Glćsilega árćđin blađakona í Kongó: Bergljót Arnalds

Sorgleg, en lifandi og frćđandi er ástands- og atburđalýsing Bergljótar í Lesbókargrein í gćr: Eins demantur er annars dauđi. Ţar setur hún menn inn í sögulegt baksviđ stríđsátaka, vélabragđa og erlendrar íhlutunar, kúgunar og milljónadrápa í ţessu hrjáđa landi, ţar sem ekki er t.d. óalgengt, ađ ýmsir hafi, eins og einn sem hún hitti, "aldrei átt leikföng sem barn, en frá 7 ára aldri hafđi hann átt byssu." Jafnvel sjaldgćf dýr, svo sem górillur og fílar, í sjálfum ţjóđgarđi Kongó eru ekki óhult, heldur verđa ţau fórnarlömb hernađaráćtlana ófyrirleitinna manna.

Í ţessari grein hennar er ekki veriđ ađ eyđa orđum á ekki neitt ađ óţörfu, og hefđi hún gjarnan stađiđ undir fleiri myndum og korti af landinu, ţótt myndin af hinum kjarkmikla höfundi í hópi kongóskra stjórnarhermanna sé reyndar svo óborganleg, ađ ég set hana hér inn í ţennan pistil (og er reyndar í fyrsta sinn, sem mér tekst sú tćkniraun ađ  koma mynd inn í vefgrein!); betur nýtur hún sín ţó í fullri stćrđ í Lesbókinni.

Oft engin laun Sameinuđu ţjóđirnar telja ađ einn ađallykillinn ađ öryggi í Kongó sé agađur og góđur her. Kongósku stjórnarhermennirnir eru hinsvegar illa launađir og illa ţjálfađir. Ţeir betla af almenningi smápening, sígarettur og annađ, og stundum ráđast ţeir á fólk međ ofbeldi. Langflest mannréttindabrot sem Kongóbúar ţurfa ađ ţola í dag eru framin af eigin hermönnum. Greinahöfundur og kongóskir hermenn.

Ýmsar eru ţćr líka meitluđu klausurnar í ţessari grein Bergljótar, sem fylgja mćttu ţessum viđurkenningarorđum mínum, en ég ćtla ađ láta tvćr nćgja. Fyrst ţessa, sem lýsir í stuttu máli ytri ramma ađstćđna í Kongó og af hverju ríkisstjórninni gangi svo erfiđlega ađ hafa stjórn á öllu landinu:
  • Einhverju sinni ţegar ég var ađ skipta um flugvél til ađ komast á milli stađa ţá benti einn friđargćsluliđi Sameinuđu ţjóđanna mér á ađ Kongó nćđi yfir álíka svćđi og allt frá toppnum á Finnlandi ađ tánni á Ítalíu, og síđan vestur frá Lissabon í Portúgal austur til Moskvu í Rússlandi; ađ Kongó vćri jafnstórt allri Vestur-Evrópu. Ţađ er erfitt ađ hafa stjórn á svo stóru landi, ţar sem vegalengdir eru gífurlegar, vegir margir hverjir í sundur og samgöngur sums stađar engar. Landiđ er víđa hćđótt og skógivaxiđ, og sjálft stjórnkerfiđ er rétt ađ hefja sig upp á brauđlappirnar. Ţađ sem ógnar svo hvađ mest friđnum eru auđćfin sjálf, sem ađrar ţjóđir og utanađkomandi ađilar girnast. Kongó liggur ađ níu öđrum ríkjum í Afríku sem mörg hver hafa hagnast af ástandinu í landinu. Á međan ófriđur ríkir í Kongó og yfirvöld ţar eru veikburđa hafa utanađkomandi ađilar óheftan ađgang ađ auđlindum ţess. Ţađ var ţví og verđur erfitt ađ halda friđinn.

Og hér er hin klausan, sem lýsir Bergljótu sjálfri ekki síđur en náttúru Kongó, međ skáldlegum tilţrifum:

  • Upplifun mín á frumskóginum varđ á margan hátt táknrćn fyrir svo margt í Kongó. Ég fór ađ heimsćkja villta górillufjölskyldu, sem vonandi er enn á lífi. Ţetta var löng ganga inn í skóginn og alveg einstök upplifun á svo margan hátt. Til dćmis hjálpađi frumskógurinn mér ađ skynja tímann algerlega upp á nýtt. Ţarna var náttúran í öllu sínu veldi, sterkari en ég hef nokkru sinni upplifađ hana. Hún var allt í senn: Tröllvaxin og gróf, fínleg, falleg og fjölbreytt, lifandi og glöđ, grimm og drepandi. Náttúra í sífelldri endurnýjun međ sinni djúpu lykt sem fyllti vitin á ţann hátt ađ lengi á eftir virtist öll önnur lykt vera hjóm eitt. Lykt sem er í senn sambland af magnţrunginni frjósemi og rotnun. Fallin laufblöđ liggja innan um nýgrćđinginn. Hér er ekkert haust, enginn vetur, ekkert vor, bara eilíft sumar ţar sem líf og dauđi tvinnast saman í augnablikinu. Augnablik sem um leiđ virđist eilíft.
    Ţar sem ég andađi ađ mér ţrunginni lykt frjóseminnar fann ég hvernig hitinn fađmađi mig ţétt. Hitinn var djúpur, eins og hann hefđi aldrei fariđ og myndi alltaf vera. Ţađ kom mér enn á óvart hvađ hann var ţćgilegur og mjúkur ţar sem hann dvaldi í eilífđinni innan um trén og gróđurinn. Og hjartađ fylltist af heitri ósk um ađ ţessi paradísarveröld, sem hafđi óvćnt opnast fyrir mér, fengi ađ blómstra sem paradísarveröld, í friđi.

Ţessum pistli fylgir ţakklćti fyrir frábćr blađamennskutilţrif hugađrar konu, sem leyfir okkur mörgum öđrum betur ađ skyggnast inn í framandi veröld.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ţađ er satt ţetta er óborganleg mynd! en Bergljót er vissulega flott gella međ öllu sem ţađ felur í sér

halkatla, 20.1.2008 kl. 22:53

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţökk fyrir innlitin og líflegar athugasemdir, gott fólk.

Jón Valur Jensson, 20.1.2008 kl. 23:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband