Namibía undir járnhćl kynţáttakúgunar - 2. grein: Suđur-Afríka hefur ţverbrotiđ grundvallar­mannréttindi Namibíumanna

(Grein mín sem upphaflega birtist í Mbl. 28. júlí 1977, framhald fyrstu greinar)

 

Pólitísk refsilöggjöf.

Skv. sérstakri yfir­lýs­ingu forseta S-Afríku (R.17/1972) um neyđar­ástand í Ovambo­landi, geta yfir­völdin bannađ allt funda­hald, og hörđ viđur­lög eru viđ ţví ađ óhlýđnast ćtt­flokka­höfđ­ingjum.

Tilskip­unin R.17 veitir yfir­völdum vald til ađ handtaka menn eftir geđţótta og hafa ţá í gćzlu­varđhaldi án réttar­halda. Löggćzlu­menn í Namibíu og suđur­afrískir lögreglu­foringjar geta ţannig hand­tekiđ án sérstakrar skipunar sérhvern ţann, sem grunađur er um brot gegn reglunum, og haldiđ honum eftir vild, allt ţangađ til hann hefur leyst nógu greiđlega úr öllum spurningum. Í reynd er flestum í varđhaldi meinađ ađ hafa samband viđ skyldfólk sitt og lögfrćđinga. — Skv. tilskipun R.17 geta ţeir, sem ákćrđir eru fyrir óvirđingu viđ höfđingja ćttbálkanna, átt von á nokkurra ára fangelsisdómi.

Ţó ađ nú séu meira en 5 ár frá lokum verkfalls Ovabomanna, sem var tilefni „tilskipunar R.17", hefur hún ekki veriđ felld úr gildi, heldur m.a.s. veriđ látin ná til tveggja annarra hérađa í Namibíu (maí 1976). Auk ţessara löggerninga má nefna „skemmdar­verka­lögin", sem voru tekin upp í Namibíu 1966 og einnig látin verka aftur í tímann. Skv. ţeim er hugtakiđ „skemmdar­verk" mjög víđtćkt. Sex ungir forystumenn SWAPO voru dćmdir til fangelsis­vistar eftir ţessum lögum 1973—74. „Lög um innanlandsöryggi" frá 1976 tóku viđ sem viđbót og útvíkkun á eldri lögum um niđur­bćl­ingu kommúnisma. Međ ţeim má leggja ýmsar tálmanir á frelsi manna, s.s. međ húsleit, takmörkun tjáningar­frelsis, funda- og ferđafrelsis.

Međferđ dómsmála

Allir dómarar og fógetar Namibíu, sem og flestir málafćrslumenn, tilheyra hinum hvíta ninnihluta. „Í framkvćmd beita suđurafrísk yfirvöld hinum víđtćku völdum sínum til geđţóttafangelsana í ţví skyni ađ ráđast gegn og ógna andstćđingum apartheid-stefnunnar og hvítrar mínnihlutarstjórnar í Namibíu og S-Afríku. Flestir ţeirra, sem eru í gćzluvarđhaldi, eru síđar leystir úr haldi án ákćru, ţótt ţeir kunni ađ hafa veriđ í margra mánađa einangrun ..." (skýrsla Amn. Int.).

Áberandi dćmi um óvćgilega málsmeđferđ fyrir dómstólum er réttarhöldin í Swakopmund 1976. Sex Namibíumenn voru ţar sakađir um brot gegn hryđjuverkalögum vegna morđsins á Filemon Elifas, ráđherra í Ovambolandi. Enginn hinna ákćrđu var sakađur um beina ţátttöku í morđinu, en samt voru tveir ţeirra dćmdir til dauđa.

Í Namibíu er skylt ađ beita dauđarefsingu fyrir morđ, nema sér­stakar málsbćtur komi til. Einnig er hćgt ađ kveđa upp dauđadóm fyrir ađra glćpi eins og nauđgun eđa vopnađ rán í ákveđnum tilvikum. Landráđ og vissar pólitískar sakargiftir geta ennfremur haft í för međ sér dauđarefsingu. Lögin um innanlandsöryggi skođa ţađ sem stórglćp ađ gangast undir eđa hvetja ađra til ađ gangast undir hvers kyns „ţjálfun" međ ţađ ađ markmiđi ađ koma fram einhverjum stefnumálum kommúnismans, eins og hann er skilgreindur í lögunum. Jafnframt gera lögin ráđ fyrir möguleika dauđadóms í málum, ţar sem íbúi S-Afríku eđa Namibíu er sakfelldur fyrir ađ hafa bođađ, međan hann var erlendis, íhlutun annarra ţjóđa til ţess ađ hafa áhrif til breytingar eđa til ađ ná fram markmiđum kommúnismans. Skemmdarverka- og hryđjuverkalögin gera einnig ráđ fyrir hugsanlegri beitingu dauđarefsingar. 

Í áđurnefndum réttarhöldum höfđu margir ţeirra, sem ríkisvaldiđ kvaddi til sem vitni, setiđ í varđhaldi meira en 5 mánuđi samfleytt, áđur en ţeir voru látnir bera vitni. Skv. venju ţar í landi var slíkum vitnum tjáđ, ađ ţau myndu sleppa viđ málssókn, ef vćtti ţeirra vćri taliđ fullnćgjandi af réttinum. Samt sem áđur neituđu tvö vitnanna ađ bera vitni fyrir ríkiđ og kváđust hafa veriđ pyntuđ og neydd til ađ skrifa undir falskar yfirlýsingar, međan á varđhalds­vistinni stóđ. Báđir ţessir menn, V. Nkandi og A. Johannes, voru dćmdir til eins árs fangelsis fyrir óvirđingu viđ réttinn. 

Í ţessum réttarhöldum gerđist ţađ einnig, ađ mikilvćg málsskjöl verjenda sakborninganna komust í hendur suđurafrísku öryggis­lögreglunnar fyrir tilstuđlan ţriggja starfsmanna lögfrćđinganna.

„Ţađ eru einmitt ţćttir eins og ţessir — ađ öryggislögreglan beitir valdi sinu yfir varđhaldsföngum til ađ hrćđa ţá til ađ bera vitni og hefur ađstöđu til ađ eyđileggja sönnunargögn verjandanna — sem gefa til kynna hversu einhliđa fyrirkomulag réttarfarsins í Namibíu er orđiđ. Kerfiđ býđur sakborningi upp á litla eđa enga vernd gegn gerrćđisfullum varđhaldsúrskurđum, pyntingum, ógnunum eđa annarri óhćfu, og á sama tíma tekur ţađ sönnunarbyrđina af ríkinu. Dómstólarnir virđast einungis eiga ađ gefa ţessu pólitískt stjórnađa kúgunarkerfi e.k. yfirbragđ heiđarlegs réttarfars."

Engin sakaruppgjöf er leyfđ til handa sakfelldum pólitískum föngum í S-Afríku og Namibíu, jafnvel ţótt dćmdir glćpamenn geti hafa hlotiđ uppgjöf allt ađ ţriđja hluta refsidóma sinna. Sá tími, sem fariđ hefur í varđhaldsvist og biđ eftir dómi, kemur ekki heldur til frádráttar ţeim refsivistartíma, sem dómurinn ákveđur. Ćvilangt fangelsi merkir hjá S-Afríkustjórn ekki 16 ára hámark eins og hér­lendis, heldur bókstaflega skiliđ fangavist allt til dánardags. 16 Namibíumenn afplána nú slíka dóma fyrir pólitískar sakir.

Fjöldi og ađbúnađur pólitískra fanga

Ţeir Namibíumenn, sem hafa veriđ dćmdir fyrir pólitísk afbrot, eru af margvís­legum stétta- og ţjóđernis­uppruna. Flestir núverandi fanga eru stuđningsmenn stćrstu ţjóđ­frelsis­samtakanna, SWAPO. Í árslok 1976 var vitađ um alls 44 Namibíu­menn, sam afplánuđu ţá dóma fyrir pólitískar sakir. Allir utan tveir voru í fangelsum í S-Afríku ţrátt fyrir namibískt ţjóđerni ţeirra og ţá stađreynd, ađ ţeir voru dćmdir fyrir brot framin í Namibíu.

Sl. áratug hafa gengiđ nokkrar öldur pólitískra réttarhalda yfir Namibíu. Ţótt undarlegt megi virđast í ljósi hins aukna skćruhern­ađar í norđurhluta Namibíu eftir lok borgara­stríđsins í Angóla 1976, ţá hefur lítiđ veriđ um réttarhöld, ţar sem handteknir skćru­liđar hafa komiđ viđ sögu. Ţetta kann ađ benda til, ađ skćruliđar, sem nást, séu annađhvort sendir í ótak­markađ varđhald eđa dćmdir á laun.

Ekki er neinn vegur ađ koma tölu yfir ţá, sem sitja um óákveđinn tíma í gćzlu­varđhaldi fyrir pólitískar sakir skv. ýmsum öryggis­lög­um. Yfirvöld í Namibíu gefa ekki upp nöfn varđhalds­fanga né tilkynna ţau fjölskyldum ţeirra um handtökuna. Flestir eru ţessir fangar ţví án sambands viđ umheiminn (incommunicado). Samt er vitađ, ađ 303 menn voru hnepptir í varđhald í Ovambo­landi skv. tilskipun R.17 einni saman 1972. Af ţeim voru einungis 128 síđar ákćrđir og dćmdir. Önnur slík bylgja reiđ yfir Namibíu áriđ 1974, ţegar margir stuđningsmenn ćskulýđssamtaka SWAPO voru teknir höndum, og síđla árs 1975, ţegar yfir 200 međlimir SWAPO og NNC voru settir undir lás og slá eftir morđiđ á fyrrnefndum ráđherra, Elifas.

Flestir pólitískir fangar frá Namibíu eru hafđir í fangelsi á hinni alrćmdu Robben-eyju, fyrir utan Cape Town. Hún var áđur holdsveikra­nýlenda, og ţangađ hefur S-Afríkustjórn löngum sent pólitíska fanga sína. Kven­fangar eru hafđir í fangelsinu í Kroonstad.

Fangarnir frá Namibíu sćta sérstaklega harđneskjulegri međferđ af hálfu yfir­vald­anna. Ţeir eru ađgreindir eftir kynţćtti sínum og hljóta ţeim mun verri ađbúnađ sem dómur ţeirra er ţyngri. Allir fangar S-Afríku­stjórnar eru flokkađir skv. ţjóđfélags­legri eđa pólitískri fortíđ sinni eđa glćpaferli. Fjórir flokkar, A til D, ákvarđa gerđ fćđu, fatnađar og „hlunninda". A.m.k. í byrjun fara flestir pólitískir fangar í D-flokk, lćgsta stigiđ, sem venjulega er ćtlađ marg­földum glćpamönnum.

Fćstir namibískra fanga fá meira en eina heimsókn á ári frá fjölskyldum sínum, sem oftast búa í Ovambolandi, 1500 km frá Robben-eyju eđa Kroonstad. Jafnvel viđ slíkar heimsóknir er mönnum ekki leyft ađ komast í snertingu viđ gesti, heldur fá ţeir ađeins ađ sjást í gegnum glervegg og tala saman um síma.

„Amnesty International telur fangelsis­ađstćđur pólitískra fanga frá Namibíu ákaflega slćmar, ekki ađeins vegna ţess, hve örđugt er um heimsóknir, heldur vegna ţess, ađ markmiđ ţessarar stefnu virđist vera ţađ ađ neita Namibíu­mönnum um sjálfan réttinn til ađ tilheyra ţjóđ sinni."

Ýmsar fleiri hömlur eru lagđar á fangana, s.s. međ ritskođun allra bréfa og banni viđ notkun útvarps og blađa, svo ađ ţeim berist engar fréttir af gangi stjórn­málanna.

Vegna hins lélega fćđis og kalda loftslags á Robben-eyju er vitađ, ađ margir fangar búa viđ mjög slćmt heilsufar.

(Framhald í 3. grein, sem birtist hér vćntanlega ekki seinna en á ţriđjudaginn kemur og nefnist Siđlaus harđstjórn og úrrćđi gegn henni, Mbl. 11.8. 1977.)

Međ ţessari 2. Namibíugrein minni birtist ein mynd, af ţýzku minnismerki í Swakopmund, sem ég nć ekki ađ afrita af Timarit.is-vefnum, en hér undir er mynd af sama minnisvarđa, og texti minn var eftirfarandi:

Hermanna-minnisvarđi í Swakopmund. Til minningar um ţýzka sjóliđa, sem Vilhjálmur II. keisari sendi til Namibíu, sem ţá var ţýzka nýlendan Suđvestur-Afríka. Hermenn­irnir voru sendir til ađ berjast gegn forfeđrum svarta garđyrkju­mannsins, sem ţarna stendur [hann sést reyndar ekki á ţessari mynd, en HÉR sést hann!], og landsmönnum hans.

Tengd mynd

Minna má hér einnig á grein mína í Tímanum 20. maí 1988:

Um ástandiđ í Suđur-Afríku og nauđsyn viđskiptabanns (heilsíđu­grein; myndađi áđur í skemmri gerđ hluta útvarps­erindis míns á Rúv ‘um daginn og veginn’, en hér međ allýtarlegri heimildaskrá). Hćgt er, á tilvísađri vefsíđu međ greininni, ađ sjá hana stćrri og lćsilegri, međ ţví ađ smella ţar (helzt tvívegis) á plús-merki sem kemur í ljós, sé fariđ međ bendilinn neđarlega í hćgra horniđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband