ var ađ semja friđ viđ banda­menn og binda enda á síđari heims­styrj­öld­ina" (Mbl.is), og var ţađ göfugur tilgangur, en Hitler ţá ţegar búinn ađ afhjúpa sig sem harđstjóra og ţjóđa­morđinga, sem svo sannarlega hefđi fengiđ dauđadóm í Nürn­berg-réttar­höld­unum, hefđi hann náđst og veriđ dreginn fyrir ţann alţjóđlega dómstól.

Claus von Stauffenberg:

Claus von Stauffenberg (1907-1944).jpg   

HelmuthvonMoltkeJan1945.jpg
Moltke in January, 1945

 

Hef ég alloft áđur fjallađ um Stauf­fen­berg, Helmut James greifa von Moltke o.fl. andófs­menn gegn nazismanum og fórnarlömb ţeirrar siđlausu stjórnmála­stefnu. Stauffen­berg var kaţólskur, virkur trúmađur, og undir kaţólskum áhrifum voru líka Hans Scholl og systir hans Sophie Scholl í München, sem Einar heitinn Heimisson fjallađi svo vel um, fórnar­lömb nazismans, bćđi mjög ung ađ árum, hálshöggvin vegna dreifingar fjölrita gegn Gyđinga­ofsóknum nazista.

Hér er ágćtur listi um ţýzka mótmćl­endur (lútherska, kalvínska) sem voru andófsmenn gegn nazismanum, og hér er annar listi um helztu kaţólsku, ţýzku andófs­mennina gegn ţeirri alrćđisstefnu.


mbl.is Tilrćđismenn Hitlers heiđrađir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband