Furđulegur dómur í máli Kristins Sigurjónssonar

Ţađ hryggir mig, ađ Kristinn Sigurjónsson verk­frćđingur vann ekki sigur í máli sínu gegn Háskól­anum í Reykjavík. Ótrúlegt ţykir mér, ađ sá úrskurđur Hérađsdóms Reykjavíkur í dag, ađ uppsögn hans hafi veriđ lögmćt, standist skođun Hćstaréttar eđa ćđra dómstígs.

Frá upphafi hef ég litiđ á fyrir­vara­lausan brottrekstur Kristins úr lektors­stöđu hans viđ háskólann, án ţess ađ andmćla­réttar hans hafi veriđ gćtt, sem gerrćđis­fulla ađgerđ í anda heiftúđugs pólit­ísks rétttrúnađar. Ummćlin, sem hann lét falla, voru líka sögđ í lokađri umrćđu óopinbers hóps á Facebók, og mega margir telja ţar ađ sér höggiđ og málfrelsi Íslendinga, ef ţessi ólíkindadómur verđur talinn fordćmisgefandi. Ţess vegna verđa Kristinn og hans stjörnu­lögfrćđingur Jón Steinar Gunnlaugs­son vita­skuld ađ áfrýja ţessum dómi og fara međ hann eins langt og ţörf verđur á, til Mannrétt­inda­dómstólsins í Strassborg, ef Hćstiréttur Íslands réttir ekki af ţessa furđulegu niđurstöđu.

Fráleitt er ađ lesa ţarna í dómsorđum, ađ um­mćli Krist­ins í hópn­um Karl­mennsku­spjalliđ hefđu haft "veru­leg áhrif á starfs­menn" HR (án ţess ađ tilgreina viđ hverja vćri átt, ţví ađ ţar hljóta margir ađ vera undanskildir), eđa eru lingeđja einstaklingar í starfsliđi skóla bćrir til ađ láta ryđja kollegum sínum úr starfi? Og hvernig lýstu ţessi "verulegu áhrif" sér? Ţurftu viđkomandi ađ leita sér áfalla­hjálpar hjá Rauđa krossinum eđa sálfrćđi­ađstođar? Eru nokkur sönnunar­gögn til stađar um ţessi meintu "verulegu áhrif"?

Hvert er eiginlega ţessi feministíska rétttrúnađarstefna komin í áhrifum sínum í samfélaginu? Ćtlum viđ ađ hefja hér félagspólitísk "Berufsverbot" gegn skođunum, sem eiga ekki upp á pallborđiđ hjá ráđamönnum eđa ţrýstihópum, og láta menn gjalda fyrir ţćr međ atvinnu- og jafnvel ćrumissi í kerfinu, bótalaust og fjölskyldum ţeirra til skađa? Ekki héldu vinstri menn í Vestur-Ţýzkalandi aftur af sér ađ gagn­rýna meintar atvinnu­ofsóknir, ţegar róttćk­lingum í kennara­stétt var stefnt fyrir dóm vegna pólitísks (marxísks) áróđurs gegn stjórn­skipan og stofnunum ríkisins. 

Og mega menn ekki setja fram hlut­ina í ţröngum hópi á gaman­saman hátt? -- eđa eins og Haukur Arnar Birgisson orđađi ţađ í Bakţönkum Frétta­blađsins í gćr: "Húmor verđur aldrei skilgreindur og ţađ fćr enginn ađ ákveđa fyrir ađra hvađ telst fyndiđ. Ţá er engum hollt ađ taka sjálfan sig of hátíđlega ţví fáir eru staddir á svo alvarlegum stađ í lífinu ađ ekki megi skopast ađ ţví." (Ţetta er ekki fyndiđ nefnist sú ágćta grein hans.)


mbl.is HR sýknađur af kröfum Kristins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ţarf greipt ţú á kýlinu kćri Jón Valur, og ţađ ekki fyrsta sinni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.8.2019 kl. 18:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband