Margföld afneitun á ţví sem Davíđ Oddsson fullyrti í Kastljósviđtali

Furđulegt var ađ hlusta á hádegisfréttir Rúv í dag, afneitun Össurar Skarphéđinssonar á ţví, ađ Davíđ hefđi varađ ríkisstjórnina viđ bankahruni, og fyrrum forstjóra Kaupthings Singer & Friedlander á ţví, ađ miklir, óeđlilegir fjármagnsflutningar hafi átt sér stađ frá ţeim banka í Bretlandi til Íslands í ađdraganda bankahrunsins.

Ármann Ţorvaldsson, ţessi fyrrum forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander, hafnar ţví ţannig, ađ 400 milljónir punda, síđan 800 milljónir punda og loks enn hćrri upphćđ, hefđu fariđ frá Bretlandi til Íslands stuttu áđur en hryđjuverkalögunum var skellt á, en Davíđ hafđi fullyrt um allt ţetta í Kastljósviđtalinu. Samtals nema ţessar meintu upphćđir naumast minna en 2,2 milljörđum punda, jafnvirđi um 358 milljarđa króna skv. gengisskráningu Seđlabankans í dag (pundiđ er 162,84 kr.). En allt í einu eigum viđ svo aftur ađ trúa ţví, ađ fullyrđingin um ţessa fjármagnsflutninga sé bara tilbúningur eđa misskilningur!

Hitt virđist standa sem stađfest mál, ađ Davíđ sendi efnahagsbrotadeild lögreglunnar ábendingu um athugunarverđ viđskipti sjeiks í Qatar viđ kaup á hlutabréfum í Kaupţingi, en Davíđ hafđi fengiđ upplýsingar um ţetta í nafnlausu bréfi. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá ríkislögreglustjóra, hefur stađfest, ađ bréf Davíđs barst honum, og í hádegisútvarpi Rúv hvatti hann beinlínis Davíđ Oddsson til ađ senda fleiri ábendingar um önnur meint óeđlileg viđskipti, og er ţar ugglaust m.a. átt viđ fullyrđingar Davíđs um ţá "sérstöku ţjónustu", sem nokkur hundruđ einkahlutafélög hafi fengiđ í bankakerfinu, utan viđ reglur og jafnvel gegn ţeim.

Össur Skarphéđinsson hélt ţví fram, sallarólegur eftir ţví sem manni heyrđist, ađ ekkert hefđi heyrzt frá Davíđ um yfirvofandi vandrćđi íslenzka bankakerfisins – hann hefđi ađ vísu komiđ á ríkisstjórnarfund međ sín skilabođ, en sú viđvörun hefđi ekki komiđ fyrr en daginn eftir ađ Glitnir hrundi. Áđur hefđi hann ekkert varađ ţá viđ!

Já, hverju á mađur ađ trúa?!

Úr frétt Margrétar Jónínu Einarsdóttur í hádegisfréttum Rúv í dag, Hvađ sagđi Davíđ og hvađ ekki? segir svo á Rúv-vefnum:

  • Davíđ Oddsson talađi á ársfundi Seđlabankans í lok mars og taldi ţá ólíklegt ađ íslenska ţjóđin vćri ađ sigla inn í kreppu. 10. apríl sagđi Davíđ ađ ekkert benti til ţess ađ bjarga ţyrfti bönkunum innan skamms tíma.
  • Ţann 3. október, rétt áđur en bankakerfiđ hrundi, sagđi Gylfi Magnússon, dósent viđ Háskóla Íslands og núverandi viđskiptaráđherra, ađ fjármálakerfiđ íslenska vćri komiđ í ţrot og bankarnir tćknilega gjaldţrota. Davíđ brást viđ ţessum ummćlum og sagđi mikilvćgt ađ tala varlega um bankana.
  • Í riti Seđlabankans um fjármálastöđuleika sem kom út í maí  er niđurstađa bankans fjármálakerfiđ sé í meginatriđum traust. Íslenska bankakerfiđ uppfylli kröfur og standist álagspróf Fjármálaeftirlits og Seđlabanka. 

Ţetta síđastnefnda hygg ég ađ sé í samhljóđan viđ ţađ, sem Jón Sigurđsson, stjórnarformađur Fjármálaeftirlitsins og varaformađur bankaráđs Seđlabankans, fullyrti í maí 2008 í auglýsingabćklingi fyrir Landsbankann í Hollandi, ţegar bankinn var ađ kynna Icesave-reikninga ţar, m.a. út frá reynslunni í Bretlandi, en ţau orđ, sem hann lét falla ţar um trausta stöđu bankans, vöktu furđu manna eftir á, og fjallađi ég um ţau HÉR á Vísibloggi mínu.

Ég hlustađi á ţessa frétt, hún var ýtarlegri, og raunar tel ég ekki mikiđ leggjandi upp úr ţeim viđbrögđum, sem komu frá Davíđ viđ orđum Gylfa Magnússonar; ţar var Davíđ ekki ađ fullyrđa neitt um góđa stöđu bankanna.

Ég skrifađi hér ađra grein, sem birtist á miđnćtti, um Kastljósviđtaliđ, og ţar taldi ég, ađ Davíđ ćtti ađ upplýsa um ţađ, hvađa ráđherra (og hvenćr) hann hefđi varađ viđ yfirvofandi falli bankanna, af ţví ađ Davíđ hefđi vikizt undan ţví ađ tala nógu skýrt um ţađ, hverjir hefđu heyrt ţćr viđvaranir hans.

Einar Mar Ţórđarson stjórnmálafrćđingur túlkađi Kastljósviđtaliđ hins vegar svo, ađ ţar hefđi Davíđ "bein[t] spjótum sínum í raun mikiđ ađ Geir H. Haarde og Sjálfstćđisflokknum," eins og segir í viđtali viđ Einar í frétt Fréttablađsins í dag, bls. 4 (sbr. einnig ţessa undirfyrirsögn ţar: 'Davíđ Oddsson segist margsinnis hafa varađ ţáverandi forsćtisráđherra viđ bankahruninu'). Sömu fullyrđingar var Einar Mar međ í hádegisfréttum Rúv í dag og ađ sjálfstćđismenn hlytu ađ kunna ţessum ásökunum Davíđs illa. Einar Mar hef ég reyndar áđur grunađ um ađ vera Samfylkingarmegin í pólitík, en jafnan fer illa á ţví, ţegar stjórnmálafrćđingar fara út fyrir verksviđ sitt og reyna ađ hafa áhrif á stjórnmálaframvindu.

Ţađ fór ţó ekki svo, ađ Davíđ hafi ekki beint gagnrýni sinni ađ neinum tilteknum ráđherra. Dómsmálaráđherra gagnrýndi hann fyrir ađ hafa veriđ međ áform um ađ fćkka í starfsliđi efnahagsbrotadeildar lögreglunnar, ţegar ţvert á móti vćri full ástćđa til ađ fjölga ţar starfsfólki um ţrefalt eđa fjórfalt frá ţví sem var. Viđvörun til ríkisstjórnarinnar um ţetta kom fram frá Davíđ "á fundi í lok september" (Mbl. í dag, s. 6).

Ţá hefur sjálfstćđismađur, Gunnar Th. Gunnarsson, upplýst um ţađ hér (hvađan sem hann hefur ţađ), ađ "sá ráđherra, sem gagnrýndi hann opinberlega fyrir ađ dramatisera, var Ţorgerđur Katrín." Ţá vitum viđ ţađ, hver ţađ var sem átti ţessa augljósu sneiđ Davíđs í Kastljósinu!


mbl.is Engir óeđlilegir eignaflutningar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvađ er Össur búin ađ vera ađ gera undanfarin ár eđa síđan 1994 ţegar Ísland gekkst undir Efnahagshluta Evrópu Bandalaganna [EC]. Var menn ekki ljós áhćtta sem fólst í ţeirri afdirfa ríku ákvörđun ađ taka upp stjórnarhćtti og samfélagsgrunnvöld EVRÓPU SAMEININGARINNAR [EU]. Ţeir fá borgađ fyrir ađ bera ábyrgđ og geta ekki boriđ fyrir sig heimsku eđa heyrnarleysi. Ţađ ţar ekki ađ segja ţeim sem eru innstu koppar í búri nokkurn skapađan hlut. Umrćđan hér á Íslandi er á svo lágu plani ađ nćr engri átt. Yfirstétt siđmenntađra ţjóđfélaga skilur myndhverfingar á mćltu máli.

Júlíus Björnsson, 25.2.2009 kl. 19:41

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ţađ ţarf ekki

Júlíus Björnsson, 25.2.2009 kl. 19:41

3 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Ekki eru öll kurl komin til grafar, ég vona bara ađ Íslendingar fari nú ađ gera sér grein fyrir verđmćti okkar felast í ađ vera sjálfstćđ ţjóđ og ţađ er engin ţarna úti í Evrópu sem er međ bjargaráćtlun fyrir ísland, hana ţurfum viđ ađ gera sjálf.

G.Helga Ingadóttir, 25.2.2009 kl. 21:37

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mćlt, Guđlaug Helga! – Ég ţakka ykkur báđum innleggin.

Jón Valur Jensson, 26.2.2009 kl. 00:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband