"Guđ blessi ţig!" - & fjölmiđlaframmistađa á jólum

Af trúum fagnađarbođskap vitnisbera hins sanna jólaanda -- og ótrúum fréttaburđi á okkar slóđum

Jólin eru sannarlega gengin í garđ, fjölskyldutími og helgihalds og messusókn mikil, fjölmiđlar vanda efni sitt eftir föngum, bođiđ er upp á glćsidagskrá í tónum og tali -- stórmyndir eins og hin ógleymanlega franska fuglamynd, stórskemmtilegt, dramatískt söngverk, Vofan í óperunni eftir Andrew Lloyd Webber, o.fl. gćđaverk eiga skyndilega greiđan ađgang á skjáinn á Sjónvarpinu, jafnvel svo, ađ viđ komumst ekki yfir ađ sjá ţetta allt -- sumt fer ţví fyrir ofan garđ og neđan vegna heimbođa og undirbúnings hátíđahalda.

Ţađ fór ţó ekki hjá ţví, ađ ég fylgdist međ útvarpinu, einkum BBC á ađfangadag, ţar voru góđir dagskrárliđir, m.a. fariđ yfir krćsilegt efni úr útvarpsviđtölum á árinu. Einnig hlustađi ég ţar á fréttir. Međ samanburđi á BBC og RÚV kom í ljós, hvernig hvor stöđin bćtti upp hina. Annars vegar varđ ég í enn eitt skipti vitni ađ ţví, sem glöggir menn myndu trúlega kalla stórfellda misnotkun á ţeim ríkisfjölmiđli okkar, ţá sem oftar í ţágu skekktrar eđa blekkjandi myndar sem okkur sé gefin af atburđum í Landinu helga, og bćtist ţađ klúđur ofan á annađ sem ađrir Moggabloggarar hafa veriđ ađ skrifa hér um síđan í gćr. Hins vegar átti góđur umsjónarmađur hádegisfrétta Rúv í gćr öllu betra innslag, ţegar hann sagđi frá jólapredikun páfa. Kem ég ađ hvoru tveggja betur hér á eftir.

Vissulega hefur RÚV fram ađ bjóđa góđa hluti á hverjum jólum. Eftir hádegi á jóladag var t.d. vegleg dagskrá um Gunnar Gunnarsson á Rás 1, ţar sem margt merkilegt kom fram; verđur sá ţáttur vonandi endurtekinn. Ţegar ég hóf ađ slá inn ţennan pistil, hafđi ég í gangi ţátt međ séra Ţórhalli Heimissyni um Vatíkaniđ og Rómaborg, međ mörgum fallegum söngvum inn á milli [1]. Hápunktur minnar hlustunar eins og margra er ţó eflaust viđtalsţátturinn međ herra Sigurbirni Einarssyni, sá sem fluttur var í Sjónvarpinu í gćrkvöldi (og ég varđ ađ taka upp til ađ sjá hann í dag). Sá kirkjuhöfđingi á hvađ óskiptasta virđingu allra landsmanna, enda höfum viđ margt af honum ţegiđ og lćrt á hans löngu og farsćlu starfsćvi.

Vísvitandi hlutdrćgni í fréttavali frá Landinu helga?

Aftur ađ fréttum af alţjóđavettvangi. Menn hafa veriđ ađ skrifa hér á Moggabloggi um einkennilega öfugsnúnar fréttir í Rúv frá Betlehem og almennt um stöđu mála í Ísrael og Palestínu. Enginn hefur ţó vakiđ athygli á dularfullri ţögn Rúvsins um ţađ sem var ein ađalfréttin hjá Heimsţjónustu BBC á jólanótt frá Landinu helga og hlaut ţar mest áberandi sess međal annarra frétta ţađan. En í ţessari var frá ţví sagt, ađ ćđsti yfirmađur rómversk-kaţólsku kirkjunnar (Latin church) í Landinu helga, Michel Sabah erkibiskup í Jerúsalem, hefđi sárbćnt vopnađar fylkingar Palestínumanna um ađ stöđva átök sín á milli. Ţetta gerđi hann í miđnćturmessu í Fćđingarkirkjunni í Betlehem. Sabah er fyrsti Palestínumađurinn til ađ ţjóna ţessu erkibiskupsembćtti, og ţví fer fjarri, ađ hann hafi veriđ gagnrýninn á Palestínu-Araba hingađ til, ţvert á móti hefur hann gengiđ svo langt í stuđningi viđ ţá, ađ hann hefur jafnvel virzt afsaka sjálfsmorđssprengjumenn, sem ráđizt hafa á Ísraelsmenn, og á ađ baki beina samvinnu, ef ekki ţjónkun viđ Jasser Arafat. Nú hvatti hann ţćr fylkingar Palestínumanna, sem berjast sín á milli, til ađ leggja niđur vopn og kvađ átök ţeirra fela í sér nýja viđbótarhćttu, "leiđa til fleiri dauđsfalla, meiri ringulreiđar og nýs ţrćldómsoks sem viđ leggjum á sjálfa okkur," eins og hann sagđi í predikun sinni. Ţetta er harla ólíkt tóninum í Ţorvaldi Friđrikssyni, fréttamanni Rúv, kringum ţessi jól sem endranćr, ţar sem ćvinlega er veriđ ađ skella allri sök á óförum Palestínu-Araba á Ísraelsmenn og harđstjórn af ţeirra hálfu.

Já, hvernig var ţessari frétt svo tekiđ hér heima? Fréttastofa Rúv hefur oft boriđ fyrir sig, ţegar hún hefur veriđ gagnrýnd, ađ ţannig séu t.d. fréttirnar í BBC eđa danska útvarpinu. Birti hún ţá ţessa frétt, eins og BBC gerđi? Ţví fór víđs fjarri! Ţađ var kyrfilega ţagađ um ţessi ummćli erkibiskupsins, og er hann ţó enginn vinur Ísraelsríkis. Ţetta hefur einfaldlega ekki ţótt henta í ţá samsuđu sem Ţorvaldur Friđriksson leggur á borđ fyrir okkur Íslendinga um ţessi jól. Ţó sá hann um fréttaauka daginn eftir (í hádegisfréttum á jóladag), ţar sem hann gat einmitt um ţessa jólanćturmessu í Fćđingarkirkjunni og (réttilega) ađ Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, hafi sótt ţá messu. Hann fjallađi ennfremur um ástandiđ í Betlehem, en kom hvergi inn á ţá predikun, sem ţar var flutt á jólanótt og svo áberandi fréttaefni hafđi orđiđ í heimsútvarpi BBC! Sem fyrri daginn útblćs Ţorvaldur ofríki Ísraelsmanna, á sama tíma og hann ţegir um heiftarleg brćđravíg međal Palestínumanna sjálfra, og liggur ţó í loftinu, ađ borgarastyrjöld geti hlotizt af, ef ekki tekst ađ stöđva ţau hjađningavíg. Um gagnrýni hćst setta kaţólikkans í Landinu helga varđar Ţorvald ekkert, ef hún fellur í ţá átt, sem honum og málvini hans Sveini Rúnari Haukssyni er ekki ađ skapi. Ţessi vinnubrögđ Ţorvaldar koma mér ekki á óvart, eftir ađ ég hef fylgzt međ ţessum sérlunduđu háttum hans á Fréttastofunni í hátt á annan áratug -- ţví hátterni sem ýmsir ađrir eru ađ taka eftir ţessa dagana.[2] En ég undrast hina endalausu ţolinmćđi sem yfirmenn Fréttastofunnar og Ríkisútvarpsins hafa sýnt og sýna enn ţessum starfsmanni sínum. Aldrei mundi ţetta líđast nema í mesta lagi nokkrar vikur í öđrum siđmenntuđum löndum Evrópu.

Páfinn enn sem fyrr óhrćddur ađ minna á hlutskipti hinna ófćddu

Viđ heyrđum í hádegisútvarpi í gćr sagt frá predikun páfa á jólanótt, sem hann tileinkađi börnunum, einkum fátćkum og ţjáđum, fćddum sem ófćddum, eins og hinn ágćti fréttamađur Broddi Broddason, umsjónarmađur ţessara frétta, sagđi frá í stuttu ágripi sínu kl. 12.22 25/12:

Páfi biđur fólk ađ hugsa vel um börnin -- Tugir ţúsunda hlýddu á Benedikt sextánda páfa syngja jólamessu í Péturskirkjunni í Róm á miđnćtti, messunni var sjónvarpađ til milljóna manna víđa um heim. Páfi hvatti ţjóđir heims til ţess beina sjónum sínum ađ fátćkum börnum og fćddum og ófćddum börnum sem sćti ofbeldi og ţjáist. Ţegar fćđingu barnsins frá Betlehem sé fagnađ ţá minnist menn ţeirra barna sem ţurfi ađ betla, sem líđi hungur, barna sem neydd séu til hermennsku og barna sem ekki séu elskuđ.

Ţessu fagna ég, ţ.e. ađ ekki sé ţagađ um ţennan ţátt í bođun páfa, málsvörn fyrir hina ófćddu, jafnvel ţótt heimsţjónusta BBC hafi gert ţađ í sínum fréttum [3] og ţrátt fyrir augljósa hneigđ vinstri- og "frjálslyndis"aflanna á Íslandi til sömu viljandi vanrćkslu. Hér fćr ţví Rúv rós í hnappagatiđ frá mér eđa réttara sagt Broddi Broddason, ţví ađ fréttirnar á ţeim bć virđast mjög gjarnan vera komnar undir hlutlćgni eđa hlutdrćgni einstakra fréttamanna.

Í framhaldi af ţessu er vert ađ geta ţess, ađ ţann 28. desember er "messudagur hinna heilögu sakleysingja" -- sveinbarnanna sem Heródes konungur lét taka af lífi vegna fregna sem honum höfđu borizt til eyrna af hinum nýfćdda konungi Gyđinga. Allt frá árdögum kirkjunnar hefur minning ţeirra veriđ heiđruđ í helgihaldinu, af ţví ađ ţeir voru álitnir deyja píslarvottadauđa vegna Krists; sá messudagur hefur a.m.k. frá tíma Leós páfa mikla (d. 461) veriđ á ţessum degi. Tveimur dögum síđar, 30. desember, verđur dagur hinnar heilögu fjölskyldu, sem raunar er nýlegur messudagur í kaţólsku kirkjunni. Á ţessum ţremur messudögum, frá jólum til 30. des., er veriđ ađ minnast okkar minnstu brćđra og systra, barnanna sem Jesús bauđ lćrisveinum sínum ađ varna ţess eigi ađ koma til sín. Rómversk-kaţólska kirkjan -- eins og raunar hin orţódoxa líka -- hefur trúfastlega minnzt ekki einungis fćddra barna í fyrirbćnum sínum, heldur og hinna ófćddu, sem á síđustu áratugum hafa veriđ leiksoppur óguđlegrar veraldarhyggju sem koma vill ţeim fyrir kattarnef -- og gerir ţađ í raun og verki: 48 milljónir ófćddra sem enda líf sitt í fósturdeyđingu á hverju ári. Verđur himnaríki kannski fullt af fórnarlömbum synda okkar? Verđa ţeir ófćddu, sem ţó bjuggu yfir ódauđlegri sál, kannski í meiri hluta međal hinna frelsuđu? Hneykslizt ekki á ţessari spurningu, heldur minnizt orđa Jesú: "Gangiđ inn um ţrönga hliđiđ, ţví ađ vítt er hliđiđ og vegurinn breiđur, sem liggur til glötunar, og margir ţeir sem ţar fara inn. Hve ţröngt er ţađ hliđ og mjór sá vegur, er liggur til lífsins, og fáir ţeir, sem finna hann" [4]. Tökum mark á orđum hans, alveg eins og hann tekur mark á okkar eigin orđum [5] -- ţó ekki ţeim, sem í raun voru glysmćlgi ein án innihalds! [6]

Ţađ, sem mest snart mig ţó mest viđ hlustun á fréttir um ţessi jól, var einlćgt ákall Desmonds Tutu, erkibiskups anglíkana í Suđur-Afríku, fyrir frelsun búrmönsku baráttukonunnar Aung San Suu Kyi, flutt í fáeinum kröftugum orđum hans á jólanótt í BBC World Service. Ég vildi ég gćti miđlađ ţeim hér til ykkar! En í grófasta ágripi rćddi hann ţar m.a., ađ einrćđisstjórn herforingjanna í Burma muni aldrei sigrast á hugrekki hennar og hugsjón fyrir ţjóđ sína, ţótt ţeir haldi henni árum saman í stofufangelsi. Hún eigi eftir ađ verđa forseti landsins og innleiđa ţar á ný lýđrćđislega stjórnarhćtti. Og hann endađi skilabođ sín á jólum međ ţessum tilfinningaţrungnu orđum til hennar: "Guđ blessi ţig. Guđ blessi ţig. Guđ blessi ţig!"

Ţetta fannst mér falleg jólakveđja og mun sitja í hug mínum lengur en margar ađrar.

-------------------------------------oOo-------------------------------------

[1] "Undir yfirborđi Vatíkansins." Ţátturinn verđur endurtekinn á laugardag.

[2] Sjá pistla Gests Halldórssonar, Eru komnir nýir fréttaritarar hjá RÚV, Hjartar J. Guđmundssonar: Fréttaritari Ríkisútvarpsins í Betlehem, Sveinn Rúnar Hauksson, og Snorra G. Bergssonar: Alltaf sami áróđurinn í RUV.

[3] Ţess ber ţó ađ geta ađ verđleikum, ađ í ţeim yfirlitsţćtti BBC á ađfangadag, sem ég gat um hér í byrjun ţessa pistils, međ útdráttum úr góđum viđtölum, var einmitt eitt slíkt viđtal viđ eindreginn fósturverndarsinna, sem ţar fekk ađ rökstyđja viđhorf sitt ágćtavel og ţađ undir allerfiđri spurninghríđ ţáttagerđarkonunnar; hún gaf honum ađ lyktum verđugt hrós fyrir hans sterku og áhrifaríku sannfćringu.

[4] Mt. 4.13-14. Sbr. einnig Lúk. 13:22-30: Og hann hélt áfram til Jerúsalem, fór um borgir og ţorp og kenndi. Einhver sagđi viđ hann: "Herra, eru ţeir fáir, sem hólpnir verđa?" Hann sagđi viđ ţá: "Kostiđ kapps um ađ komast inn um ţröngu dyrnar, ţví margir, segi ég yđur, munu reyna ađ komast inn og ekki geta. Ţegar húsbóndinn stendur upp og lokar dyrum og ţér takiđ ţá ađ standa fyrir utan og knýja á dyr og segja: Herra, ljúk ţú upp fyrir oss! mun hann svara yđur: Ég veit ekki, hvađan ţér eruđ. Ţá munuđ ţér segja: Vér höfum ţó etiđ og drukkiđ međ ţér, og ţú kenndir á götum vorum. Og hann mun svara: Ég segi yđur, ég veit ekki, hvađan ţér eruđ, fariđ frá mér allir illgjörđamenn! Ţar verđur grátur og gnístran tanna, er ţér sjáiđ Abraham, Ísak og Jakob og alla spámennina í Guđs ríki, en yđur út rekna. Ţá munu menn koma frá austri og vestri, frá norđri og suđri og sitja til borđs í Guđs ríki. En til eru síđastir, er verđa munu fyrstir, og til eru fyrstir, er verđa munu síđastir."

[5] Sjá ţessi orđ Jesú í Mt.12.36: "En ég segi yđur: Hvert ónytjuorđ, sem menn mćla, munu ţeir verđa ađ svara fyrir á dómsdegi, ţví ađ af orđum ţínum muntu sýknađur, og af orđum ţínum muntu sakfelldur verđa."

[6] Sbr. orđ Jesú í Mt.7.21: "Ekki mun hver sá, sem viđ mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá einn, er gjörir vilja föđur míns, sem er á himnum."


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Vill bara segja KVITT fyrir lesturinn

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.12.2006 kl. 17:01

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í frétt Morgunblađsins á jóladag (http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1243600) var sagt frá ţerssari jólanćturmessu erkibiskupsins međ eftirfarandi hćtti:

Mahmud Abbas rćđir viđ Michel Sabbah í miđnćturmessu í kaţólsku kapellunni í Fćđingarkirkjunni í Betlehem (Reuters, Erlent | AFP | 25.12.2006 | 10:22)

Fordćmdi innbyrđis átök Palestínumanna

Michel Sabbah, patríarki kaţólsku kirkjunnar í Jerúsalem, fordćmdi innbyrđis átök Palestínumanna ţegar hann flutti prédikun í miđnćturmessu í Betlehem á Vesturbakkanum í nótt. Mahmud Abbas, forseti Palestínumanna, var viđstaddur athöfnina.

„Nú ţegar jólin eru hringd inn eru erfiđleikarnir miklir og ţađ er aukiđ á ţá međ innbyrđis deilum," sagđi Sabbah. „Ţessi brćđraátök leiđa til fleiri dauđsfalla og nýs oks, sem viđ leggjum á okkur sjálf."

Sabbah er fyrsti Palestínumađurinn sem gegnir embćtti patríarka rómversk-kaţólsku kirkjunnar í Jerúsalem.

Sabbah sagđi viđ Abbas: „Ţú ert velkominn ásamt öllum ţínum félögum." Hann hvatti síđan alla stjórnmálaleiđtoga á svćđinu til ađ lćra ađ verđa friđflytjendur en ekki stríđsherrar, veita líf en ekki dauđa og átökin í Miđausturlöndum hefđu stađiđ of lengi yfir. „Ţađ er löngu tímabćrt ađ leiđtogar okkar bindi enda á ţetta langa tímabil dauđans í sögu okkar."

Um ţessa frétt bloggađi Snorri Bergz pistil undir heitinu Úlfur í sauđargćru. Ég mun bćta hér viđ aths. um ţađ, ţví ađ tíminn er útrunninn á athugasemdir viđ ţá grein hans.

Jón Valur Jensson, 30.12.2006 kl. 16:21

3 identicon

48 milljörðum fósturvísa eytt, segirðu? Það þýðir, hvað, 16 fóstureyðingar á ári fyrir hverja einustu konu í heiminum? Þ.e.a.s. ef maður reiknar með því að það séu 3 milljarðar kvenna og þetta séu eintómir einburar. Það eru að sönnu svimandi tölur, hærri en ég ímyndaði mér.

Vésteinn Valgarđsson (IP-tala skráđ) 31.12.2006 kl. 10:35

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér fyrir ábendinguna, Vésteinn, ţetta var vitaskuld klaufska hjá mér, enda mannkyniđ ekki nema um 6 milljarđar! Ég leiđrétti ţetta hér međ og ţakka ţér fyrir ţessa ţátttöku ţína í bloggi mínu.

Jón Valur Jensson, 31.12.2006 kl. 13:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband