Utanstefnur viljum vér engar hafa …

EBsinnar safna nú liđi og blása í herlúđra. Nafni minn Sigurđsson ćtlar ekki ađ reynast standa undir nafni, eins og mér ţótti nú vćnt um ţann fyrrum kennara minn og Framsóknarfrömuđ. En slíkt nćr auđvitađ skammt til ađ líkjast ţeirri ţjóđarhetju sem drýgst skilađi okkur til endurreisnar sjálfstćđis og fullveldis. Virđist nú hćtt viđ stórslysi á Framsóknarvettvangnum viđ hin illu tíđindi af uppákomu Jóns bréfaskólastjóra í Morgunblađinu í gćr.

Um margt minnir ţessi EBásókn á 13. öldina. Ţá var ţó Noregur vart nema ţrefalt veldi á viđ Ísland, ađ ţví er Björn Ţorsteinsson prófessor tjáđi okkur sagnfrćđinemum sínum. Nú er hins vegar viđ ofurefli ađ etja, yfir 2000 sinnum fólksfleira meginlandsveldi vill gleypa okkur, eins og skynja mátti á allungri, blíđmálli kerlingu ţađan í fjölmiđlum nýlega. Og margir vilja gerast lendir menn ţeirra höbbđingja og láta tćlast af góđum bođum í Brusselgarđ í Belgjalandi, samt styrkjum ađskiljanlegum sem víđa leynast.

En “utanstefnur viljum vér engar hafa,” getum viđ sagt eins og forfeđur okkar. Tökum vara af ţví, ađ íslenzkt blóđ sé spennt út í Brusselgarđ ađ gera ţar óskunda á ţjóđrćkni sinni og trúfesti viđ landiđ og ţess fornu og nýendurheimtu réttindum.

Nú opna ég hér međ upplýsingamiđstöđ sem tekur viđ öllum ábendingum um ţá, sem hingađ til hafa látiđ til leiđast ađ fara úr landi á vit fámennisveldisins í Brussel og eru jafnframt virkir hér í EBumrćđum eđa hafa komiđ sér fyrir ţar sem nauđsyn er ađ eiga trausta menn í stađ, ekki vingltrúarmenn sem tapađ hafa sinni stađfestu.

Hér verđur opiđ á athugasemdir í tvćr vikur og tekiđ viđ öllum ábendingum um utanstefnda menn eđa hverjum nöfnum sem menn vilja nefna EBstyrkţega ţessa og ţá sem ferđast frítt á kostnađ 7–800 milljón manna veldisins. Menn ţurfa ekki ađ hafa uppi sömu tortryggnina og ég til ađ standa hér međ öđrum ađ ţessari skráningu.

Eins geta menn haft samband viđ mig öđruvísi, og get ég ţá sjálfur sett ţessi nöfn utanspenntra á netiđ.

Utanstefnur viljum vér engar hafa … 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband