Rökstuđningur Árna Mathiesen er lélegur brandari

Menn áttu kannski ekki á miklu von ... en ţessu?! Ótrúlegt hvađ ráđherra býđur fólki upp á. Rúml. 4ra ára störf Ţorsteins Davíđssonar sem ađstođarmanns ráđherra eiga ađ gera hann hćfari en gćđaflokks hćstaréttarlögmenn sem dómara! Margt af hinu, sem nefnt er í 'rökstuđningnum', hefur harla litla ţýđingu fyrir störf dómara. En allt skal tínt til, m.a.s. ţađ, ađ Ţorsteinn sitji í úthlutunarnefnd bókmenntaverđlauna Tómasar Guđmundssonar! Hvađ gerđi hann annars svo tilvalinn í ţá nefnd? Aldrei hef ég séđ stafkrók frá honum um bókmenntir, og má ţó vel vera, ađ hann kunni ađ njóta ţess ađ setjast međ bók í hönd, en gerir ţađ hann eitthvađ tilvaldari en ađra sem dómaraefni?!

Fram kom í fréttum Útvarpsins, ađ ráđherra segi ađ fjölbreytt reynsla Ţorsteins og ţekking, ekki síst vegna starfa sem ađstođarmađur Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráđherra, um rúmlega 4 ára skeiđ, geri hann hćfastan umsćkjenda [sic] um embćtti dómara. Í ţví starfi hafi hann öđlast reynslu af stjórnun og skipulagningu starfa, ţađ hafi jafnframt reynt á allar hliđar lögfrćđi, stjórnsýslurétt, löggjafarstarf, stjórnun ráđuneytis, fjárreiđur ríkissjóđs og einstakra stofnana og krafist samskipta viđ ótal ađila innlenda sem erlenda.

"Reynt á allar hliđar lögfrćđi"? Ég held, ađ reyndir menn á lögfrćđisviđi láti nú segja sér ţađ tvisvar. Og hafđi ekki ráđuneytiđ sinn ráđuneytisstjóra? Og hvađ koma fjárreiđur ríkissjóđs dómarastörfum viđ? En hvađ snertir samskipti Ţorsteins viđ "ótal ađila innlenda sem erlenda", ţá vona ég bara, ađ ţau hafi veriđ ánćgjuleg. Ađ ţau bćti eitthvađ upp á fyrir hann, sem lenti í 3. klassa hjá umsagnarnefnd um umsćkjendur, međan ţrír lentu í 1. klassa, ţađ get ég ekki ímyndađ mér.

Um önnur störf Ţorsteins sem ađstođarmanns dómara og nú síđast sem ađstođarsaksóknara og deildarstjóra viđ embćtti lögreglustjórans í Reykjavík segir ađ hann hafi á 8 ára löngum starfsferli sínum hlotiđ ágćta ţekkingu á íslensku réttarfari og góđa innsýn í iđkun ţess.

Gott og vel, ţótt skammvinn ţjónusta virđist ţetta vera í dómstólamálum. En hvađ um hina umsćkjendurna ţrjá, sem Pétur Kr. Hafstein og ađrir í dómsnefndinni mátu í bezta gćđaflokki? Höfđu ţeir eitthvađ síđri ţekkingu á íslenzku dóms- og réttarkerfi? Ekkert kemur fram um ţađ í 'rökstuđningi' Árna fjármálaráđherra, enda var ţar ekki boriđ viđ ađ bera saman hćfni umsćkjendanna. Og hvernig getur hann ţá, án slíks ýtarlegs samanburđar, úrskurđađ (eins og hann gerđi), ađ Ţorsteinn Davíđsson sé "hćfastur umsćkjenda"? Er ţetta einhver allsherjar-farsi?

Nefndastörf önnur eru fram talin:

Jafnframt er tekiđ fram í rökstuđningi ráđherra ađ Ţorsteinn hafi gegnt veigamiklum nefndarstörfum á vegum hins opinbera. Međal annars í samstarfshópi um löggćslumál í Reykjavík, í innflytjendaráđi og flóttamannaráđi og frá ţví í júní, síđastliđnum, sem varamađur í yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördćmis norđur vegna alţingiskosninga. Hann sitji jafnframt í dómnefnd Bókmenntaverđlauna Tómasar Guđmundssonar og hafi víđtćka reynslu af félagsstörfum.

Merkileg reynsla, ađ hafa í liđlega hálft ár veriđ varamađur í yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördćmis norđur, ţegar hún hafđi varla nokkuđ ađ gera! Og hin nefndastörfin, sem ţarna er getiđ, hvađ gerđi Ţorstein svona tilvalinn í ţau, og hvađ geta ţau kennt honum sem dómara og sett hann skör ofar ţaulvönum og miklu betur hćfum umsćkjendum (ađ mati flokksbróđur hans, fyrrverandi sýslumannsins og hćstaréttardómarans Péturs Kr. Hafstein)?

Ţá sé hann ágćtur íslenskumađur, eigi auđvelt međ ađ setja fram skýran lögfrćđilegan texta og hafi góđan hćfileika til ađ greina ađalatriđi frá aukaatriđum.

Ćtli hinir kunni ţađ? Ég spyr ég nú bara (um einn ţeirra kemur ţađ reyndar fram hér). Árni M. mćtti spyrja sig ţess sama, ef hann vill vera međ einhvern samanburđ eđa mannjöfnuđ, en ţađ kaus hann reyndar ekki nema međ ţví ađ klykkja ţessu glannalega út í lokin í 2–7 orđum ("... geri hann hćfastan umsćkjenda um embćtti dómara").

Gott er ađ vera glöggur mađur, Árni, og gleggri en ţeir lögfróđu á ágćti umsćkjenda um ćđstu dómaraembćtti. Mađur hefđi raunar búizt viđ, ađ Árni bćri fyrir sig álit einhverra lögfrćđimenntađra sérfrćđinga, sem hefđu veriđ honum innan handar til ráđgjafar um ţetta. En ekkert bólar á ţví í ţessum fréttum Rúv og Mbl.is. 

Eđlilegt má telja, ađ leitađ verđi til umbođsmanns Alţingis um álit á ţessari embćttisveitingu, eins og Guđmundur Kristjánsson hrl. hyggst gera, en hann "gefur lítiđ fyrir rökstuđning Árna Mathiesen, setts dómsmálaráđherra" (Ruv). Sömuleiđis kom fram í fréttum útvarpsins (Rúv) kl. 18 í kvöld, ađ matsnefndin, sem Pétur Kr. Hafstein er formađur fyrir, ćtlar ađ kynna sér rökstuđning ráđherrans og "íhuga síđan stöđu sína."

Já, ţetta eru alvarleg mál, en ţađ finnst ţeim reyndar ekki, sem telja, ađ sá flokkur og ráđherra, sem fari međ ákveđin ráđuneyti, megi nota ţau ađ vild til ađ koma "sínum mönnum" áfram. Ţađ verđur fróđlegt ađ sjá og heyra, hver verđa viđbrögđ Dómarafélagsins (sem ţarf ţó vitaskuld ađ vera ópólitískt) og Lögfrćđingafélagsins viđ ţessum gerningi, ţegar gengiđ er fram hjá viđurkenningu kollega ţeirra á yfirburđahćfni ţriggja umsćkjenda, en sá hins vegar, sem var tveimur flokkum neđar í hćfnismatinu og ţađ bráđungur í ţokkabót, hafi veriđ valinn sem einn ţriggja helztu dómara Norđurlands eystra og Austurlands.

-------

Hér verđur opin umrćđa um ţessa vefgrein til kl. 1 í nótt, en síđan aftur fyrir hádegi á morgun. Einnig má vísa hér til fyrri vefgreinar minnar (22. des.) um ţetta mál: Hneykslanleg stöđuveiting hérađsdómara ađ mínu mati – og fjörugrar umrćđu ţar í kjölfariđ. 


mbl.is Dómsmálaráđherra skilar rökstuđningi fyrir ráđningu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ţessi rökstuđningur hans heldur engan vegin og er honum engan vegin til framdráttar og svo bendi ég á ţađ í grein, sem ég er ađ vinna og set á eftir á bloggiđ mitt, ađ međ ţessu er veriđ ađ fara á skjön viđ sjálfa stjórnarskrána.  Hefur engum dottiđ í hug ađ skođa ţann flöt á málinu?

Jóhann Elíasson, 9.1.2008 kl. 00:37

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisvert, Jóhann, ég hlakka til ađ lesa ţađ (smelliđ ţá á bláu línuna hans Jóhanns, lesendur). – En almennt ţykir mér, ađ ráđherrar eigi ađ sjá ţađ sem skyldu sína ađ velja bezt hćfu mennina í embćttin, ekki bara einhvern af ţeim, sem taldir eru ná ţví ađ vera hćfir.

Jón Valur Jensson, 9.1.2008 kl. 00:57

3 Smámynd: Theódór Norđkvist

Alveg sammála, Jón og takk fyrir ađ koma inn í umrćđurnar hjá Guđsteini, sárvantađi stuđning í baráttuna ţar.

Mér finnst reyndar hafa vantađ mikiđ inn í umrćđuna hver bakgrunnur hinna umsćkjandanna er. Árni minnist ekki á ţađ í sínum rökstuđning, sennilega af ţví hann veit ađ ţađ grefur undan trúverđugleika hans. 

Ţessi stöđuveiting lyktar af spillingu, gćti jafnvel sprengt ríkisstjórnina, ásamt frekar vafasömum ráđningum Samfylkingarinnar, sem virđist ekkert gefa samstarfsflokknum eftir í einkavinaráđningum. 

Theódór Norđkvist, 9.1.2008 kl. 01:17

4 Smámynd: Rósa Ađalsteinsdóttir

Sćll Jón Valur. Ţađ er stćk lykt af ţessum ráđningamálum, bćđi hjá Árna og Össuri. Ţađ er ekki sama hvort ég vćri dóttir Davíđs Oddsonar eđa Ađalsteins Sigurđssonar ef ég vćri ađ sćkja um eitthvađ mikilvćgt starf. Mér finnst reynsla Ţorsteins vera minnst af ţessum umsćkjendum. Ég sé ađ ţađ er nóg ađ gera á síđunni hjá Guđsteini. Guđ blessi ykkur ađ standa vörđ um Guđs heilaga orđ. Shalom.

Rósa Ađalsteinsdóttir, 9.1.2008 kl. 01:36

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kćrar ţakkir fyrir athugasemdir ykkar, Theódór og Rósa.

Jón Valur Jensson, 9.1.2008 kl. 08:51

6 Smámynd: Stefán Friđrik Stefánsson

Ţetta er mjög lélegur rökstuđningur, vćgast sagt. Hélt ađ ráđherrann hefđi meira í höndunum. Ţetta eru vonbrigđi. Ţetta er ekki gott fyrir Ţorstein, sem er hinn vćnsti mađur. Hann gerđi bara ţađ ađ sćkja um og fá. Ţađ er fjarstćđa ađ kenna honum um ţetta, eins og sumir hafa gert. Ţetta er mál ráđherrans. En ţađ ađ tína setu í bókmenntadómnefndinni fannst mér fyrir neđan allt, segi ţađ hreint út.

Stefán Friđrik Stefánsson, 9.1.2008 kl. 09:20

7 Smámynd: Stefán Friđrik Stefánsson

Leiđr: tína til, meina ég auđvitađ í síđustu línu.

mbk.

Stefán Friđrik Stefánsson, 9.1.2008 kl. 09:22

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér fyrir ţetta, Stefán. Ég er sammála ţér, ađ ţađ er ekki hćgt ađ áfellast Ţorstein fyrir ađ sćkja um, hann gat ekki vitađ ţađ fyrir fram, hvort eđa hverjir ađrir sćktu um. Hann hafđi ţó fćri á ađ draga sig í hlé, ţegar í ljós kom, hve miklu hćrra dómnefndin mat ţrjá ađra umsćkjendur. Honum hefđi bara veriđ virt ţađ til vegsemdar og hans tími komiđ síđar, ađ fenginni meiri reynslu og réttindum.

Jón Valur Jensson, 9.1.2008 kl. 09:35

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í frétt 24 stunda í dag, bls. 2, kemur reyndar fram, ađ 'Ţorsteinn [Davíđsson] íhugar stöđu sína' ekkert síđur en hćfisnefndin, sem fór yfir umsóknirnar. Ţetta er góđs viti ađ mínu áliti.

Í frétt Morgunblađsins í dag, bls. 8, eru nefnd atriđi úr rökstuđningi Árna ráđherra, sem ég var ekki međ í greininni hér ofar:

"Ţar segir ađ Ţorsteinn hafi lokiđ laganámi međ 1. einkunn áriđ 1999 og hlotiđ réttindi til málflutnings fyrir hérađsdómi áriđ 2005."

Hér sést, ađ hann hefur ekki hćstaréttarlögmanns-réttindi, sem a.m.k. Guđmundur Kristjánsson hefur. Eins og segir í Rúv-fréttinni, hefur Guđmundur "um 12 ára skeiđ fengist viđ dómarastörf sem fulltrúi sýslumanns og bćjarfógeta og veriđ setudómari í nokkrum málum. Ţá hafi hann í rúm 20 ár veriđ viđ lögmanns- og lögfrćđistörf, ţar sem reyni á ţekkingu á starfsemi dómstóla og réttarfar. Hann hafi ađ auki reynslu af stjórnunarstörfum undir yfirstjórn sýslumanns."

Í sömu frétt segir og (međ innskoti jvj):

"Lúđvík Bergvinsson, [lögfrćđingur og] ţingflokksformađur Samfylkingarinnar, kallađi á dögunum eftir rökstuđningi ráđherra fyrir skipun Ţorsteins. Nú segir Lúđvík ljóst, ađ ráđherra leggi megináherslu á starf hans sem ađstođarmađur ráđherra, sem sé í andstöđu viđ mat nefndarinnar. Ţađ sé ţví ágreiningur milli ráđherrans og nefndarinnar um ţađ atriđi."

Jón Valur Jensson, 9.1.2008 kl. 10:17

10 Smámynd: Ţorsteinn Egilson

Ţorsteinn Davíđsson er ugglaust vćnzti drengur. Hins vegar hefur mađur sterklega á tilfinninunni ađ stađa hans og skjótur framgangur innan kerfisins sé ekki međ öllu óháđur áhrifavaldi föđur hans. Og um ţađ er hann  bezt allra međvitađur.
En fyrst minnst er á (í tengzlum viđ Árna/Björns/Davíđs-máliđ) ráđningarmál Össurar (orkumál og ferđamál) ţá hefur hann í sínum tilfellum ráđiđ einn ţeirra umsćkjenda sem skipađ var í efsta hćfnisflokk "ţartilgerđrar nefndar" og ţess vegna lítiđ um ţađ ađ segja. -Ţađ gildir ekki um ráđningu Ţorsteins Davíđssonar.

Ţorsteinn Egilson, 9.1.2008 kl. 11:07

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér ţetta innlegg, Ţorsteinn.

Hér verđur svo gert hlé á umrćđunni ţar til síđar í dag. 

Jón Valur Jensson, 9.1.2008 kl. 12:34

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í frétt kl. 18 í Rúv. (sem uppfćrđ er á vef Rúv. kl. 18:20) er skipun dómarans kölluđ "óvönduđ stjórnsýsla". Ţar segir ennfremur:

Nefndin sem metur hćfi umsćkjenda um embćtti dómara gagnrýnir Árna Mathiesen, settan dómsmálaráđherra, harđlega fyrir ađ skipa Ţorstein Davíđsson í embćtti hérađsdómara. Nefndin kallar ákvörđun ráđherrans óvandađa stjórnsýslu, ómálefnalega ákvörđun og segir hana ganga í berhögg viđ markmiđ um sjálfstćđi dómstóla.

Jón Valur Jensson, 9.1.2008 kl. 18:54

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er meira um yfirlýsingu nefndarinnar (leturbr. jvj):

  • Matsnefndin fundađi síđdegis vegna ţessa máls, ţar var tekin saman greinargerđ sem send hefur veriđ dómsmálaráđherra, fjármálaráđherra, Hćstarétti, Dómarafélaginu og Lögmannafélaginu. Í henni segir ađ ţó umsögn nefndarinnar bindi ekki hendur ráđherra séu engin fordćmi fyrir ţví ađ svo verulega hafi veriđ gengiđ á svig viđ álit hennar. Bent er á ađ í rökstuđningi Árna Mathiesen sé engin tilraun gerđ til ađ rökstyđja hvers vegna ađstođarmannsstörf Ţorsteins, sem dómnefnd hafi lagt mat á, eigi ađ vega ţyngra í mati á hćfni umsćkjenda en allt ţađ sem ađrir umsćkjendur hafa til brunns ađ bera. Ekki sé minnst á 35 ára starfsferil eins umsćkjanda sem allur tengist dómstólum eđa margra ára framhaldsnám annars umsćkjanda sem uppskar tvćr meistaragráđur í lögfrćđi viđ erlenda háskóla. Jafnframt er gerđ athugasemd viđ ađ í rökstuđningi sé sagt ađ Ţorsteinn eigi auđvelt međ ađ setja fram skýran lögfrćđilegan texta. Ţá ályktun megi ekki draga af umsókn hans. 

Jón Valur Jensson, 9.1.2008 kl. 19:17

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţetta síđasta í innleggi mínu (úr Rúv-fréttinni) getur kannski misskilizt, og ţví er bezt ađ vitna beint í greinargerđ nefndarinnar ţar um:

  • Ţá verđur ađ setja sérstakan fyrirvara viđ ţá ályktun ráđherra, sem ekki verđur dregin af umsóknargögnum, ađ Ţorsteinn „eigi auđvelt međ ađ setja fram skýran lögfrćđilegan texta.“ Um ţetta sagđi í umsögn dómnefndar um Ţorstein: „Umsćkjandi hefur ekki lagt fram höfundarverk af einhverju tagi svo ađ meta megi tök hans á íslensku máli og rökhugsun viđ úrlausn vandasamra lögfrćđilegra verkefna og hefur hann ekki bćtt úr ţessu frá fyrri umsókn sinni um dómaraembćtti.“

Greinargerđin er öll birt á ţessari vefslóđ Ruv.is, og hvet ég menn til ađ lesa hana og rćđa máliđ hér í kvöld.

Jón Valur Jensson, 9.1.2008 kl. 19:24

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Upplýsandi er eftirfarandi málsliđur í greinargerđ nefndarinnar (Péturs Kr. Hafstein, Eggerts Óskarssonar og Bjarna S. Ásgeirssonar, sem leysti sem varamađur Láru V. Júlíusdóttur af í nefndinni;  hún "vék sćti í ţessu máli," en "er samţykk greinargerđinni"), sem fjallar um grundvallarforsendur fyrir hćfnismati dómnefndarinnar og sýnir vel, ađ flokkunarreglur hennar eru alls ekki nýtilkomnar, eins og sumir hafa ţó viljađ ímynda sér (leturbr. nefndarinnar):

  • Um störf dómnefndarinnar gilda auk 12. gr. dómstólalaga reglur nr. 693/1999. Í 5. gr. ţeirra er sú skylda lögđ á nefndina ađ setja fram í skriflegri umsögn um umsćkjendur annars vegar rökstutt álit á hćfni hvers umsćkjanda og hins vegar rökstutt álit á ţví hvern eđa hverja nefndin telji hćfasta og eftir atvikum láta koma fram samanburđ og röđun á umsćkjendum eftir hćfni. Í 7. gr. reglnanna kemur fram ađ umsögn nefndarinnar sé ekki bindandi viđ skipun í embćtti hérađsdómara. Ţá hefur nefndin í samrćmi viđ heimild í 4. gr. reglnanna sett sér ákveđnar verklagsreglur viđ mat á umsóknum um embćtti hérađsdómara, sem dómsmálaráđherra stađfesti 23. mars 2001. Ţar eru tilgreind ýmis atriđi, sem hafa ber til hliđsjónar viđ matiđ, svo sem starfsreynsla, frćđileg ţekking, almenn og sérstök starfshćfni auk formlegra skilyrđa. Dómnefnd hefur haft ţann háttinn á um árabil, sem athugasemdir hafa aldrei veriđ gerđar viđ, ađ skipa umsćkjendum í lok rökstuđnings í fjóra flokka: Ekki hćfur, hćfur, vel hćfur og mjög vel hćfur. Ţá hefur nefndin ýmist rađađ hinum hćfustu í töluröđ eđa taliđ tvo eđa ţrjá hćfasta án ţess ađ ástćđa hafi veriđ talin til ađ gera upp á milli ţeirra. Faglegt mat dómnefndar um hćfni umsćkjenda um dómaraembćtti hlýtur öđru fremur ađ taka miđ af hlutlćgum mćlikvörđum ţótt orđstír umsćkjenda í námi, störfum og frćđiiđkunum hafi óhjákvćmilega áhrif á matiđ, sem er heildarmat á ferli umsćkjenda.

Og framhaldiđ er ţetta og segir mikiđ í framangreindu ljósi (lbr. dómnefndar):

  • Dómnefnd skipađi ađ ţessu sinni fimm umsćkjendum í tvo flokka af fjórum. Í efsta flokki voru ţeir Guđmundur Kristjánsson hćstaréttarlögmađur, Halldór Björnsson ađstođarmađur hćstaréttardómara og Pétur Dam Leifsson lektor og taldi dómnefnd ţá mjög vel hćfa til ađ gegna dómaraembćtti. Enginn umsćkjenda var settur í flokkinn vel hćfur en hina tvo umsćkjendurna setti dómnefnd í ţriđja flokkinn og taldi ţá hćfa til ađ gegna embćtti hérađsdómara. Sá sem hlaut skipun, Ţorsteinn Davíđsson, var annar ţeirra.

Jón Valur Jensson, 9.1.2008 kl. 19:38

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér innleggiđ, Ţrymur. Ađ ţér sótti hlátur mikill, ţegar ţú renndir yfir fréttina um rökstuđning Árna, segirđu – mér datt einmitt í hug ađ skella ţessu í undirflokkinn 'Spaugilegt', ţegar ég var ađ efnisflokka pistil minn, en lét ekki verđa af ţví, ţar sem menn gćtu misskiliđ ţađ svo, ađ ég vćri ađ henda gaman ađ Ţorsteini. Ţađ er mér alls ekki í hug, en hitt veit ég, ađ Árni er mikill spaugari. Hér missti hann ţó marks, og mćtti segja mér, ađ margir óbreyttir Sjálfstćđismenn sem ađrir útvarps- og sjónvarpshlustendur séu í 'sjokki' eftir kvöldfréttirnar.

Jón Valur Jensson, 9.1.2008 kl. 19:47

17 Smámynd: Rósa Ađalsteinsdóttir

Sćll Jón Valur. Ţetta er alfariđ ákvörđun Árna og ég bara skil ekkert í honum ađ leyfa sér svona vinnubrögđ. Ţorsteinn átti rétt eins og ađrir ađ sćkja um. Hann er sjálfsagt ágćtur en hinir umsćkjendurnir voru međ meiri menntun og eins starfsreynslu. Ţađ er fnykur af ţessu. Heyrumst síđar.

Rósa Ađalsteinsdóttir, 9.1.2008 kl. 19:55

18 Smámynd: Rósa Ađalsteinsdóttir

Sćl öll. Guđlaugur, fariđ hefur fé betra  Flott innlegg hjá ţér.

Rósa Ađalsteinsdóttir, 9.1.2008 kl. 23:36

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ykkur öllum ţessi innlegg.

Takk, Árni. Grein Jóhanns Elíassonar hefur veriđ á netinu í dag; ég vísađi hér međ á hana (og sjálfur á ég ţar á eftir ţessa aths.).

Ţakka ţér, Rósa. Skorinorđ ertu.

Ţakka ţér líka, Guđlaugur. En ég veit nú ekki međ forspá ţína, er ekki viss um, ađ kaupin gangi svona á eyrinni í valhöllum heimsins. Hitt get ég gert, ađ mćla međ vefsíđu ţinni, pistlar ţínir slógu mig svo, sem meitlađir og skynsamlegir, ađ ég óskađi strax eftir ađ verđa bloggvinur ţinn; ţađ bođ hefur ţú ţekkzt, og vertu velkominn í hópinn, og láttu bara ađ ţér kveđa á Moggablogginu, ţar vantar alltaf fleiri ritfćra og ráđagóđa menn til ađ vega upp ýmislegt annađ ...

Jón Valur Jensson, 10.1.2008 kl. 00:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband