Geir hyggst leggja niđur völd af heilsufarsástćđum; alţingiskosningar eftir 106 daga!

Sorgleg er fréttin, ađ forsćtisráđherra glímir nú viđ alvarlegan sjúkdóm í vélinda, og er honum hér međ óskađ góđs bata og gifturíkrar framtíđar. Hitt er og mikil tíđindi, ađ hann gefur ekki kost á sér sem formađur flokksins í endurkjöri og ţá ekki sem forsćtisráđherra nema vćntanlega fram ađ landsfundi Sjálfstćđisflokksins, sem bođađur er 26.–29. marz nćstkomandi. Um sjö vikum síđar, 9. maí, verđa svo alţingiskosningar samkvćmt ákvörđun forystu stjórnarflokkanna.

Nú fer margt í gang í ţjóđfélaginu. Mótmćlendur ćttu ađ róast viđ ţetta; ţađ er t.d. engin ástćđa til ađ ţrýsta á um ađ flýta kosningum framar en ţetta – engin sjáanleg ástćđa nema ţá helzt sú, ađ koma ţurfi í veg fyrir, ađ ríkisstjórnin stađfesti smánarsamninga um Icesave-máliđ. (Hver er annars afstađa mótmćlenda til ţess? – er ekki undarlegt, ađ ekkert heyrist um ţađ?)

Samfylkingin er sögđ í upplausn og gremja ríkjandi međal sumra í ţingliđinu yfir frumhlaupi Ágústs Ólafs Ágústssonar ađ vera međ yfirlýsingar um komandi kosningar án samráđs viđ formann flokksins (sá fćr nú á baukinn frá gömlum bekkjarbróđur Ingibjargar Sólrúnar, Óskari Magnússyni (borgarlögmanns, Óskarssonar) í stuttri Morgunblađsgrein í dag!).

Einnig mun nýbirt skođanakönnun hafa valdiđ miklum usla í liđi Samfylkingar: nú mćlist hún međ heldur minna fylgi en Framsóknarflokkurinn: tćp 17%, en var síđast ţegar menn vissu međ um fimmfalt meira fylgi en Framsókn! Ţótt mörgum hafi ekki veriđ ljós samábyrgđ Samfylkingar međ mistökunum í efnahags- og fjármálastjórn síđustu missera, ţá velkist ţjóđin ekki lengur í neinum vafa ţar um. Stífnin og ţrjózkan ađ sitja sem fastast og láta ekki a.m.k. bankamálaráđherrann víkja, eins og formađurinn hafđi látiđ í veđri vaka ađ gert yrđi fyrir áramót, hefur einnig hleypt illu blóđi í fyrrum fylgismenn flokksins.

Fylgi Sjálfstćđisflokks mćldist 24%, Vinstri grćnna 27% (á vonandi eftir ađ minnka) og Frjálslynda flokksins ađeins 3%! En víst er, ađ nú fara af stađ hreyfingar til ađ stofna nýja flokka, enda ekki til setunnar bođiđ í ţeim efnum.

Seint bođar Sjálfstćđisflokkurinn til landsfundar síns, sem á ađ ljúka 29. marz. Fari svo á ţeirri fjölmennu samkomu, ađ sjálfstćđissinnar verđi undir, en EBé-sinnar nái (hugsanlega međ einhverjum refjum) undirtökunum (eins og m.a. Ţorgerđur Katrín og Bjarna ungi Benediktsson, Guđfinna Bjarnadóttir og Vilhjálmur Egilsson o.fl. stefna ađ), ţá fćr fyrrnefndi hópurinn – sem er reyndar um 2,25 sinnum fjölmennari í grasrót flokksins en EBé-sinnarnir – harla lítinn tíma til ađ vinna ađ nýju flokksframbođi – einungis tćpar sjö vikur, en frambođslistum öllum ásamt löngum međmćlendalistum ber ađ skila ekki seinna en 15 dögum fyrir kjördag samkvćmt ákvćđi í lögum um kosningar til Alţingis nr. 24/2000, ţar sem segir m.a.:

  • VII. kafli. Frambođ.
    30. gr. Ţegar alţingiskosningar eiga ađ fara fram skulu öll frambođ tilkynnt skriflega yfirkjörstjórn ţeirri sem í hlut á eigi síđar en kl. 12 á hádegi 15 dögum fyrir kjördag.
    Gćta skal ţess um öll frambođ ađ tilgreina skýrlega nafn frambjóđanda, kennitölu hans, stöđu eđa starfsheiti og heimili til ţess ađ enginn vafi geti leikiđ á ţví hverjir eru í kjöri.
    31. gr. Á frambođslista skulu vera nöfn tvöfalt fleiri frambjóđenda en nemur ţingsćtum í kjördćminu, hvorki fleiri né fćrri.
    32. gr. Hverjum frambođslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra ţeirra sem á listanum eru um ađ ţeir hafi leyft ađ setja nöfn sín á listann. Frambođslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuđning viđ listann frá kjósendum í hlutađeigandi kjördćmi. Tilgreina skal nafn međmćlanda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi međmćlenda skal vera margfeldi af ţingsćtatölu kjördćmisins og talnanna 30 ađ lágmarki og 40 ađ hámarki.

Voru refirnir til ţess skornir, međ ákvörđun um landsfund svo afar seint, ađ koma í veg fyrir sérframbođ eđa nýja flokksstofnun? Ţađ vćri ţá ekki í fyrsta sinn, sem menn hafi hagađ sér eins og bullies í kosninga- og kjördćmamálum (Sjálfstćđisflokkurinn ber t.d. höfuđábyrgđ á ţví, ađ Reykjavík var klofin sundur í tvö kjördćmi, međ ótvítrćđ skađsemisáhrif fyrir öll minni frambođ, eins og ég hef áđur vakiđ athygli á, sem og Ómar Ragnarsson.)  Sá tími, ţegar pólitískir flokkar ráđskuđust međ ţau mál, sem snerta grundvallar-lýđrćđisréttindi fólks, ćtti samt ađ heyra sögunni til, ţađ ćtti reynslan ađ hafa kennt ţeim og okkur öllum.

Verđur Nýi Sjálfstćđisflokkurinn kannski aldrei til?


mbl.is Geir: Kosiđ í maí
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér finnst líka furđulegt ađ fresta ţví ađ stađfesta ađ yfirlýstur meirihluti Sjálfstćđisflokks sé alfariđ á móti innlimun inn í einokunabandalög af arđbćrissjónarmiđum og stefni ađ ţví ađ losa ţjóđina undan kostnađar hluta regluverksins sem var tekiđ hér upp samfara ESS. Baráttuandinn verđur ekki mikill fyrr en ţetta liggur ljóst fyrir. Veit fyrir víst um allmarga sér ílagi af eldri kynslóđinni sem í fyrsta skipti á ćvinni kjósa ekki XD og x-a viđ ţann flokk sem bíđur val kost um fullveldi Ísland međ frelsi til allra viđskipta á sínum forsemdum viđ hvern sem er. Barnabörnin hlust á međ spennt eyru ţegar ađilar sem aldrei hafa skipt skapi láta í sér heyra í fjölskyldubođum. Og ţá ţví miđur eru allar líkur á ţví ţađ verđi hér hrein sósíal demókrataísk ríkistjórn nćstu öldina.

Júlíus Björnsson, 23.1.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér innleggiđ, Júlíus, og ţessa ágćtu innsýn í hugsun fólks og umrćđur – ţćr fara svo sannarlega ekki allar fram hér á netinu, í blöđunum og á fundum og ráđstefnum. Ég deili međ ţér áhyggjunum og engu síđur viljanum til ađ varđveita fullveldi okkar og sé ţađ sem frumhlutverk allra stjórnmálaflokka. – Kćr kveđja.

Jón Valur Jensson, 24.1.2009 kl. 02:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband