Séra Sigurđur skáld í Holti


        Nćrfellt liđiđ ár er eitt
        frá aldar ţinnar fyrsta degi.
        Einatt hafđi sál ţín seitt
        sefa minn. Í austurvegi
        skín viđ himni háleit, björt
        hróđri vafin jökladrottning.
        Ţar hjá Katla, ţar hjá ört
        ţitt nam krauma brjóst í lotning.
  
        Undur lífs og eilíf rök
        andann fýsti' ađ skilja' og lćra...
        Vorsins kliđ og vćngjatök
        veittist betr í ljóđ ađ fćra.
        Bjargsins máttku, djúpu dul
        og dagsins ljóma' á sólarhlađi,
        fjallablómin fögur, gul
        fangađir ţú á hvítu blađi.
  
        Hlust viđ innstu hrífur nú
        hlýr og dimmur andans rómur.
        Rétt til getiđ - ţađ ert ţú,
        en Ţórđar frćnda orgelhljómur
        sćtar enn mér syngur ţó
        og sálmar ykkar kórćfinga
        í hreiđri ţví, sem Hanna bjó
        ţér, heiđursklerkur Eyfellinga.
  
        Mannsins vinur hjartahreinn,
        hásal Drottins gista máttu.
        Tryggđamál ţín tefji' ei neinn,
        trúarbćn ţá heyrast láttu
        mćlta fram fyrir mína ţjóđ:
        Međan anda nokkur lungu,
        tali' hún, syngi og listaljóđ
        lćri á ţinnar móđur tungu.
  

-------------------

Ljóđiđ er ort í minningu séra Sigurđar Einarssonar í Holti undir Eyjafjöllum, en hjá honum og Hönnu konu hans var höfundurinn í sveit á unga aldri. Ţórđur frćndi er Ţórđur Tómasson, ţá ţegar sagnamađur mikill og rithöfundur og síđar safnvörđur í Skógum, en hann átti ţá heimili í Vallnatúni í nágrenni Holts og kenndi sig löngum viđ ţann bć. Var Ţórđur organisti sveitarinnar, og fóru kórćfingarnar fram viđ orgeliđ í stofu ţeirra Holtshjóna. Hann var frćndi ömmu minnar Valdísar Jónsdóttur, en sjálf var hún uppeldissystir Hönnu Karlsdóttur, konu séra Sigurđar, og var ţađ hin heppilega ástćđa sumardvalar minnar hjá ţessum ógleymanlegu afburđahjónum.

(Ljóđ ţetta birtist áđur í Lesbók Morgunblađsins 6. nóv. 1999.)

Menn hafa vćntanlega veitt eftirtekt stuttri klausu um Sigurđ Einarsson í Fréttablađinu 29. okt. sl. (bls. 18), ásamt mynd. Ţar er hann kallađur "skáld, rćđuskörungur og pólitíkus, sem oft talađi í útvarpiđ," og höfđ eftir honum ţessi ágćtu orđ: "Íslenzk ćttjarđarást er ađ ţví leyti auđkennileg, ađ í hana er sáralítiđ ofiđ af hatri og beizkju til annarra ţjóđa."

Sigurđur var fćddur ađ Arngeirsstöđum í Fljótshlíđ 29. október 1898, en lézt í Reykjavík 23. febrúar 1967. Hann varđ stúdent utan skóla frá Menntaskólanum í Reykjavík 1922 og cand. theol. frá Háskóla Íslands 13. febrúar 1926. Var hann sóknarprestur í Flatey á Breiđafirđi frá sumri 1926 til hausts 1927. Kynnti sér uppeldis- og skólamál á Norđurlöndum og í Ţýzkalandi 1928-29 og fór fleiri utanferđir til náms og annars. Eftirlitsmađur međ kennslu í ćđri skólum 1929-30, kennari viđ Kennaraskólann frá 1930, dósent í guđfrćđi viđ Háskóla Íslands 1937-1944, skrifstofustjóri frćđslumálaskrifstofunnar frá 1944, tíđindamađur Ríkisútvarpsins frá ársbyrjun 1931, fréttastjóri ţar 1939-41. Landskjörinn alţingismađur (fyrir Alţýđuflokkinn) 1934-37. Sóknarprestur í Holti undir Eyjafjöllum 1946-dd. Kom hann víđa viđ í félagsmálum, var m.a. formađur Jafnađarmannafélags Íslands 1931-34. Ljóđabćkur hans voru: Hamar og sigđ 1930, Yndi unađsstunda, 1952, Undir stjörnum og sól, 1953, Yfir blikandi höf, 1957, og Kvćđi frá Holti, 1961. Hann á sjö ljóđ í safnritinu Íslenzk ljóđ 1944-1953 (útg. Menningarsjóđur, Rv. 1958), ţar á međal hiđ fagra og eftirminnilega 'Kom innar og heim', og átta í nćstu bók, Íslenzkum ljóđum 1954-1963 (1972). Fleiri frumsamin rit liggja eftir hann, m.a. Kristin trú og höfundur hennar (1941), Íslenzkir bćndahöfđingjar (1951) og ein síđasta stóra bókin: För um fornar helgislóđir (1959, ferđaminningar frá Egyptalandi, Líbanon, Sýrlandi, Jórdaníu og Ísrael), einnig fjöldi greina í blöđum og tímaritum. Hann var listamađur orđs og tungu, ţýddi einnig fjölda bóka, m.a. Talleyrand eftir Cooper, Byron lávarđ eftir André Maurois, Salóme og Myndina af Dorian Gray eftir Oscar Wilde, einnig varnađarrit til Evrópumanna: Á bak viđ tjaldiđ eftir Douglas Reed og Örlaganótt yfir Eystrasaltlöndum eftir Ants Oras (1955), en Sigurđur var mikill fylgismađur varnarbandalags gegn ágangi kommúnismans í Evrópu. Hann hlaut gullstjörnu Stúdentafélags Reykjavíkur 1955 og 1. verđlaun í samkeppni um hátíđarljóđ í tilefni af 900 ára afmćli biskupsstóls í Skálholti 1956. Sigurđur var yfirburđa­mađur í flestum efnum, vinsćll og vinmargur.

Bókin Yndi unađsstunda ber sama heiti og eitt ljóđanna í bókinni, sem er mér kćrt umfram önnur, ţví ađ ţađ orti hann viđ brúđkaup foreldra minna 1947.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Sćll Jón Valur.

Virđing mín fyrir sr. Sigurđi er djúp og mikil eđli máls samkvćmt,  ţví hann var minn sóknarprestur og skírđi mig sem barn. Svo vill til ađ Ţórđur í Skógum er líka frćndi minn fram í ćttir ţ.e. Miđbćlisćttinni ađ mig minnir.

kv.gmaria.

Guđrún María Óskarsdóttir., 1.11.2007 kl. 01:07

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţökk fyrir ţetta, Guđrún María. Viđ Ţórđur frá Vallnatúni eigum sameiginlega forfeđur í langfeđgum hans á Moldnúpi, sem voru í föđurkyni langömmu minnar Kristínar Ţorláksdóttur (d. um 1950) frá Galtastöđum í Flóa.

Jón Valur Jensson, 1.11.2007 kl. 10:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband