Ríkiđ greiđi Ţjóđkirkjunni vegna vatnsréttinda Valţjófsstađar

Ţetta er ekki nýtilkomiđ mál, heldur hefur veriđ lengi í vinnslu Óbyggđanefndar, lögfrćđinga og dómstóla og snertir á engan hátt vandrćđin sem hlutust af ofurbólusprunginni efnishyggu bankageirans í ţessum mánuđi. Ţetta er mikilvćgt prófmál fyrir marga landeigendur. Ţar ađ auki er ólíklegt, ađ Ţjóđkirkjan vilji heimta ţessa greiđslu "núna" strax! En ef menn segja, ađ Ţjóđkirkjan eigi einfaldlega ađ draga máliđ allt til baka, ţá spyr ég: hvers vegna á ađ gera ţá eina undantekningu frá réttarkröfumálum?

Landsvirkjun fćr ţarna afar dýrmćt vatnsréttindi, og ţetta er ekki dauđ eign, heldur skilar sífelldum arđi. Komi ađ ţví, ađ fyrirtćkiđ verđi selt, jafnvel til erlendra auđhringa (sem nú er hćttara viđ vegna ţrenginga landsins), er eđlilegt, ađ viđ höfum ţá ţegar gert okkar til ţess, ađ réttum eigendum vatnsréttindanna hafi veriđ tryggđ greiđsla fyrir sína eign.

Ţjóđkirkjan er samfélag, ekki í einkaeign, og á ađ njóta eignaverndar eins og önnur félög, enda er ríkinu skylt ađ lögum (bćđi um 9 ára gömlum og í stjórnarskrá) ađ styđja hana, ekki hremma af henni eignir.

Í ţessu máli er um ţađ ađ rćđa, ađ ríkissjóđur 100% ţjóđarinnar greiđi u.ţ.b. 81% ţjóđarinnar fyrir ţá sameign sem tilheyrđi síđarnefnda samfélaginu. Vonandi ekki of flókiđ fyrir neinn ađ skilja.

Hins vegar ber ađ hafa ţađ á hreinu, ađ fé ţetta fari eingöngu til samfélags Ţjóđkirkjunnar, á landsvísu og fyrir austan, ekki ađ neinu leyti í vasa ţjónandi stađarhaldara, sem er óneitanlega á ţokkalegum tekjum nú ţegar!


mbl.is Kirkjan krefur ríkiđ um milljónir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđsteinn Haukur Barkarson

Ég get ekki betur séđ en viđ séum nokkurn veginns sammála kćri Jón Valur, ţví ekki er ég ađ fram á stöđvun á ţessu máli, heldur ađ ţetta sé fryst tímabundiđ ţar til fjárhagur okkar lagast. Ţađ er allt og sumt.

Guđsteinn Haukur Barkarson, 16.10.2008 kl. 16:49

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér, Haukur, gott innlegg frá ţér.

Međ kćrri kveđju, 

Jón Valur Jensson, 16.10.2008 kl. 18:59

3 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ríkisjóđur er skuldlaus og ekki ber ađ koma fram viđ hann sem rćfil.

Ríkiđ getur ekki fariđ fram međ valdi og tekiđ annarra manna eigur. Ţađ getur aldrei gengiđ.

Auđvita á kirkjan ađ standa á stjórnarskrár vörđum rétti sínum án tillits til tíma. ţađ er aldrei réttur tími til ađ fara í innheimtu mál.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 16.10.2008 kl. 19:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband