Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fellur á prófinu á fundi um stjórnarskrá!

S.k. Stjórnarskrárfélag fekk óáreitt ađ vera međ áróđur ţar, bćđi međ ţví ađ dreifa til ţátt­tak­enda frum­varpi sem spratt upp úr vinnu "stjórn­lagaráđs" árin 2010-12 og međ ţví ađ taka ţátt­tak­endur tali í fundar­hléum, en allmargir félags­menn í nefndu félagi, sem er alls ekki hlutlaust í stjórnar­skrár­málum, mćttu á fundina í Laugar­dals­höll um helgina.

Frámunalega slöpp frammistađa Félags­vísinda­stofnunar birtist ekki ađeins í ţessum atriđum, ţví ađ sjálft fyrirkomulag ţessa ómarktćka fundar og val ţátttak­enda á hann var međ endemum, eins og kemur fram hér neđar. 

Ađspurđ, hvort hverj­um sem er hafi veriđ heim­ilt ađ dreifa áróđri á fund­in­um, til dćm­is stjórn­mála­flokk­um, sagđi Guđbjörg Andrea Jóns­dótt­ir, for­stöđu­mađur Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands (í samtali viđ Mbl.is), "svo ekki vera", en alveg er ljóst, ađ félagar úr ţessu Stjórnar­skrár­félagi voru ţarna einmitt til ţess mćttir ađ vera međ áróđur og fengu ađ komast upp međ ţađ athćfi sitt! Enn­frem­ur voru ţeir ekki hindrađir í ţví ađ taka ţátttakendur tali í hléum milli umrćđna á niđur­flokkuđum borđum í fundarsal!

Fjarri fer ţví, ađ hinir 230 völdu ţátttakendur hafi haft nokkurt umbođ frá ţjóđinni. Ţeir voru vald­ir af Félagsvísindastofnun úr rúm­lega 660 manna hópi sem sagđist hafa áhuga á ţví ađ taka ţátt í umrćđunum. Einungis 29% reyndust ţó hafa áhuga á ţessari ţátttöku í reynd, og má vera, ađ margir úti á landi hafi ekki haft ađstöđu til ţess vegna vinnu og af ţví ađ lofuđ ţókknun (30.000 kr. í verktakagreiđslu) nćđi lítt ađ spanna yfir kostnađ af flugferđ og vinnutapi, enda viđurkenndi Guđbjög, ađ "hlut­falls­lega hafi "ađeins fleiri" ţátt­tak­end­ur veriđ af höfuđborg­ar­svćđinu en raun­in hefđi átt ađ vera" (Mbl.is)!

Hitt er líka áberandi, ađ sjálf Félagsvísindastofnun skekkti svo "úrvaliđ" á fundinn međ ţví ađ láta ţar ekki ráđa úrslitum, hvort fólk hefđi áhuga á fundinum, heldur

var haft sam­band viđ kon­ur og ungt fólk úr könn­un­inni sem í fyrstu sögđust ekki hafa áhuga á mál­inu. Var ţađ gert til ađ fá full­trúa úr ţeim hóp­um á fund­inn, ađ sögn Guđbjarg­ar. (Mbl.is)

Ţvílík ófagleg stjórnsemi! Unga fólkiđ hafđi greinilega (eins og í mörgum kosningum til Alţingis og sveitarstjórna á seinni árum) haft takmarkađan áhuga á fundinum í reynd, og samt er veriđ ađ toga slíka áhugalitla á fundinn til ađ leyfa t.d. ungćđislegum sjónarmiđum líttreyndra og lítt upplýstra ađ fá ađ hafa sín áhrif! Ţađ sama á viđ um ađ draga fleira kvenfólk inn á fundinn, umfram ţćr tiltölulega fáu (ţ.e. fćrri en karlmenn) sem höfđu lýst áhuga á fundinum.

Í ţessum atriđum gerđi Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sig seka um sömu afglöpin og ráđandi ađilar í Ráđhúsi Reykjavíkur, ţegar ţeir ţvert gegn reglum Persónuverndar reyndu međ tölvu­bréfum ađ fá sérstaklega tvo hópa úr röđum almennings til ađ taka ţátt í síđustu borgar­stjórnar­kosn­ingum, ţ.e. einmitt konur og ungt fólk! Ţarna var í báđum tilvikum, nú og í fyrra, veriđ ađ hafa óleyfileg áhrif á val manna til ađ hafa áhrif í stjórnmálum, og í báđum tilvikum var gengiđ í sjóđi almennings til ađ kosta ţá hlut­drćgnis­vinnu og ţau hlut­leys­isbrot, sem ţarna var um ađ rćđa.

Athćfi ráđandi ađila, borgarstjórans og hans liđs, í ađdraganda kosninganna 2017 sćtti ekki ađeins athugasemdum og ákúrum frá Persónuvernd, heldur einnig kćru frá lögfrćđingi í hópi borgar­fulltrúa Miđflokksins, Vigdísi Hauks­dóttur, og er ţađ mál enn óútkljáđ fyrir rétti.

En Félagsvísindastofnun lét sér ţađ ekki ađ kenningu verđa né verđa sér víti til varnađar, heldur endurtók međ öđru sniđi sömu röngu ađferđina, ţ.e. ađ ţvinga upp á val fundarmanna sinni eigin ţjóđfélagslegu afstöđu, eins konar pólitískum rétttrúnađi félags­frćđinga í Háskólanum á Melum um ţađ, hvernig velja skuli fólk á svona ráđstefnu!

Svo var sjálft fundarhaldiđ í Laugardalshöll međ ófrjálsu sniđi: ekki leyfđar frjálsar umrćđur og rćđuhöld ţátttakenda, ţannig ađ heyrzt gćti til alls 230 manna hópsins, fyrir alla til ađ ígrunda, heldur var fólk flokkađ niđur í litla hópa (um 8-10 í hverjum?) viđ jafnmörg borđ til ađ rćđa takmörkuđ mál! En međ ţessu var t.d. komiđ í veg fyrir, ađ nokkur gćti nálgazt alla fundarmenn međ upplýsingum eins og ţeim, sem vörđuđu sjálft ólögmćti hins svokallađa stjórn­lagaráđs og brot 29 alţingis­manna á lögunum um stjórn­lagaţing, sem og jafnvel e.k. mútustarfsemi ("áhrifa­kaup") ţess sama hóps á Alţingi, ţegar 25 kjörbréfasviptum einstaklingum, sem bođiđ höfđu sig fram til stjórnlaga­ţings, var ekki einasta (ţvert gegn ákvörđun fullskipađs Hćstaréttar Íslands) bođiđ ađ fjalla um stjórnarskrána í til ţess stofnuđu "stjórn­lagaráđi" (ólöglegu apparati), heldur var ţeim bođin tvöföld launaţókknun miđađ viđ ţađ, sem auglýst hafđi veriđ um fyrirhuguđ laun fulltrúa ţjóđarinnar á stjórnlagaţingi!!

Allt hefur gengiđ á afturfótunum međ vinnu s.k. "stjórn­laga­ráđs" frá ţví jafnvel áđur en ţađ varđ til, ţ.e. frá ţví ađ bylting­ar­sinninn og Samfylk­ingar­mađurinn Illugi Jökulsson illu heilli hvatti til ţess ađ úrskurđur Hćstaréttar yrđi einfaldlega sniđgenginn, ţ.e. sá sem ógilti kosninguna til stjórn­laga­ţings vegna alvarlegra galla á framkvćmd hennar. Ţá var samkvćmt lögum um stjórnlagaţing skylt ađ endurtaka kosninguna, en Steingrímur J. og Jóhanna hlýddu kalli byltingarsinnans og fengu 27 ađra alţingis­menn í liđ međ sér til ađ bjóđa hinum 25 kjör­bréfa­sviptu ađ gera stjórn­ar­skrártillögur í s.k. "stjórn­lagaráđi"! Ţar gekk svo á ýmsu, og voru Ţorvaldsmenn Gylfasonar ţar afar frekir til fjörsins, flestir ţeirra fyrir fram hlynntir innlimun Íslands í Evrópu­sambandiđ, og í takti viđ ţađ var búin til billeg 111. tillögugrein, til ţess gerđ ađ auđvelda fljótlegt framsal fullveldis í hendur stórveldinu, en einnig 67. grein sem banna átti ađ kjósendur fengju ađ krefjast ţjóđar­atvćđa­greiđslu um úrsögn úr sama Evrópusambandi!

Ţađ var örugglega engin tilviljun, ađ ESB-ţjónninn Jóhanna Sig­urđar­dóttir vildi halda í ţá 25, sem kosnir höfđu veriđ (ólöglega) til stjórnlagaţings og ađ bjóđa ţeim ađ taka sćti í sínu kolólögmćta "ráđi", ţví ađ ESB-sinnar höfđu leynt og ljóst gert í ţví ađ smala sem flestum af eigin mönnum í frambođiđ og tókst ađ ná ţar um helmingi ţeirra sem seinna fengu sćti í ráđinu löglausa. 

Hefđi kosningin til Stjórnlagaţings veriđ endurtekin skv. lögum, er augljóst, ađ ekki hefđu allir hinna 522 frambjóđenda til ţingsins bođiđ sig aftur fram, ţví ađ margir ţeirra fengu svo fá atkvćđi í ţjóđaratkvćđagreiđslunni 27. nóv 2010 (ţar á međal 191 manns, sem fengu undir 1000 atkvćđum hver), ađ nýtt frambođ, tímafrekt fyrir ţá og kostnađarsamt, hefđi fyrir fram mátt heita vonlaust. Hugsanlega hefđu ţví í mesta lagi um 300 manns bođiđ sig aftur fram. En ţá hefđi einmitt veriđ líklegra, ađ kjósendur sćju, ađ ekki yrđi til góđs ađ margir andstćđingar fullveldis okkar nćđu kosningu.

 

(Greinarlok sennilega komin, í bili a.m.k., en bćti hugsanlega viđ. Sjá ennfremur ţessa grein mína frá í gćr: Fráleitt hvernig unniđ er ţessa dagana á grunni "nýju stjórnarskrárinnar frá stjórnlagaráđi"!)


mbl.is Fengu greiđan ađgang ađ fólki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband