Norđur-Kórea kjarnorkuveldi! – Hefur öryggi Íslands minnkađ?

Seinni hluti fyrirsagnarinnar helgast ekki síđur af Evrópubandalags-kapphlaupi skammsýnna manna, sem ganga međ svik viđ lýđveldiđ í maganum, heldur en af ytri ađstćđum heimsins; rökstyđ ég ţađ hér á eftir. Ţriđji megin-áhrifaţáttur er vitaskuld brotthvarf Varnarliđsins og sú stefna gamalla kommúnista (Steingríms J. og Össurar) í ríkisstjórn Íslands ađ leggja niđur Varnarmálastofnun og jafnvel starfsemi ratsjárstöđvanna "í sparnađarskyni" – leiđtoga í ríkisstjórn sem byrjađi á ţví međ fyrsta fundi sínum ađ fylla flugvélar af sjálfum sér og her ađstođarmanna til ađ hittast á Akureyri! Lýđskrum var ţađ og atkvćđaleit, en gođgá alger í 170 milljarđa króna hallaástandi ríkissjóđs. Og ţví má bćta viđ, ađ sýnt hefur veriđ fram á, ađ Ísland hefur margháttađ gagn – jafnvel gróđa í peningum talinn! – ađ hafa hér ársfjórđungslegt lofthelgiseftirlit af hálfu bandalagsţjóđa okkar. Ţessu er Össur reiđubúinn ađ fórna (sbr. og hér), enda ber hann ekkert skynbragđ á varnarmál og virđist ennţá haldinn sínu menntaskólahatri á Bandaríkjunum.

Ţegar hervarna Íslands er ekki gćtt međ traustum og reglulegum hćtti og ţegar loftferđaeftirlit verđur jafnvel í tvísýnu, er öryggi okkar skert. En í heimi, sem virđist ekki ađeins friđsamlegur, heldur byggir á stórauknum alţjóđaviđskiptum og samskiptum af margvíslegu tagi, milli ólíkra ţjóđa, menningarforma og stjórnmálakerfa, ţá er skiljanlegt, ađ margir telji sér óhćtt ađ treysta á status quo – ađ núverandi ástand reynist viđvarandi. Ţannig hefur ţađ raunar aldrei veriđ, hugsađ til langs tíma, ţví ađ jafnvel stórveldi fara og koma, og enginn áratugur og varla nokkurt ár er án stríđs einhvers stađar á jarđarkringlunni.  Stríđ milli ţróađra ţjóđa hafa hins vegar lagzt af ađ mestu (undantekning er ţó Georgíustríđiđ), en samt ekki hćgt ađ útiloka ţau.

Hvađ getur fengiđ háţróuđ ríki í stríđ? Gríđarlegir hagsmunir og metnađur ráđa jafnan för, einnig ađstćđur sem bjóđa upp á (skyndilega) auđveld tćkifćri til sóknar til ađ tryggja og efla stöđu eins ríkis eđa ríkjahóps gagnvart öđrum. Međal slíkra ađstćđna getur t.d. veriđ ótryggara ástand heimsmála, sem í einhverjum mćli kann ađ eiga viđ nú vegna ćvintýramennsku norđurkóreskrar einrćđistjórnar í kjarnorkumálum og heitstrenginga hennar gagnvart nágrannaríkjunum, en umfram allt ţó Bandaríkjunum (sem hafa samt veitt alţýđu manna í Norđur-Kóreu ómetanlega matvćlahjálp árum saman í hungursneyđ sem yfirvöld ţar voru ábyrg fyrir!). 

Innrás í tvö kjarnorkuvćdd ríki á nokkurn veginn sama tíma gćti nú veriđ í uppsiglingu, ţ.e. í Norđur-Kóreu og Íran. Menn óttast, ađ stjórnvöld í síđarnefnda ríkinu hafi komiđ sér upp kjarnorkuvopnum og gćtu – međ hliđsjón af megnu Gyđingahatri ţeirra – beitt ţeim gegn Ísrael. Síđastnefnda ríkiđ hefur nú ţegar einu sinni eyđilagt kjarnorkustöđ í Írak (franskan kjarnakljúf í Osirak nálćgt Bagdad 7. júní 1981) og gćtu endurtekiđ sama leik í forvarnarskyni gagnvart Íran, ţótt hćttan á hefndarárás á ísraelskt land sé mikil, enda eiga Íranir mikiđ af langdrćgum flugskeytum.

Ástandiđ er afar hćttulegt á Kóreuskaganum, ţar sem geysađi mannskćtt stríđ á árunum 1950–1953 milli Norđur-Kóreu og Kína, međ blessun Stalíns, gegn Suđur-Kóreu og herjum Sameinuđu ţjóđanna. Ţađ útţenslustríđ kommúnismans kostađi 2,4 milljónir manna lífiđ, og hef ég (í Fréttablađsgrein 11. júní 2004) kallađ ţađ "skýrt dćmi ţess, ađ uppgjöf varna getur veriđ svćsiđ ábyrgđarleysi," en Bandaríkjamenn höfđu sýnt ţađ andvaraleysi ađ flytja hersveitir sínar úr Suđur-Kóreu 1949 í fánýtu trausti á friđsemi kommúnista. 

Međ ţađ í huga, ađ sama valdafjölskyldan ríkir enn í Norđur-Kóreu, knúin harđvítugri hugmyndafrćđi, sem er jafn-tillitslaus gagnvart nágrannaţjóđunum og kóreskri alţýđu, ţá er ekki ađ undra, ađ ráđamenn Japans og Suđur-Kóreu séu uggandi vegna ástandsins og leiti styrks í hernađarmćtti Bandaríkjanna, sbr. međfylgjandi frétt og mynd af fundi ráđamanna ţessara ţriggja ríkja. Lítum nánar á ţá frétt Mbl.is (leturbr. jvj):

  • "Heimildarmenn segja ađ ţađ taki yfirleitt tvo mánuđi ađ koma stórri eldflaug fyrir á skotpalli, en ţó sé hćgt ađ gera ţađ á tveimur vikum. „Norđur-Kóreumenn gćtu ţví skotiđ eldflauginni um miđjan júnímánuđ,“ hafđi suđur-kóreska fréttastofan Yonhap eftir embćttismanni í leyniţjónustunni. [Og ţađ er stutt í 17. júní – innskot jvj.] – Taliđ er ađ eldflaugin sé af gerđinni Taepodong-2, sem Norđur-Kóreumenn gćtu skotiđ á Alaska."

Ţađ merkir um leiđ, ađ Suđur-Kórea og Japan eru auđveld skotmörk, og ćttu allir ađ hafa á ţví fullan skilning, ađ Japanir vilja sízt, ađ ţađ einsdćmi í mannkynssögunni endurtaki sig, ađ hundruđ ţúsunda manna í fjölmennum borgum verđi fórnarlömb kjarnorkustríđs – og ţađ aftur á japönsku landi.

En hvernig tengist ţetta Íslandi? Og spyrja má: Hvađ, ef eitthvađ, réttlćtir fyrirsögnina hér ofar? Jú, ţegar innrás og hernađarátök eiga sér stađ, eins og hér kann ađ vera yfirvofandi (fyrst varpađ sprengjum á kjarnorkustöđvar og eldflaugaskotpalla N-Kóreu, síđan innrás milljón manna hers ţess lands inn í S-Kóreu, hertaka Seoul og jafnvel flugskeytaárásir á fleiri suđurkóreskar borgir, sem svarađ yrđi međ innrás Bandaríkjahers og Japana, en síđan reynt ađ hamla gegn falli Norđur-Kóreu međ diplómatísku og jafnvel hernađarlegu viđnámi Kínverja og Rússa), ţá eru möguleikarnir margir í stöđunni. Ekki myndi spennan minnka viđ ţađ, ađ Ísraelar nýttu sér tćkifćriđ, "međan lítiđ bćri á," til ađ eyđileggja kjarnorkuvopnaáćtlun Írana, sem vćri um leiđ vís vegur til mikils óróa í islamska heiminum og tilefni nýrra árása á Ísrael, Gyđinga og Bandaríkjamenn víđa um heim.

Hér vćri ţá upp komiđ afar háskalegt ástand, og ţađ kann ađ vera í seilingarfjarlćgđ í raun. Einungis reynslulausir og ólesnir menn gera ekki ráđ fyrir slíkum möguleikum í stöđunni. Ekki hćtta Íranir og N-Kóreumenn hernađaruppbyggingu sinni af sjálfsdáđum, svo mikiđ er orđiđ ljóst, eftir alla viđleitnina á vegum alţjóđastofnana í Íran og misheppnađ afvopnunarferli í Norđur-Kóreu međ ţátttöku fimm eđa sex ríkja. Ástandiđ virđist ţví einungis geta versnađ, ţar til upp úr sýđur, nema alţjóđasamfélagiđ sýni ţessum ríkjum styrk sinn međ samstilltu viđskiptabanni eđa öđrum leiđum til ađ knýja fram einhverja friđarlausn, sem međfram gćti falizt í stórfelldri hjálp viđ vannćrđan almenning í Norđur-Kóreu.

Ţetta er ćriđ skođunarefni í sjálfu sér, en ţađ er um leiđ bakgrunnur ástands sem myndazt getur í Evrópu, sér í lagi á hernađarlega viđkvćmum og illa vörđum útpóstum hennar. Takist t.d. valdablokk Kína og Rússlands og bandalagsríkja ţeirra ađ "sýna fram á" meinta óbilgirni og árásarstefnu Bandaríkjamanna, ef ţau yrđu svo óheppin ađ verđa viđriđin hernađarátök á ţessum tveimur nefndu svćđum í veröldinni samtímis, ţá er ekki loku fyrir ţađ skotiđ, ađ annađhvort ţessara stórvelda eđa bćđi teldu sér heimilt ađ grípa jafnvel til ađgerđa annars stađar í heiminum til ađ "rétta af balanzinn, sem fór úr skorđum."

Og ţá kemur Ísland aftur inn í myndina. Vitađ er, ađ hér hafa Sovétmenn haldiđ uppi miklum njósnum og undirróđursstarfsemi almennt á Norđurlöndunum um áratuga skeiđ. Nú eru Sovétríkin gengin, illrar minningar, en Rússland er aftur komi til áhrifa – og byrjađ á ný hernađarlegt flug í kringum Ísland. Ţađ kemur ekki til af djúpstćđri ţörf Kremlarmanna til ađ eyđa flugvélabenzíni og dýrmćtri orku hermanna sinna og tćkjakosts, ţótt Össur kunni ađ halda ţađ. Slíkt flug hverju sinni felur ekki í sér viljann til ađ ráđast á landiđ ţá ţegar, en er til marks um, ađ yfirvöld vilji, ađ hermenn ţeirra séu ţjálfađir til ađ kynnast stađháttum og ađstćđum, međ hugsanlegt framtíđarstríđ eđa innrás í huga.

Nýframkomiđ frumvarp stjórnarţingmanna um friđlýsingu Íslands gegn kjarnorkuvopnum og bann viđ komu herskipa hingađ međ slík vopn beindi athygli manna ađ ţví, ađ vegna slíkrar yfirlýsingar Nýsjálendinga rufu Bandaríkin ANZUS-varnarbandalags-samvinnu sína viđ Nýja-Sjáland. Talsmenn NATO hafa (skv. lítt áberandi frétt) neitađ ađ tjá sig um ţetta frumvarp vinstriflokkanna á Íslandi (til alls hafa ţeir tíma – EB-innlimunar-landráđaáforma, kynjakvóta-spjalls o.m.fl. – nema til ađ bjarga efnahag landsins).

Vćntanlega tekst gömlu kommúnistunum í ríkisstjórn Íslands ekki ađ koma landinu úr NATO, ţví ađ ţađ vćri ekki ađeins til ađ stađfesta fullkomiđ varnarleysi okkar, heldur yfirlýsing til hugsanlega herskárra ríkja um ađ hér sé allt opiđ ţeim til landvinninga, af ţví ađ Íslendingar vilji ekki verja sig. (Önnur stađfesting á ţeirri uppgjafar- eđa bjartsýnishyggju var líka sú ábyrgđarlausa ákvörđun um 1995 ađ nema úr gildi 75. grein stjórnarskrárinnar, svohljóđandi: "Sérhver vopnfćr mađur er skyldur ađ taka sjálfur ţátt í vörn landsins, eftir ţví sem nákvćmar kann ađ verđa fyrir mćlt međ lögum.")

Og ţá er ţađ Evrópubandalagiđ. Takist ţví ađ ná undir sig Íslandi, sem er ţví mikiđ kappsmál, bćđi af efnahagslegum ástćđum og hernađarlegum, ţá geta Rússar litiđ ţađ ţeim augum, ađ ţar međ sé Ísland ţeim endanlega tapađ til landvinninga, en ţann draum hafa ráđamenn ţar aliđ međ sér ekki ađeins frá dögum Leníns, heldur frá tíma hermálaráđherra Rússakeisara á 19. öld.

Og hér er komiđ ađ efni fyrirsagnar minnar: Ţađ óvissuástand, ađ Ísland gćti horfiđ inn í Evrópubandalagiđ og ađ ţađ bandalag međ sinn Evrópuher kćmi síđan upp herstöđvum hér, m.a. norđanlands, ţar sem ţćr sneru ađ Norđur-Íshafinu međ ţess ört vaxandi efnahags- og hernađarlega gildi, mun ekki vera ráđamönnum í Kreml neitt fagnađarefni. 

Breytist heimsástandiđ vegna Norđur-Kóreu og/eđa Írans, gćti ţađ hrint af stađ atburđarás, sem í tengslum viđ nefndar ađstćđur hér á landi kynni ađ leiđa til hernađarspennu og jafnvel innrásar í land okkar. Ţví ber ađ leggja allt kapp á ađ halda hér uppi fullu lofthelgiseftirliti og taka enga áhćttu međ ađ missa flugumferđarstjórnina (ábatasömu!) í hendur annarra ţjóđa (sbr. nánar hér), heldur efla miklu fremur samvinnu viđ NATO-ţjóđirnar.

Vafalítiđ munu ýmsir líta á ţessi skrif sem "hrćđsluáróđur", en hér er skrifađ út frá ákveđnum forsendum, sem eru ekki í hendi nú, en geta orđiđ ţađ. Rússar myndu seint eđa aldrei hćtta til sínum nytsamlegu, alţjóđlegu samskiptum viđ Evrópu og Ameríku međ stórfelldri ćvintýramennsku í formi hernađar á Norđur-Atlantshafi. En í andrúmslofti alţjóđaspennu, jafnvel tveggja styrjalda á viđkvćmum svćđum jarđar og í krafti meints "réttlćtis" til ađ rétta sinn hlut, gćtu viđsjálir ráđamenn í Kreml gripiđ til margs konar ađgerđa og jafnvel međ öđrum hćtti en hér var lýst, t.d. notkun 5. herdeildar erlendra manna hér á landi og "friđsamlegri" ađferđ nazista til hertöku Kaupmannahafnar og síđan allrar Danmerkur 1940 (sömu ađferđ var beitt í Noregi, en Norđmenn hlupu til vopna).

Og ég biđ menn íhuga ţađ, hvort rétt sé (1) ađ kljúfa ţjóđina í tvćr fylkingar og valda hér frambúđar-friđslitum međ innlimun okkar í Evrópubandalagiđ, (2) ađ taka ţá áhćttu, ađ yfirvofandi "ađildar"-umsóknarferli geti aukiđ spennu og árásargirni međal ráđamanna erlends stórveldis, sem jafnan hefur veriđ umhugađ um ađ leiđin í gegnum GIUK-hliđiđ út á Atlantshaf sé sem greiđust fyrir herskip ţeirra og kafbáta – og vill fyrir hvern mun ekki minnka hernađarlega yfirburđi sína í norđurhöfum, nú ţegar mikilvćgi neđansjávar-náttúruauđlinda Norđurhjarans og siglingaleiđa norđan heimsálfanna er ađ stóraukast; (3) ađ tefla í tvísýnu öryggi Íslands međ ţví ađ hafa ţar viđ völd menn međ afdönkuđ öfgaviđhorf í varnarmálum og láta hiđ háa Alţingi hlaupa eftir bráđrćđis-hugmyndum ţeirra, sem byggja fyrst og fremst á gömlum fordómum gegn nauđsyn landvarna og gegn bandalagsríkjum okkar.


mbl.is Varar viđ vígbúnađarkapphlaupi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sćll; Jón Valur - ćfinlega !

Ćtli okkur stafi ekki meiri hćtta; af ţeim ruslara lýđ, hver á ađ heita ráđa menn, hér á Fróni, og ţessum illhryssings söfnuđi ţeirra, hverjir eru forstokkađir mála liđar ESB og AGS, Jón Valur, fremur en nokkrum ómerkilegum rakettum, austur í Asíu ?

Jóhanna Sigurđardóttir; er okkur hćttulegri, en Kim Jong-il, hvađ ţá, Persíu (Írans) forseti, svo til haga skyldi halda.

Sameinumst; öll sem kost eigum á, ađ hrinda andstyggđar plágu, ţeirra Jóhönnu og Steingríms, af höndum okkar - fremur en; ađ hafa óţarfa áhyggjur, af ćfintýra tilraunum Asískra ráđamanna, Jón minn.

Međ; hinum beztu kveđjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráđ) 30.5.2009 kl. 16:02

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţetta innlegg er nú í ţínum stíl og anda, Óskar minn Helgi, en forsendurnar minna á botninn sem var suđur í Borgarfirđi. Ég ţakka ţér samt fyrir ţetta fyrsta af eflaust fleiri dćmum um óhafandi gagnrök, sem eiga eftir ađ berast hingađ inn á vefslóđina, og óska ţér góđs og gleđilegs sumars.

Jón Valur Jensson, 30.5.2009 kl. 16:13

3 Smámynd: Páll A. Ţorgeirsson

Er nokkuđ öryggi í veröldinni ţegar veikir menn komast yfir kjarnorku, ţađ held ég ekki.  Er ţá ekki nokkuđ sama hvar á hnettinum menn búa.

Páll A. Ţorgeirsson, 30.5.2009 kl. 16:25

4 Smámynd: Axel Ţór Kolbeinsson

Ég hefđi viljađ bćta viđ ţriđja mögulega stríđinu, á milli Indlands og Pakistan.  Bćđi löndin eru kjarnorkuveldi í dag.

Axel Ţór Kolbeinsson, 30.5.2009 kl. 16:32

5 Smámynd: Guđmundur Jónas Kristjánsson

Sćll Jón Valur. Ömurlegt hvernig ţessi and-ţjóđlega ríkisstjórn hagar sér í
öryggis-og varnarmálum. Og ekki nóg međ ţađ, heldur segir upp 20 löggćslumönnum fyrir skömmu. Sem fullveldis- og ţjóđfelissinni styđ ég
heilshugar sem öflugstu varnir hér á landi međ BEINNI ţáttöku Íslendinga í
ţeim. Enginn mun verja okkar sjálfstćđi og fullveldi NEMA VIĐ SJÁLFIR.
Táknrćnt hvernig ţessi and-ţjóđlega vinstristjórn dregur úr öllu er varđar
öryggis-og varnarmál ţjóđarinnar Á SAMA TÍMA sem hún gerir ALVARLEGA
atlögu ađ fullveldi og sjálsstćđi Íslands međ áformum sínum ađ innlima
ţađ inn í ţetta fjandans Evrópusamband ófrjálsra ríkja... 

Guđmundur Jónas Kristjánsson, 30.5.2009 kl. 17:02

6 identicon

Heilir og sćlir; á ný !

Jón Valur !

Sem ţú vilt; skal ég hafa mína sérvizku - ađrir hafi sínar. Mátti til; ađ bćta viđ, ađ síđan eru ţađ ýmis öfl önnur, innlend, sem stuđla ađ tortímingu okkar samfélags, s.s. sjálftöku hópar ýmsir - Gylfi Arnbjörnsson ASÍ eigandi - sukk félagar hans, í Lifeyrissjóđa kerfinu, auk annarra skuggalegra afla.

Ţannig ađ; rakettur útlendra, verđa síđri til, ađ tortíma okkur, en ýmis innlend óféti, Jón minn. 

Ítreka; stuđning minn, viđ land- og ţjóđvininina Guđmund Jónas Kristjánsson, og Axel Ţór Kolbeinsson, og ţađ hugsjóna fólk annađ, hvert á fullveldis meiđ vill byggja framtíđ alla.

Međ; hinum beztu kveđjum - sem öđrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráđ) 30.5.2009 kl. 17:15

7 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Viltu lesandi góđur gerast félagi í Samtökum Fullveldissinna og vinna gegn ţessu rugli?

http://l-listinn.blog.is/blog/l-listinn/entry/887395/

Ţeir sem vilja gerast félagar strax geta sent eftirfarandi upplýsingar á:

l.listinn@gmail.com

Nafn:
Kennitala:
Heimilisfang:
Póstnúmer og stađur:
Tölvupóstfang og/eđa sími:

Nánari Upplýsingar á : http://l-listinn.blog.is/

Ísleifur Gíslason, 30.5.2009 kl. 17:31

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég ţakka innleggin og góđar hvatningar – líka ţessa síđustu frá Ísleifi.

Vil svo bara nefna ţađ, til ađ svara Óskari, ađ ţađ var enginn ađ tala um ţađ hér, ađ "rakettur útlendra" vćru ađ fara ađ "tortíma okkur". Ég hygg nú Rússa penni en svo, ađ ţeir fćru ţá leiđina.

Ég deili međ Guđmundi Jónasi áliti hans á ţessari and-ţjóđlegu ríkisstjórn og framferđi hennar í öryggis-og varnarmálum.

En umrćđan er rétt byrjuđ!

Jón Valur Jensson, 30.5.2009 kl. 18:21

9 Smámynd: Björn Heiđdal

Ef Rússar eđa einhverjir ađrir vilja hertaka Ísland međ valdi ţá skiptir ekki nokkru máli hvort viđ eigum sjálf vopnađar varnarsveitir eđa fáum flugsveita heimsóknir stöku sinnum.  Síđan sé ég ekki betur en ţú haldir ađ Nató sé eitthvađ friđarvarnarbandalag sérsniđiđ utanum hagsmuni Íslands.  Nató er bara í dag ESB herinn plús Ameríka og Kanada.  Ég trúi ţví ekki ađ ţú sért fylgjandi ađ ESB herinn passi land og ţjóđ?   

Björn Heiđdal, 30.5.2009 kl. 21:10

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér var ég búinn ađ slá inn prýđissvari ađ mestu, en missti ţađ síđan allt út! Ţú fćrđ ţitt svar, Björn, viđ ţessu vanhugsađa, villandi innleggi ţínu.

Jón Valur Jensson, 30.5.2009 kl. 21:44

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţetta er mjög algengt í varnarmálaumrćđu, ađ menn komi glefsandi inn međ skjótráđnar athugasemdir í strákslegum stíl. Birni er títt ađ svara í gamansömum tón, svo ađ menn vita naumast, hver raunveruleg meining hans er, en tökum hann hér á orđinu.

Herfróđari og upplýstari menn en ég eru ekki sammála ţví mati Björns, ađ ekki skipti nokkru máli viđ rússneska innrás "hvort viđ eigum sjálf vopnađar varnarsveitir," en hann talar vitaskuld út frá ţeim litlu forsendum og ţekkingu sem hann hefur í ţví efni.

Ţađ sama á viđ um tal hans um flugsveita-heimsóknirnar. Ţar safnast nefnilega saman mikilvćg reynsla, ćfing og yfirsýn og samstarf margra ađila, sem er lykilatriđi fyrir varnir landsins, en Björn virđist alveg saklaus af ađ vita nokkuđ um.

2. málsgrein hans (kl. 21.10) er órökstudd og raunar óútskýrđ!

Rangt er, ađ NATO sé "bara í dag ESB herinn plús Ameríka og Kanada," ţví ađ mikilvćg lönd eru í NATO, sem ekki eru í Evrópubandalaginu, svo sem Noregur, Ísland og Tyrkland, og í EB eru hins vegar lönd eins og Írland, Finnland og Austurríki, sem ekki eru í NATO, og er ţá ekki allt upp taliđ. Ţar ađ auki eru Bandaríkin (sem ein sér búa yfir meiri hernađarmćtti en öll önnur NATO-lönd samanlögđ) og Kanada engin smáríki sem ekki ber ađ reikna međ í dćminu.

Engan hug hef ég á Evrópubandalagshernum hér á landi, ekki frekar en öđrum útsendurum ţess sérgóđa og ágenga bandalags sem nú hyggst leggja undir sig land okkar án orrustu, en međ sínum peningum og mannskemmandi áróđri.

Ţetta innlegg er verulega öđruvísi en ţađ, sem ég hafđi skrifađ áđan, einkum vantar hér lokapunktana um ljótt framferđi EB í ţriđja heiminum – nokkuđ sem sýnir í hnotskurn harđvítuga hagsmunagćzlu og yfirgang ţess í ţágu stórkapítalsins í höfuđlöndum ţess.

Jón Valur Jensson, 30.5.2009 kl. 22:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband