Hefur Agnes biskup rétt fyrir sér um "siđrof" sem ástćđu vantrausts á Ţjóđkirkjuna og yfirmann hennar?

Agnes má alveg horfa í spegil og hugleiđa eigin hlut í ţví siđrofi sem hún sér allt í kringum sig, en finnur kannski til­finn­an­legast fyrir ţegar ţađ "siđrof" (ađ hennar mati) birtist í ţeirri mynd, ađ ein­ungis 19% ađspurđra í skođ­ana­könnun bera traust til Agnesar Sigurđar­dóttur, biskups Íslands!

Alveg er ljóst, ađ vantraustiđ á Agnesi kemur ekki ađeins frá van­trúuđum, heldur líka hennar eigin ţjóđ­kirkju­fólki, og ţađ hefur sannarlega haft ástćđu til, umfram allt vegna óheim­illa yfir­lýs­inga hennar um lífsrétt ófćddra barna og fóstur­eyđingar, yfir­lýs­inga sem hafa gengiđ ţvert gegnsamţykktri stefnu Ţjóđ­kirkj­unnar, á vettvangi bćđi Kirkju­ţings og Prestastefnu, sjá hér:

Biskup í stríđi viđ kristna trú og samţykktir Ţjóđkirkjunnar

(= https://krist.blog.is/blog/krist/entry/1455763/)

En ţađ hefur ennfremur unniđ gegn trausti á Agnesi, hvernig hún eins og fleiri á launum frá ríkinu hefur gengiđ allhart fram í tekju­kröfum sínum, ţ.e. bćđi um meinta yfir­vinnu eđa bakvaktir og um ótrúlega hagstćđ leigukjör hennar í sínum biskupsbústađ, sbr. hér:

Agnes biskup virđist ekki geta komizt neđar í óvinsćldum

Og ţó hefur hún einmitt nú komizt ennţá neđar í trausti! Vegna vöntunar á frćđslu barna um Biblíusögur? Ć, Agnes, var ţađ ekki heldur langsótt?!

Hér er líka dćmi um ţađ hvernig hún hefur glatađ trausti kenn­ing­ar­trúrra kristinna manna, varđandi sjálf hjónavígslu­mál kirkj­unnar, en ţar gekk Agnes á bak orđa sinna stađ ţess ađ standa međ lúthersku siđferđi, sbr. ţessa grein: 

Rangt var ađ taka samvizkufrelsiđ af prestum sem vildu ekki gefa saman samkynja pör - og gafst ekki ţingmönnum vel

VIĐAUKI. Sigurđur Ragnarsson í Keflavík skrifar líka á Facebók um Mbl.is-fréttina af Agnesi og Ţóri Stephensen o.fl. mál og segir:

Neđarlega í ţessari frétt segist Agnes M. Sigurđardóttir geta beđizt afsökunar á ţeirri afstöđu fyrr­verandi biskups ađ vera andvígur hjónabandi samkyn­hneigđra. Fyrst hún er byrjuđ ađ biđjast afsökunar, vill hún ţá ekki líka biđjast afsökunar á Gamla testamentinu og Nýja testamentinu, sem hvorugt er á hennar "pólitískt rétthugsandi" línu í ţessu máli? Og ćtli henni sé ekki sömuleiđis óhćtt ađ biđjast afsökunar á öllum biskupum og flestöllum prestum á Íslandi á öđru árţúsundinu? Og síđast en ekki sízt biđjast afsökunar á Marteini Lúther sjálfum!

Og ennfremur bćtir hann viđ (og ég sammála öllu ţessu):

Svo ađ ekki fari á milli mála, ađ lútherskum kirkjum ber engin skylda til ađ styđja hjónaband samkynhneigđra, lćt ég fylgja bréf frá The Lutheran Church—Missouri Synod. Í ţví eru međal annars tilvitnanir í Biblíuna. https://www.google.com/url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s...

Ţá bćtir Ţórarinn Friđriksson réttilega viđ:

Biskup sem fer gegn orđum Nýja testamentisins er ekki í góđum málum.


mbl.is Til greina kemur ađ skila bréfinu til Ţóris
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţá átti Sigurđur Ragnarsson ennfremur ţessa ágćtu athugasemd á Facebók félaga okkar, Guđmundar Pálssonar lćknis (viđ erum allir félagar í Kristnum stjórnmálasamtökum): 

Líklega er um hálf öld síđan kennaranemar fóru ađ strćka á ţađ ađ lćra ađ kenna kristinfrćđi (ef til vill međ velvilja fleiri eđa fćrri kennara sinna). Ţađ var fyrirbođi ţess, ađ huga ţyrfti ađ öđrum ađferđum en opinberum skólum, til ađ kenna börnum kristna trú. Ţar međ segi ég ekki, ađ allir kennarar hafi snúizt gegn kristni. En kirkjufélög og foreldrar verđa einfaldlega ađ taka verkefniđ ađ sér, til ađ koma í veg fyrir siđrof eđa draga úr ţví. Og einnig ţarf ađ uppfrćđa fullorđiđ fólk! Ţví verkefni lauk ekki međ barnaprófi og fermingu fyrir árum eđa áratugum.

Jón Valur Jensson, 30.10.2019 kl. 19:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband