Er Páll postuli fundinn?

Ţannig spyr Sveinn Hjörtur Guđfinnsson á Moggabloggi sínu í dag og heldur áfram:
Ég sá áhrifamikla og spennandi frétt á Vísir.is ţar sem segir ađ fornleifafrćđingar fyrir Vatikaniđ í Róm hafi fundiđ steinkistu sem er álitin innihalda jarđneskar leifar Páls postula, en hann var einn af lćrisveinum Jesú. Steinkistan verđur ekki opnuđ ađ ţessu sinni, en líklega er Páfagarđur ađ skođa máliđ. Ţetta er örugglega einn merkasti fundur hingađ til fyrir kristna menn og verđur áhugavert ađ sjá hvert framhaldiđ verđur. Einnig vakna upp siđferđislegar spurningar eins og ţađ, hvort ţađ sé rétt ađ opna kistu Páls postula? Er Vatikaniđ ekki ţar međ ađ sýna á sér grimma hliđ ţví nóg er helgihaldiđ og heilagleikinn hjá ţeim.

"Grimma hliđ"?! spyr ég nú bara og brosi út í annađ -- og geri ţađ hér, ţví ađ ekki er Sveinn međ opiđ á athugasemdir viđ pistil sinn. En ég tek undir ţađ međ Sveini, ađ ţetta er mjög merkur fundur, ef ţar er um sjálfan Pál postula ađ rćđa, eins og skráđ er reyndar í áletrun á kistunni, ţar sem segir á latínu: "Píslarvotturinn Páll postuli". Um helmingur hinna 27 rita Nýja testamentisins eru bréf Páls til safnađa og einstaklinga, jafnvel ţótt guđspjöllin séu miklu efnismeiri og rit hans nái ekki yfir nema um 30% af verkinu. Hann er samt ótvírćtt einhver mikilvćgasti guđfrćđingur frumkirkjunnar, ásamt Jóhannesi guđspjallamanni, sem á allt ađ 5 ritum í NT, og stendur framar sjálfum leiđtoga postulanna, Símoni Pétri (sem á ţar a.m.k. I. Pétursbréf og býr sennilega sem ein frásagnarheimildin ađ baki Markúsarguđspjalls og II. Pétursbréfs).

Sjálfur vonast ég til, ađ eftir rannsóknir á kistunni og legustađ hennar verđi hún opnuđ, rétt eins og gert var í Skálholti, ţegar kista miđaldabiskupsins Páls Jónssonar fannst. Hún var opnuđ af Kristjáni Eldjárn í íslenzkri rigningu og dramatískri spennu, ţegar bein biskups komu ţar í ljós ásamt bagli hans og öđrum biskupsbúnađi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég hygg ţú hafir rétt fyrir ţér, Ţrymur.

Jón Valur Jensson (IP-tala skráđ) 8.12.2006 kl. 23:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband