Greinaflokkur minn um Namibíu í Mbl. 1977: Namibía undir járnhćl kynţáttakúgunar, I-III

Fyrir 42 árum reit ég ýtarlega um sögu og ástand Namibíu undir kúg­un­ar­stjórn Suđur-Afríku (blađiđ The Namibian var stofnađ 1985!). Endur­birti ţetta nú, í ţremur hlutum eins og upphaf­lega, í heil­síđu­greinum í Mbl. 26. og 28. júlí og 11/8 1977). Ţetta sýnir vel bakgrunn ţess, sem menn hafa nú frétt af ástand­inu í Namibíu, fátćkt ţar og uppi­vöđslu­semi auđhringa eins og Samherja, en í greina­flokknum er sagt frá nýlendu­stefnu Ţjóđverja og kúgunar­veldi hinna hvítu Suđur-Afríku­manna og frá ţjóđréttarstöđu lands­ins til 1950 og áfram eftir ţađ, enn­fremur ţjóđ­frelsis­hreyf­ingu og skćru­hernađi ţar, pynt­ingum og vald­níđslu S-Afríkana o.m.fl.*

Yfirskrift greinaflokksins var

Namibía undir járnhćl kynţátta­kúgunar

og nafn fyrstu greinarinnar, sem hér međ hefst (á ný!):

Suđur-Afríka heldur áfram nýlendu­stefnu sinni í trássi viđ alţjóđalög

AMNESTY INTERNATIONAL hefur sent frá sér nýja skýrslu um ástand réttarfarsins í Namibíu (A.I. Briefing on Nambia. Apríl 1977. 15 bls). Ţessi fyrrum nýlenda Ţjóđverja (1884—1915), sem nefnd­ist Suđvestur-Afríka, hefur opin­berlega fengiđ nafniđ Namibía skv. ákvörđun allsherjarţings Sameinuđu ţjóđanna í júní 1968.

Ţađ, sem einkum veldur áhyggjum Amnesty International yfir ástandinu í Namibíu, er (1) fangelsun manna án málshöfđunar til ađ brjóta á bak aftur pólitfska mótstöđu viđ stjórn Suđur-Afríku í landinu, (2) pyntingar pólitískra fanga, (3) beiting suđurafrískra öryggislaga í namibísku landi, (4) ađ Namibíu­menn dćmdir fyrir pólitískar sakir hljóta fangelsis­vist í Suđur-Afríku fremur en í Namibíu, (5) beiting dauđarefsingar fyrir bćđi glćpi og ákveđin pólitísk afbrot, (6) yfirlýst „neyđarástand" í ţremur héruđum landsins.

Land, ţjóđ og skipting landsgćđa.

Namibía er u.ţ.b. átta sinnum stćrri en Ísland. Áriđ 1974 voru íbúarnir áćtlađir um 852.000 manns [eru nú, 2019, orđnir tćplega 2,6 milljónir], ţar af 88% svartir og 12% hvítir. Landinu er skipt milli íbúanna í s.k. „heima­lönd" (bantustans). Eitt ţessara heima­landa, sem nćr yfir 43% allrar Namibíu, er ađeins ćtlađ hvítum mönnum. Ţá eru 17% landsins undir beinni stjórn S-Afríku, ţ.á m. demants­­ viđ ströndina. Undir svarta meirihlutann heyra hins vegar 40% landsins, og skiptast í 10 heimalönd — eitt fyrir hvern ţjđđflokk ţeirra.

Efnahagur Namibíu byggst mest á náttúru­auđlindum landsins: demöntum, kopar og úraníum. Námaiđnađurinn lýtur stjórn suđurafrískra og fjölţjóđ­legra fyrir­tćkja, en er algerlega kominn undir hinu ódýra vinnuafli svartra manna. Nćst náma­vinnslu hefur landiđ mestar tekjur af fiskveiđum og landbúnađi. Hinn afríski meirihluti hefur ţó lítt getađ notíđ auđćfa landsins og verđur ađ treysta á akuryrkju og illa launađa ákvćđis­vinnu til ađ draga fram lífiđ.

Helztu viđskiptalönd Namibíu fyrir utan S-Afríku eru Bandaríkin, Vestur-Ţýzkaland, Bretland og Japan, segir í skýrslu A.I.

Ţjóđréttarstađa landsins.

Suđur-Afríkumenn hernámu Suđvestur-Afríku í fyrri heims­styrj­öldinni, 1915. Eftir stríđiđ var landiđ lýst verndar­svćđi Ţjóđa­banda­lagsins, sem fól Suđur-Afríku ađ stjórna ţar í umbođi sínu. Skv. skilmálum umbođs ţessa skyldi Suđur-Afríka „efla eftir fremsta megni bćđi efnalega og siđferđis­lega velferđ og félagslegar framfarir íbúa landsvćđisins" og senda Ţjóđa­banda­laginu árlegar skýrslur um ástandiđ.

Ţjóđabandalagiđ leystist upp 1939, og međ stofnun Sameinuđu ţjóđanna 7 árum seinna tóku ţćr sér ţann rétt, sem bandalagiđ hafđi haft til eftirlits međ framkvćmd umbođs­stjórnarinnar. Suđur-Afríka hafnađi hins vegar yfirvaldi SŢ og ađ hlíta ţvl kerfi, sem ţćr höfđu tekiđ upp um umbođs­stjórnir í stađ hins eldra skipulags um verndarsvćđi. SŢ skutu ţá málinu til Alţjóđadómsins í Haag til ađ fá skoriđ úr ţjóđréttar­stöđu landsins. Niđurstađa dómsins (áriđ 1950) hefur oft veriđ mistúlkuđ sem stađfesting á óskoruđum yfirráđum S-Afríku. Ađ vísu taldi dómurinn, ađ landsvćđiđ ţyrfti ekki ađ innlimast í umbođssvćđakerfi SŢ, en á hinn bóginn var S-Afríku gert skylt ađ haga stjórn Suđvest­ur-Afríku í samrćmi viđ ákvćđi upphaflega umbođsins og gefa SŢ árlega skýrslu — sem arftaka Ţjóđabandalagsins. S-Afríkumenn neituđu aftur ađ láta undan, og ekki tókst heldur ađ leysa máliđ međ samninga­viđrćđum.

Áriđ 1966 drógu SŢ til baka ţađ umbođ, sem S-Afríku var faliđ 46 árum áđur varđandi landstjórn Suđvestur-Afríku, og lýstu ţvi yfir, ađ ţađan í frá skyldi landiđ skođast í beinni umsjá SŢ. En S-Afríka hafnađi valdi SŢ eins og fyrri daginn og neitađi ađ viđurkenna afturköllun umbođsins. 

Í nýrri ályktun í júní 1971 lýsti Alţjóđa­dóm­stóll­inn ţví yfir, ađ áfram­hald­andi lands­yfirráđ S-Afríku í Namibíu vćru ólög­mćt. Dómurinn minnti jafnframt öll ađildarríki SŢ á skyldu ţeirra til ađ forđast allt ţađ, sem skođazt gćti sem viđurkenning á lögmćti hinnar ólöglegu stjórnar S-Afríku í Namibíu eđa veriđ stuđningur viđ hana. Ţađ vćri fráleitt ađ túlka ţennan úrskurđ dómsins sem einberan pólitískan ţrýsting til ţess eins ađ stuđla ađ sjálfstćđi landsins, heldur er ţetta fyrst og fremst vitnisburđur um, ađ S-Afríka hefur — ekki ađeins frá siđferđislegu, heldur einnig lagalegu sjónarmiđi — fyrirgert umbođi sínu til lands­forrćđis međ ţví ađ rjúfa skuld­bind­ingar sínar viđ skilmála Ţjóđa­banda­lagsins og trađka á mannréttindum hinna svörtu kynţátta Namibíu.

SŢ og Namibíu-ráđ SŢ hafa reynt ađ ţvinga S-Afríkustjórn til ađ leggja upp laupana í Namibíu, en lítinn árangur hefur ţađ boriđ, enda hafa sum ađildarríkin styrkt ţessa nýlendustjórn međ viđskiptum viđ hana, eins og áđur kom fram.

Stjórnmálahreyfingar í Namibíu.

S-Afríkumenn hafa eftir 1960 stöđugt aukiđ afskipti sín af Namibíu međ ţví ađ setja undir beina stjórn sína öll helztu málefni ríkisins, s.s. lögreglu-, varnar- og utan­ríkis­mál, og jafnframt innleitt suđurafrísk öryggis­lög til ađ kúga landsmenn til hlýđni.

Međ stofnun áđurnefndra bantustans (frá 1967) hefur apartheid-stefnunni veriđ framfylgt í Namibíu. Sérhvert bantustan hefur takmarkađa sjálfstjórn undir eftirliti S-Afríku, en höfđingjar ćttanna ráđa mestu í innri málum. Í ţrem „heimalandanna" hafa veriđ sett á stofn löggjafar­ráđ stjórn­skipađra fulltrúa ćttflokkanna.

Ţegar S-Afríka tók ađ styrkja völd sín í Namibíu á 7. áratugnum, kom upp vel skipulögđ ţjóđernis­hreyfing í landinu međ miklu fjöldafylgi. Stćrstu samtökin eru SWAPO (Ţjóđarsamtök Suđvestur-Afríku). Ţrátt fyrir stöđugar árásir, hótanir og varđhald eđa fangelsun margra leiđtoga hreyfing­arinnar, hefur hún haldiđ áfram ađ starfa og auka fylgi sitt í Namibiu. Síđan 1966 hefur einn armur SWAPO stađiđ fyrir skćruhernađi frá nágrannalöndum. Namibíuráđ SŢ hefur viđurkennt SWAPO sem hinn eina lögmćta fulltrúa Namibíuţjóđar, en SŢ sjálfar hafa krafizt ţess, ađ SWAPO hafi forystuhlutverk, ţegar tekin verđur ákvörđun um stjórnar­skrár­málefni landsins.

Fleiri ţjóđfrelsishreyfingar njóta verulegs stuđnings í landinu, ţ.á m. SWANU (Ţjóđ­ernissamband Suđvestur-Afríku), sem hefur svipađa stefnu og SWAPO, en nýtur mests fylgis međal Herero-ćttflokksins. Önnur samtök, Ţjóđernisbandalag Namibíu (NNC), sem nokkrir smáflokkar mynduđu, njóta einnig verulegs fylgis međal Herero-manna, undir forystu höfđingja ţeirra, Kapuuo. Hann er andvígur SWAPO, sem hann telur Ovambomenn (ţjóđflokk nyrzt I landinu) ráđa lögum og lofum í, og hefur Kapuuo tekiđ ţátt í mörgum viđrćđum um sjálfstćđi Namibíu, er S-Afríkustjórn hefur komiđ af stađ.

Ţjóđernisvitund fer vaxandi. Langvinnt allsherjar­verkfall afrískra verkamanna i kjölfar ţess, ađ S-Afrika neitađi ađ hlíta úrskurđi Alţjóđa­dómsins 1971, lamađi námaiđnađ landsins. Í ágúst 1973 hvatti SWAPO til ţess, ađ menn tćkju ekki ţátt í kosningum til löggjafarráđs Ovambolands, og fengu ţessi tilmćli frábćrar undirtektir. Ađeins 2,3% kosningabćrra manna neyttu atkvćđis­réttar síns.

Eftir ađ hvítir menn misstu völdin Í Angóla og baráttan gegn S-Afríku magnađist, jafnt í Namibíu sem á alţjóđavettvangi, hafa stjórnvöld reynt ađ tryggja ţau úrslit málsins, ađ ţrátt fyrir vćntanlega sjálfstćđis­yfirlýsingu verđi Namibía bundin á klafa S-Afríku. Síđan 1975 hafa fariđ fram viđrćđur fulltrúa svörtu ćttflokkanna sem og hins ríkjandi Ţjóđarflokks hvítra manna um nýja stjórnarskrá fyrir landiđ. Öll stjórnmála­samtök svertingja hafa veriđ útilokuđ frá viđrćđunum, ţ.á.m. SWAPO, og hefur hreyfingin lýst ţví yfir, ađ hún muni virđa ţćr ađ vettugi. Ráđstefna ţessi hefur ţegar ákveđiđ, ađ Namibía hljóti sjálfstćđi 1. janúar 1978 og ađ ţá taki viđ völdum bráđa­birgđa­stjórn ráđ­stefnu­fulltrúanna. En ţar sem SŢ og Einingar­samtök Afríkuţjóđa hafa fordćmt ráđ­stefnuna, er hćtt viđ ađ slík ríkis­stjórn eigi erfitt um vik ađ fá viđur­kenningu á alţjóđa­vett­vangi. Vandamál Namibíu verđa vart leyst án ţátttöku SWAPO.

Refsilöggjöf nýlendukúgaranna

Ţótt stjórn S-Afríku yfir Namibíu sé talin ólögmćt á alţjóđa­vett­vangi síđan 1966, ţá halda S-Afríkumenn áfram ađ beita fullu löggjafar-, dóms- og framkvćmda­valdi í landinu. Vegna hörku stjórn­valdanna og lítillar virđingar ţeirra fyrir svarta kynţćttinum er ţetta afdrifa­ríkt fyrir Namibíu­menn. Skýrsla Amnesty Inter­national lýsir ţví alvarlega ástandi, sem nú ríkir i ţessum efnum ţar í landi. Verđa tekin hér fáein dćmi um lagasetninguna og málsmeđferđ fyrir dómstólum Namibíu.

Mörg suđurafrísk öryggislög eru látin ná til Namibíu, ţar sem ţeim er beitt til ađ koma undir lás og slá ţeim Namibíu­mönnum, sem eru andstćđingar apartheid og áframhaldandi suđurafriskrar stjórnar. Ein ţessara laga eru hryđjuverkalögin frá 1967 (sem voru reyndar látin virka aftur fyrir sig til 1962, svo ađ unnt vćri ađ dćma einn forystumann ţjóđfrelsis­baráttunnar og 36 ađra Namibíumenn, sem ţá voru hafđir í varđhaldi án málssóknar í Pretoríu). Skv. ákvćđum ţessara laga er „hryđjuverk" (terrorism) skilgreint mjög lauslega sem sérhver sú athöfn. sem líkleg er „til ađ stofna lögum og reglu í hćttu". Međal ţeirra brota, sem undir ţetta falla skv. lögunum, er t.d. „fjandskapur milli hvítra og annarra íbúa lýđveldisins," „ađ valda nokkrum manni eđa ríkinu verulegu tjóni" eđa fordómar gagnvart „nokkurri framleiđslu eđa fyrirtćki", og gildir ţetta hvort heldur sem brotiđ vćri framiđ í S-Afríku, Namibíu eđa utan landanna. Ţađ var einnig kallađ hryđjuverk ađ „styđja eđa hvetja til framgangs nokkurra pólitískra markmiđa" eđa félagslegra eđa efnahags­legra breytinga, hvort sem vćri međ valdi eđa samvinnu af hvađa tagi sem vćri viđ erlendar ríkisstjórnir eđa alţjóđa­stofnanir, t.a.m. Sameinuđu ţjóđirnar.

Ţeir, sem átt hafa hlut ađ atferli, sem kann ađ hafa leitt til ofangreindra afleiđinga, geta veriđ dćmdir sekir um ţátttöku í hryđju­verkum. Er ţá gert ráđ fyrir, ađ ţeir hafi framiđ verkiđ međ ásetningi, nema ţeir geti sannađ, svo ađ ekki verđi um villzt, ađ ţeir ćtluđust ekki til, ađ ţađ hefđi neinar ţessara afleiđinga í för međ sér. M.ö.o. hvílir sönnun­arbyrđin á hinum stefnda, ef hann vill sýna fram á sakleysi fyrirćtlana sinna, fremur en á ríkisvaldinu ađ sanna sekt hans.

Fleiri atriđi gera „hermdarverkalögin" víđ­tćkari og áhrifaríkari og skýra ţađ, hvers vegna mönnum stendur mest ógn af ţeim af öllum suđurafrískum lögum. M.a. er ţar kveđiđ á um, ađ ţeir, sem liggja undir grun um hryđjuverk (skv. áminnztri skilgreiningu laganna) eđa eru taldir búa yfir upplýsingum um hryđjuverk, verđi ađ sćta varđhaldsvist án ákćru í ótilgreindan tfma. Eru ţeir hafđir í haldi, ţar til ţeir hafa svarađ öllum spurn­ingum „međ fullnćgjandi hćtti". Engir dóm­stólar geta skipt sér af slíkum varđhalds­úrskurđum eđa skipađ fyrir um lausn fanga úr gćzlu­varđhaldi. Ţá er mönnum, sem ákćrđir eru fyrir hryđjuverk, gert mjög erfitt fyrir međ málsvörn sína.

Verđi menn sakfelldir fyrir eitthvert brot gegn hryđjuverkalögunum, er lágmarksrefsing ţeirra 5 ára fangelsi. Mesta refsing er dauđadómur.

(Frh. í 2. grein, sem birtist vćntanlega á ţessu Moggabloggi mínu ekki seinna en á morgun.)

Aths. Mynd frá Namibíu og landakort birtist međ ţessari 1. grein í greinaflokknum, en ekki tókst mér ađ afrita ţađ hér, en sjá ţessa útgáfu greinarinnar á tímarit.is.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Siglaugsson

Góđ grein og vel til fundiđ ađ endurbirta hana nú.

Ţorsteinn Siglaugsson, 29.11.2019 kl. 23:46

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér, Ţorsteinn.

Jón Valur Jensson, 30.11.2019 kl. 01:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband