Kvöldferđ í Kjósina


         Einn er ég kominn ofan úr Kjós.
         Angandi land í sumarskrúđi,
         hafaldan bláa og himnaljós,
         hćverska lóan og spóinn prúđi
         áttu minn hug og Arnór minn,
         andans frábćri vinurinn.
   
         Allt er í heimi hverfult víst,
         hann á ađ minnka, en Guđ ađ stćkka.
         Allt böl af falli Adams hlýzt.
         Ć, ég veit brátt mun vinum fćkka.
         Samt hef ég lifađ langt og gott
         lífsskeiđ og fundiđ ţinn náđar vott.
   
         Taktu í ţínar hendur hann,
         heitur sem vill ţér lúta, virđa.
         Styrk hann, og sigra sérhvern ţann,
         saklaus sem ófćdd börn vill myrđa.
         Gefđu´honum raust á efstu árum,
         iđrandi´ ađ snúi´hann ţjóđ í tárum.
   

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđsteinn Haukur Barkarson

Fallegt ljóđ Jón Valur, ég geri ráđ fyrir ţví ađ ţetta sé frumsamiđ. Ef svo er, ţá er ţetta glćsileg lofgjörđ til frelsara okkar, Jesú Krists. Guđ blessi ţig bróđir.

Guđsteinn Haukur Barkarson, 5.7.2007 kl. 11:10

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Samiđ í nótt eftir fallega ferđ um Kjósarskarđ, Kjós, Hvalfjörđ og Kjalarnes í blíđskaparveđri. Heimkomnum mćtti mér svo magnađ tungliđ yfir endanum á götu minni. Gekk ţá nokkurn spöl, var samt ekki kominn međ nema 2-3 línur úr 1. versi, ţegar ég fór inn, en síđan rann ţetta fram á lyklaborđ tölvunnar. Ekkert meistarastykki, en smá-tjáning eftir góđa ferđ međ viđkomu hjá vini.

Jón Valur Jensson, 5.7.2007 kl. 12:17

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, og ţakka ţér góđa kveđju ţína, bróđir í Kristi.

Jón Valur Jensson, 5.7.2007 kl. 12:18

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Minnt er á, ađ ţeir sem skilja hér eftir athugasemdir, eiga ađ gera ţađ undir réttu nafni. Annađ tollir ekki inni.

Jón Valur Jensson, 5.7.2007 kl. 22:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband