Í þáttum á Omega og Útvarpi Sögu og með fjölda greina um þjóðmálin

Þrátt fyrir fjarvistir frá Moggabloggi hef ég skrifað fjölda greina á Vísisbloggi nýlega, verið með vikulega pistla á Útvarpi Sögu og í tveimur viðtalsþáttum á Omega. Í þeim fyrra ræddi Friðrik Schram safnaðarprestur við mig, í hinum valinkunnur Moggabloggari, Guðsteinn Haukur Barkarson.

Fyrri þátturinn fjallaði um Ísland og Evrópubandalagið, sýndur á Omega í síðustu viku í hinum vinsæla þætti Friðriks Schram, Trúin og tilveran. Síðari þátturinn tók fyrir efnið kristindómur og stjórnmál, þ. á m. um það, hvort kristnir menn ættu að gefa sig í stjórnmálabaráttu. Hann birtist í fyrradag og í endursýningu a.m.k. fjórum sinnum, næst á morgun, sunnudag, kl. 13:00, á mánudaginn kl. 14:30 og þriðjudag kl. 13:00. Ennfremur minni ég á, að um nokkurt skeið hef ég verið með reglulega þætti á Útvarpi Sögu kl. 12.40 á föstudögum og mun halda því áfram.

Skrá um (og tenglar á) nýjustu Vísisblogggreinar mínar:

Kristján Þór Júlíusson í öðrum afar góðum þætti á ÍNN

Hverjir “velja framtíðina”, hvalveiðisinnar eða hvalverndarsinnar? (viðbragð mitt við grein Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur í Mbl. í dag)
Glöggskyggni Kristjáns [Þórs Júlíussonar] og vanhæf ráðherraræðis-stjórnarskrárnefnd

Hard Talk-þátturinn með Geir Haarde er enn einu sinni að birtast á BBC kl. 21.30

Diana Wallis með sinn ítrekaða EBé-áróður

Í loftinu í nýjum þætti á Omega, kl. 15.35-16.05

Omega
(12. febrúar, almenn grein um sjónvarpsstöðina) 

Sáttmáli um afsal fullveldisréttinda væri “bein landráð” (lært af fortíðinni, með merkilegum ummælum Bjarna frá Vogi, alþingismanns, skálds og kennara)

Baráttan fyrir landsréttindum hvað sem á bjátar (skoðaður vitnisburður Jóns Sigurðssonar forseta; 11. febrúar)

Vændishús afhjúpað í nágrenni lögreglustöðvar!

Sótt er að Davíð með sleifum, pottum og rokki við Seðlabankann

Hið sanna andlit ofríkisbandalagsins (um EB, ESB) 

Ísland í fréttaauka á BBC

Kristnir menn beiti sér í stjórnmálabaráttu (9. febr.)

Athyglisvert í fjölmiðlum: Reynivallaklerkur og Sigurður Líndal

Var þetta ekki satt hjá mér? (kvæðið Af aldarinnar vondum anda)

Er Sjónvarpið komið í stjórnarandstöðu?

Verð í þætti á Útvarpi Sögu í dag; einnig á Omega

Brestir strax í vinstra samstarfinu?! (5. febr.)

Árni Páll kallar 75% óbreyttra sjálfstæðismanna “þjóðrembumenn”

Upp komast svik um síðir: ég hafði rétt fyrir mér um landsöluáformin

Vinstriflokkarnir þora ekki að leggja á hátekjuskatt! – hver getur það þá?

Látum við ljúga endalaust að okkur? – Neitum að borga!

Afleitt að fá ekki nýjan samgönguráðherra (3. febr.)

Gunnar Tómasson er maðurinn til að taka við Seðlabankanum

Ófagleg fréttamennska hentar hagsmunum 1700 sinnum stærra yfirríkis

NOTA BENE: Misnotkun fjórflokksins á ríkisfé og kosningalögum til valdaeinokunar (2. febrúar)

Þekkir Frjálslyndi flokkurinn sinn vitjunartíma? (mikil brýning)

Feluleikur vinstri flokka með fullveldisafsal (1. febrúar)

Taka svik við fullveldisréttindi þjóðarinnar við af smánarsamningum fyrri stjórnar?

Fróðlegur, kryfjandi pistill Björns Bjarnasonar

Siv Friðleifsdóttir er kona raunsæis

Fellir HVALURINN tilraun vinstriflokkanna til minnihlutastjórnar?

Mikil fundahöld og pólitísk umræða

Sonur gamals Stalínista fór yfir STASI-skjöl um Íslendinga

Stjórnlagaþing? – stutt athugasemd

Var Ungum Vinstri grænum att fram gegn NATO?

Hvalveiðar? – já, að sjálfsögðu nýtum við þann rétt okkar

Þetta eru aular, Guðjón”: eintómir lúserar í nýrri ríkisstjórn?

Þetta kallar maður að kunna að hreykja sér! (um forseta Íslands)

Ólýðræðislegur Steingrímur J.

Bezta frétt dagsins: stórauknar hvalveiðar leyfðar næstu 5 árin

Óvenjuklénn blaðamannafundur – meðvirkir fréttamenn? – og refjar Fimmflokksins

NOTA BENE: Evrópubandalagssinnar í algerum minnihluta; eru 1/6 af fylgjendum Frjálslyndra! (en andstæðingar umsóknar um aðild eru rétt tæp 60% Íslendinga)

Trúin og vantrúin – 2000 ára Páll og lausungarhyggju-guðfræði 21. aldar

Afstýrum enn einu áfallinu – nú í varnarmálum

Var Ágúst Ólafur að æpa sig hásan á ‘risaeðluna’?

Ólafur Ragnar gerir sig breiðan; vill hann verða þingrofs-þorrakóngur?

Sagði Jóhanna satt?

Stjórnarslit, pólitískar keilur Ingibjargar og kötturinn í sekknum

Trúin og stjórnmálin

Eitt fyrsta verk Baracks Obama sem forseta er að stuðla að aukningu fósturvíga

Ísraelar notuðu hvítan fosfór í sprengjum á Gaza (24. janúar)

Þjóðin er ekki alhuga að baki mótmælendum

Geir fer frá – kosið eftir þrjá og hálfan mánuð (örstutt)

Ný skoðanakönnun: Fleiri eru nú andvígir heldur en fylgjandi EB-aðild (23. janúar, á Moggabloggi; þremur dögum seinna birtist önnur skoðanakönnun sem sýndi yfirburðaandstöðu við umsókn um inngöngu í bandalagið)

Geir hyggst leggja niður völd af heilsufarsástæðum; alþingiskosningar eftir 106 daga! (23. janúar, á Moggabloggi: hér eru mjög mikilvægar uppl. um ákvæði í lögum um kosningar til Alþingis, þar sem ég vek sérstaka athygli á því, að 30–40 meðmælendur þurfa að vera með hverjum þingmanni, þ.e. alls 1.890 til 2.520 manns hjá hverjum flokki, sem býður fram í öllum kjördæmum, og þessum meðmælendalistum ber að skila ekki seinna en 15 dögum fyrir kjördag, þ.e.a.s. 10. apríl nk. Bjóða ber fram fulla lista í hverju kjördæmi, þ.e. jafnmarga menn í hverju kjördæmi og þingmannafjöldinn er í því og þar að auki jafnmarga varamenn. Þetta eru 126 menn, og þar sem öruggast er fyrir framboð að hafa fjölda meðmælenda í hærri kantinum, verða þetta samtals allt að 2.646 mönnum, sem hvert framboð þarf að geta stefnt fram. Þetta getur fjórflokkurinn, með tugþúsundir manna á félagaskrám, en nýju framboðin þurfa að haska sér! Um þetta og fleira – þ.m.t. skiptingu Reykjavíkur í tvö kjördæmi, 5% lágmarkið til að fá uppbótarmenn og nær 400 millj. kr. styrki til fimmflokksins – sem allt gerir nýjum framboðum afar erfitt að keppa við gömlu flokkana í kosninum, ræddi ég í innleggi í lok þáttar hjá Sigurði G. Tómassyni að morgni þessa dags, 3. febrúar, en sá þáttur verður endurtekinn í kvöld.)

Vitnisburður eiginkonu óeirðalögreglumanns (23. janúar, á Moggabloggi)

Ekki ofsögum sagt af ofbeldinu (22. jan., Vísisblogg)

Glæpsamleg árás í nótt: gangstéttarhellum varpað í tvo lögreglumenn – Valdheimildir lögreglu verði auknar!

Fær Ólafur Ragnar langþráð úrslitavald um myndun vinstristjórnar?

“Við erum að hvetja hér okkar menn til dáða”! (21. jan.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður dugnaðarforkur

Aldeilis dugnaður í þér. vildi hafa svona 10% af þessum dugnaði. 

Nú er Guðsteinn Haukur að blogga og er fjör hjá honum um rit sem einstaklingur í Aðventkirkjunni sendi til allra landsmanna.

Vona að sem flestir sjái þættina á Omega og ég vona að Omega sýni aftur þáttinn "The Rape og Europe"

Guðs blessun og Góða helgi

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.2.2009 kl. 18:48

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir, Rósa.

Já, þetta er góð grein hjá honum Hauki.

Með þakklæti og bið þér blessunar Guðs.

Jón Valur Jensson, 14.2.2009 kl. 19:37

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek nú þessu sem spaugi, du spögelse! Óska þér annars góðs gengis í kosningunni.

Jón Valur Jensson, 14.2.2009 kl. 23:48

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Velkominn Jón Valur, ég efa ekki að þú hefur verið að gera góða hluti á Vísi.

Það er ekki gott vega nesti í sagnfræðilegum skilningi ef ríkast þjóð [samfélag] heims ætlar ekki að endast í 100 ár fullvalda og [efnahagslega] sjálfstæð. 

Júlíus Björnsson, 15.2.2009 kl. 00:16

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Satt segir þú, Júlíus, og munum við berjast, unz yfir lýkur. Ofureflið er þó annað og meira en Noregsveldi á 13. öld. Þá er talið, að Norðmenn hafi verið um 3,5 sinnum fleiri en Íslendingar. Evrópubandalagsþjóðirnar 27 eru nál. 1680 sinnum fleiri en Íslendingar. Halda menn svo, þegar þeir hafa lesið og heyrt lokkandi og skjallandi fláræðistal Olla Rehn og annarra slíkra, þvæluna um að "albanskur almenningur myndi fagna því að Íslendingar yrðu aðildarþjóð" (í stað þess í reynd, að það eru stóru ríkin og auðhringarnir í bandalaginu, sem vilja komast yfir okkar auðlindir og lögsögu), að þá sé eitthvað frekar að marka þessa ginnungarkerlingu, sem er aftur komin hingað – á hvers kostnað?! – örugglega ekki sinn eigin – til að freista okkar með skjalli og fagurmælum um þetta ofríkisbandalag sitt, sem hefur þó verið á stöðugri miðstýringar- og valdasöfnunarbraut síðustu 10–20 ár.

Já, nú er þörf þjóðar- og fullveldisflokks sem stendur undir nafni. 

En ég þakka þér innlitið, bloggvinur minn og bandamaður.

PS. Gættu þess, að öll greinanöfnin á Vísisblogginu (blálituð hér ofar) eru um leið tenglar (linkar) á þær greinar.

Jón Valur Jensson, 15.2.2009 kl. 01:10

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Heill og sæll Jón Valur og velkominn á moggabloggið aftur. Já Jón Valur minn. Nú er
þörf á Þjóðar- og Fullveldisflokki svo sannarlega. En hvað er til ráða?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.2.2009 kl. 01:42

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, kæri Guðmundur, manni er skapi næst að neita eins og Haraldur hárfagri að skerða á sér hár eða skegg, fyrr en þetta er orðið að veruleika. Og ég sem var í miðjum klíðum að raka mig, þegar þessari hugmynd laust ofan í mig!

Jón Valur Jensson, 15.2.2009 kl. 10:24

8 Smámynd: Flower

Ef þú hefur einhverntíman Jón lesið Önnu í Grænuhlíð þá má lesa um mann sem klippti sig hvorki né rakaði fyrr en hans flokkur vann kosningar. En þetta kallast nú að fara út fyrir efnið

Flower, 15.2.2009 kl. 12:00

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og allt í lagi með það í svona tilfelli!

Nú er ég reyndar í loftinu á Omega, til kl. hálftvö.

Jón Valur Jensson, 15.2.2009 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband