Boris Johnson -- enn af fjölskyldumálum: konum hans og börnum, auk systkina (margar myndir)

Hér er Boris međ föđur sínum Stanley, systur sinni Rachel og bróđurnum Jo (Joseph), ţingmanni á brezka ţinginu (var jafnvel ráđherra 11 mánuđi 2018 í stjórn Theresu May). Rachel er rithöfundur, sjónvarps- og blađakona. Annar albróđir Borisar er Leo, en hálfsystkini ţeirra (úr seinna hjónabandi Stanleys, međ Jennifer Kidd) eru Julia og Maximilian. Á myndinni hér fyrir neđan heldur Rachel á metsölubók Borisar: The Churchill Factor: How One Man Made History.

Myndaniđurstađa fyrir Stanley Johnson Rachel Johnson

Hvort á Boris fjögur börn eđa 5-6?

Lítum fyrst á konur hans. Fyrst kemur hér mynd af honum međ seinni konu hans (1993-2018), Marinu Wheeler. Hún er eldri dóttir BBC-fréttamannsins Sir Charles Wheeler og hans indversku konu Dip Singh. Marina Wheeler lauk námi frá Cambridge-háskóla og gerđist mannrétt­inda­lögfrćđingur. Skipuđ í the Queen´s Council (QC) 2016.

Myndaniđurstađa fyrir Boris Johnson Marina

En fyrri konu átti Boris (1987-1993), Allegru Mostyn-Owen, sem var ćskuást hans frá Oxford, hér eru ţau harla ung, 1986:

Foreldrar hennar eru milljónamćringurinn William Mostyn-Owen, listsögufrćđingur og stjórnarformađur uppbođsfyrirtćkisins Christie’s, og hans ítalska kona, rithöfundurinn Gaia Servadio. Um Allegru var ritađ í The Mail, haft eftir samtíđarmanni í Oxford:

"Allegra had a lot of the Italian Botticelli angel looks: blonde and ethereal. That quality made her seem untouchable to the rest of us – which is precisely what Boris would have wanted as a trophy" (sem sinn sigurbikar!).

Og á Tatler er ritađ:

If you rewind back to the time of their meeting, Johnson was the Old Etonian President of the Union [the Oxford Union, málfundafélagiđ ţar] who had been awarded the Brackenbury Scholarship of Balliol [Balliol College, Oxford] for academic excellence – and Allegra was his mythological prize.

Allegra er m.a. glamúr-fyrirsćta. Ekki varđ ţeim Boris barna auđiđ. Endum ţetta samt međ annarri mynd af ţeim:

Myndaniđurstađa fyrir Allegra Mostyn-Owen Boris Johnson
 
Svo má undir lokin bćta viđ ţeirri konu, sem brezka pressan kallar "Johnson’s current girlfriend", ţ.e. Carrie Symonds, sem starfar viđ almannatengsl, en foreldrar hennar eru Matthew Symonds, međstofnandi dagblađsins The Independent, og lögfrćđingurinn Josephine Mcaffe. Svona birtust ţau Boris fyrst saman:
Myndaniđurstađa fyrir Carrie Boris Johnson
Ef Carrie flyzt inn í Downing-strćti 10 međ Boris, yrđu ţau fyrsta ógifta sambýlispariđ til ţess í sögunni.
   

Já, hve mörg börn á Boris Johnson í alvöru? Međ Marinu Wheeler seinni konu sinni á hann fjögur, og heita ţau Lara Lettice, 26 ára, Milo Arthur, 24 ára, Cassia Peaches, 22 ára, og Theodore Apollo, tvítugur. Hér er sá myndarlegi hópur:

Myndaniđurstađa fyrir Lara Lettice, Milo Arthur, Cassia Peaches, Theodore Apollo Johnson

En eftir ástarćvintýri (framhjáhald) Borisar međ Helen Macintyre, listráđunaut, áriđ 2009, var ţađ úrskurđur dómara áriđ 2013, ađ sú stađreynd, ađ Johnson hefđi barnađ hana (getiđ henni "lovechild"), yrđi ađ teljast upplýsingar sem almenningi kćmu viđ (in public interest). Um ţađ leyti gengu ennfremur sögur um, ađ hann hefđi eignazt sjötta barn, en nöfn ţessara hef ég ekki.

Ţeim mun meira reit ég um merkilegar framćttir Borisar Johnson: 

Boris Johnson er af ótrúlega blönduđu ćtterni, af Breta- og Prússakóngum, há- og lágađli, skáldi og prófessor, stofnanda KFUM, bjórbruggara, presti, Gyđingum, myrtum tyrkneskum ráđherra og fögru ambáttinni móđur hans!

(já, smelliđ á ţessa löngu greinarfyrirsögn til ađ frćđast betur).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband