Birgi Ármannssyni finnst nýju fötin keisarans fara Árna Mathiesen vel

Kastljósumrćđa í gćrkvöldi einkenndist af átökum. Siv Friđleifsdóttir gagnrýndi harđlega skipun Árna Mathiesen á Ţorsteini Davíđssyni í dómaraembćtti, en Birgir stóđ blýfastur fyrir og síendurtók "rétt" ráđherrans og tiltrúnađ sinn á ákvörđun hans. Sú trú hlýtur ţó ađ hanga á nástrái.

Birgir kvađst tjá sig ţarna um málin "ađ ţví marki sem ég hef forsendur til," eins og hann sagđi og síđan í beinu framhaldi:

Nú hef ég ekki haft ađgang ađ öllum gögnum málsins og get ţess vegna ekki tjáđ mig um samanburđ umsćkjenda og annađ sem skiptir máli ţegar ráđherrar eru ađ taka sína afstöđu. Ég verđ ađ játa ţađ, ađ mér finnst málflutningur fjármálaráđherra í ţessu máli mjög sannfćrandi. [...] [sic]

Ţađ er merkilegt, hvernig Birgir kýs ađ fara langt fram úr sér í ţessum tveimur samliggjandi setningum! Annars vegar "get[ur hann] ekki tjáđ [s]ig um samanburđ umsćkjenda og annađ sem skiptir mál," en hins vegar "finnst [honum] málflutningur fjármálaráđherra í ţessu máli mjög sannfćrandi"!!! Hvernig getur Birgir Ármannsson lýst málflutning ráđherrans "mjög sannfćrandi", ţegar hann segist sjálfur hafa takmarkađar forsendur til ađ tjá sig um samanburđ umsćkjenda, enda ekki međ "ađgang ađ öllum gögnum málsins"? Hvernig geta fullyrđingar ráđherrans um yfirburđi Ţorsteins yfir hina umsćkjendurna (hann sagđist telja Ţ.D. hćfastan) sannfćrt nokkurn mann, međan ţeir hafa ekki öll samanburđargögnin og sérstaklega ekki neina skilmerkilega útlistun ráđherrans á ţví, hvađ geri átta og hálfs árs feril Ţorsteins merkilegri en 35 ára fagstörf Guđmundar Kristjánssonar hrl.? Er ekki máliđ ţađ, ađ Birgir Ármannsson kann ekki viđ ađ segja, ađ keisarinn sé ekki í neinu? En hefđi ekki ţađ – eđa bara ţögnin – veriđ réttara viđbragđ en ađ lýsa ţví fjálglega, hve vel hin nýju föt (málatilbúnađurinn) fari ráđherranum?

Birgir sagđi einnig (leturbr. jvj):

Ég held, ađ ráđherra hafi veitingavaldiđ. Hann er bundinn af ţeim skilyrđum, sem kveđiđ er á um í dómstólalögum, og hann er bundinn af ţví ađ taka málefnalega afstöđu. [...] Ef ég má klára ţetta, ţá vil ég bara segja ţađ, ađ ţađ er tvennt sem ţarf ađ vera í lagi: Annars vegar ţurfa skilyrđi dómstólalaganna ađ vera fyrir hendi. Ţađ er í ţessu máli, ţađ er enginn vafi um ţađ. Hins vegar ţarf ráđherra ađ rökstyđja sína niđurstöđu međ málefnalegum hćtti. Ţađ hefur ráđherra gert ađ mínu mati, og ţess vegna hafna ég alfariđ fullyrđingum um ţađ, ađ ţarna sé um ómálefnalega niđurstöđu ađ rćđa og tel algerlega fráleitt ađ halda ţví fram, ađ ţarna sé um ólögmćta ákvörđun [sic].

Hvers vegna var Birgir ekki spurđur, hvernig hann sjálfur rökstyđji ţađ, ađ ráđherrann hafi "rökst[utt] sína niđurstöđu međ málefnalegum hćtti"? Ekkert, sem Birgir sagđi ţar ađ lútandi, sannfćrđi nokkurn mann međ rökum um ađ rökstuđningur ráđherrans hefđi veriđ afgerandi eđa fullnćgjandi – né jafnvel, ađ Birgir sjálfur geti veriđ 100% viss í sinni sök. Og 'geđţóttavaldbeiting' er hugsunin eđa efinn, sem enn hlýtur ađ sitja í huga flestra vakandi hlustenda sem ályktun um málatilbúnađ Árna Mathiesen til ađ réttlćta gerđir sínar.

Birgir aftur:

"Ţađ, sem ágreiningurinn snýst um er mat á störfum umsćkjenda, greinilega [sic], og fjármálaráđherra hefur gert grein fyrir ţví, á hverju hann byggđi í ţví sambandi. Menn geta veriđ sammála eđa ósammála ţví mati, en ţađ liggur fyrir málefnalegt og rökstutt álit ráđherrans á ţessu."

Hér lýsti Birgir ţví yfir, ađ ţađ liggi fyrir "málefnalegt og rökstutt álit ráđherrans" á störfum umsćkjenda, en ţađ er raunar rangt, ađ ágreiningurinn snúist einungis um störfin; hann snýst um allsherjar-hćfni ţeirra til dómarastarfs og ţar međ líka um mat á menntun ţeirra og réttindum. Ţorsteinn hefur t.d. ekki hćstaréttarlögmannsréttindi, sem Guđmundur Kristjánsson hefur, og hann hefur ekki starfađ sem setudómari í málum, á međan ţess er ađ geta um Guđmund, ađ hann hefur um 12 ára skeiđ fengizt viđ dómarastörf sem fulltrúi sýslumanns og bćjarfógeta og veriđ setudómari í nokkrum málum, samkvćmt ţví sem dómnefndin hefur upplýst; en Ţorsteinn gat ekki reitt fram einn einasta texta, ţar sem hann átti ađ sýna dćmi um fćrni sína viđ úrlausn lögfrćđilegra álitamála.

Svo segir Birgir Ármannsson: "ţađ liggur fyrir málefnalegt og rökstutt álit ráđherrans á ţessu"! Vill hann ţá ekki viđurkenna, ađ ţađ álit ráđherrans er nú ekki málefnalegra en svo, ađ ţar eru talin fram atriđi, einum umsćkjanda til hóls, sem kallast verđa beinlínis 'stolnar fjađrir' honum til skrauts? Ég hef hér aftur í huga ţađ, sem dómnefndin sagđi í svari sínu (greinargerđinni) til Árna um ávöntun Ţ.D. í veigamiklu atriđi:

  • "Ţá verđur ađ setja sérstakan fyrirvara viđ ţá ályktun ráđherra, sem ekki verđur dregin af umsóknargögnum, ađ Ţorsteinn „eigi auđvelt međ ađ setja fram skýran lögfrćđilegan texta.“ Um ţetta sagđi í umsögn dómnefndar um Ţorstein: „Umsćkjandi hefur ekki lagt fram höfundarverk af einhverju tagi svo ađ meta megi tök hans á íslensku máli og rökhugsun viđ úrlausn vandasamra lögfrćđilegra verkefna og hefur hann ekki bćtt úr ţessu frá fyrri umsókn sinni um dómaraembćtti.“"

Ţađ verđur aukiđ viđ ţessa grein síđar í dag eđa kvöld. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţarfagreinir

Jón Valur - ég held ađ viđ sem höfum gagnrýnt skipan Ţorsteins höfum unniđ ţennan slag. Viđ höfum loksins dregiđ ţetta fólk út úr grenum sínum og fengiđ ţađ til ađ rćđa málin á réttum forsendum, eins og ég lýsi hér.

Ţá er ţađ hinn nćsti slagur, ađ berjast gegn ţessari stórhćttulegu hugmyndafrćđi, sem dómsmálaráđherrann hefur opinberađ okkur! 

Ţarfagreinir, 17.1.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Manni finnst ţađ međ ólíkindum ţegar dýralćknir telur sig hafa meiri faglega ţekkingu á störfum dómara en fagnefnd á ţví sviđi.  Góđar greinar hjá ţér Jón Valur

Róbert Tómasson, 17.1.2008 kl. 11:45

3 Smámynd: Rósa Ađalsteinsdóttir

Sćll Jón Valur. Mér dettur í hug ađ ţingmenn Sjálfstćđismanna séu heilaţvegnir. Hvađ er ađ gerast í fundarherbergi Sjálfstćđismanna á Alţingi? Ţegar ég las ţessa grein datt mér í hug ţátturinn: "Já ráđherra."

Um ađ gera ađ veita forráđamönnum ađhald og haltu áfram ađ láta ţau heyra ţađ og ţađ óţvegiđ. Takk fyrir mig.

Rósa Ađalsteinsdóttir, 17.1.2008 kl. 13:57

4 Smámynd: Hildur Guđlaugsdóttir

RT segir ,, međ ólíkindum ađ dýralćknir......á ţví sviđi"

Forsendur fyrir ţessari óvćntu ráđningu ŢD virđast vera annars vegar tekiđ tillit til menntunar hinsvegar starfsferils????

Ţessi orđ RT urđu til ţess ađ ég kannađi menntun og síđasta launađa starf sem núverandi ráđherra hafa gegnt, áđur en ţeir fóru út í stjórnmál.

Jóhanna   -Verslunnarpróf frá VI -Skrifstofumađur hjá Kassagerđinni.

Kristján L.-Íţróttakennari - rak verslunina Siglósport

Björgvin- BA í sögu og heimsspeki- umsjónarmađur Ţjóđveldisbćjarins í Ţjórsárdal

Guđlaugur Ţór -BA í stjórnmálafrćđi forstöđumađur tryggingardeildar BI

Ţórunn- stjórmálafrćđingur-blađamađur á Mogganum

svona má lengi telja..

Ég er bara ađ spá í hvort ţetta fólk hafi nćga menntun til ţess ađ fara međ ţessa málaflokka sem ţau eru skipuđ til og einmitt hvort fagnefndi verđi ekki ađ hafa skipunarvald. Fyrir utan ţađ ađ ráđherra sé yfirleitt ađ skipa í svona stöđur. Ţađ skiptir kanski ekki máli í ţjóđfélagi sem er orđiđ svona rotiđ saman ber ,,skipun" seđlabankastjóra sem er sjálfstćđ stofnun međ lögum frá 2001. Ţađ verđur bara horft fram hjá ţvi eins og allstađar

Hildur Guđlaugsdóttir, 17.1.2008 kl. 14:04

5 Smámynd: Rósa Ađalsteinsdóttir

Sćl öll. Ţau hafa sennilega veriđ valin af ţví ađ ţau eru viđráđanleg af yfirmönnum ţeirra. "Já ráđherra." "Já forsetisráđherra." "Já Davíđ Oddson."

Rósa Ađalsteinsdóttir, 17.1.2008 kl. 14:08

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ađ greina ađalatriđi frá aukaatriđum er forsenda málafnaumrćđunnar. Ţetta kannt ţú út í hörgul og ţess vegna er bloggiđ ţitt skyldunámsgrein hjá mér á hverjum degi.

Magnađur!

Ţessi ráđning var klúđur og hluti af stórhćttulegri ţróun í ţá veru ađ setja dómstóla í ţakkarskuld viđ tiltekiđ stjórnmálaafl,- draga ţar međ úr trúverđugleika dómstólanna sem sannarlega er ekki of mikill.

Ţađ er ómerkilegt ađ kalla ţetta árás á Ţorstein Davíđsson. Ţessi umrćđa snýr einvörđungu ađ spilltri valdstjórn. 

Árni Gunnarsson, 17.1.2008 kl. 17:14

7 Smámynd: Rósa Ađalsteinsdóttir

Sćl öll. Sammála Árna Gunnarssyni. Hef áđur skrifađ hér hjá Jóni Vali ađ ég hef samúđ međ Ţorsteini. En ţađ ţarf ađ berjast gegn ţessari spillingu sem ţrífst og blómstrar hér á ţessu litla landi.

Rósa Ađalsteinsdóttir, 17.1.2008 kl. 17:27

8 Smámynd: Rúna Guđfinnsdóttir

Ég...eins og svo ótal margir ađrir undrast á ţví, hví einhver nefnd er höfđ til ađ skođa og meta umsóknir ef ekkert er fariđ eftir henni ? Í raun er veriđ ađ niđurlćgja hámenntađa og vel hćfa nefndarmenn međ ţessu athćfi.

Rúna Guđfinnsdóttir, 17.1.2008 kl. 18:09

9 Smámynd: Rúna Guđfinnsdóttir

PS: Hef samt samúđ međ Ţorsteini Davíđssyni..hann er ekki öfundsverđur ađ lenda í ţessari ađstöđu!

Rúna Guđfinnsdóttir, 17.1.2008 kl. 18:09

10 Smámynd: Sigurđur Ţórđarson

Jón Valur, ţú ert óborganlegur snillingur í fyrirsögnum!  Ađ vísu stundum meinlegur ađ ţađ fyrirgefst ţar sem tilgangurinn er alltaf góđur.  

Sigurđur Ţórđarson, 17.1.2008 kl. 18:45

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kćrar ţakkir, öllsömul, fyrir innlitiđ og athugasemdir. Sjálfur hef ég veriđ fjarri vettvangi og misst af allri ţátttöku í umrćđunni, jafnvel ekki bćtt viđ pistilinn eins og ég ćtlađi mér ţó. Entumsk ek ţó dauđţreyttur til ađ horfa á landsleikinn í Sjónvarpinu međ krökkunum, áđur en ég kom ţeim í háttinn og lognađist svo fljótt út af sjálfur.

Ég ţakka góđ orđ, sem konur jafnt sem menn hafa látiđ hér falla, en má ţó engan veginn láta hrósiđ stíga mér til höfuđs, segi ţađ eitt, ađ ég er ykkur ţakklátur – og Forsjóninni, ef menn eru ađ átta sig á ţví, hvernig hér liggur í máli ţessu. Sorglegt er ţađ fyrir stjórnsýsluhćtti okkar og lýđveldiđ og ekki á ţađ bćtandi međ ţví, ađ sumir áhrifamenn í stjórnmálum og fjölmiđlum geri ţađ, sem Bretinn kallar: "to add insult to injury."

Jón Valur Jensson, 18.1.2008 kl. 00:42

12 Smámynd: Calvín

Vald spillir!

Calvín, 18.1.2008 kl. 09:48

13 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hornklofakóngurinn hefur hér lög ađ mćla.

Páll Geir Bjarnason, 18.1.2008 kl. 10:05

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hver er hornklofakóngurinn?!

Jón Valur Jensson, 18.1.2008 kl. 10:11

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Calvín, í 2. eđa 3. sinn: upplýstu mig um nafn ţitt, annars verđ ég senn ađ loka á ţig, sbr. ákvćđiđ efst vinstra megin.

Jón Valur Jensson, 18.1.2008 kl. 10:13

16 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ég af kvikindisskap mínum uppnefni ţig Hornklofakónginn Jón Valur, ţađ gera ţessar stórkostlegu 100% tilvitnanir hjá ţér.

Páll Geir Bjarnason, 18.1.2008 kl. 10:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband