Jón Valur Jensson : Á ađ breyta Alţingi í 3. flokks undirţing?

HVAR er sú ţjóđ á vegi stödd, sem rćđur ekki sínum eigin lögum? Endurheimt fulls löggjafarvalds inn í landiđ var okkur brýn nauđsyn, enda kappsmál og keppikefli Jóns forseta Sigurđssonar og annarra sem börđust fyrir sjálfstćđi ţjóđarinnar. 1874 fengum viđ á ný löggjafarvald yfir afmörkuđum „sérmálum“ okkar, síđar meira vald í löggjöf, loks algert fullveldi. Í krafti ţess gátum viđ m.a. fćrt út landhelgina og gert tollasamninga viđ önnur ríki.

En hvernig er löggjöf háttađ í Evrópusambandinu? Ţing ţess í Strassborg, međ hátt á 8. hundrađ ţjóđfulltrúa, ţar sem viđ ćttum í mesta lagi von á fimm slíkum, ef viđ létum innlimast í bandalagiđ, telst vera löggjafarţing ţess, jafnvel ţótt ţingmenn hafi ekki sjálfstćđan rétt til lagafrumvarpa! (lagatillögur koma allar frá framkvćmdastjórninni í Brussel).

Ţjóđverjar, sem eru 260 sinnum fleiri en viđ, búa nú viđ ţađ ástand, ađ rúmlega 80% allra lagagerđa sem tóku gildi í Ţýzkalandi á árunum 1998 til 2004 áttu ekki uppruna sinn ţar, heldur hjá ESB, en tćp 20% komu frá Ţjóđverjum sjálfum. Ţó er ţýzka sambandsţingiđ, Bundestag (međ sína 612 ţingmenn), örugglega margfalt afkastameira en okkar litla Alţingi. Gefum okkur samt, ađ Ţjóđverjar setji einungis tíu sinnum fleiri lög en viđ. Ef viđ létum tćlast inn í ESB, jafngildir ţetta ţví, ađ Alţingi myndi sjálft setja um 2% allrar löggjafar fyrir land okkar, en Evrópusambandiđ 98%! Ţetta eitt myndi greinilega gera Alţingi ađ annars flokks ţingi.

Ţar ađ auki yrđu ESB-lögin hér forgangslög, meira ađ segja međ ţeim hćtti, ađ ef árekstrar (“conflict“) eru innbyrđis milli ţeirra laga og íslenzkra laga, ţá eiga samkvćmt ađildarsamningum (t.d. Svía og Finna) lög Evrópubandalagsins ađ ráđa, ekki landslög ríkjanna (sjá hér: http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/878892/ – ţ.e. um réttinda-afsaliđ sem yfirlýst og stađfest yrđi međ ađildarsamningi viđ ESB). Ţetta myndi ekki ađeins gera Alţingi ađ 2. flokks löggjafarţingi, heldur 3. flokks undirţingi.

Ţar ađ auki er neitunarvald einstakra ríkja í velflestum málum á útleiđ í bandalaginu skv. stefnumörkun Lissabon-sáttmálans, sem trúlega verđur međtekinn sem eins konar stjórnarskrá ESB.

Góđir Íslendingar! Viđ eigum ekkert erindi inn í evrópskt risaveldi međ sterka hneigđ til samlögunar og miđstýringar. Höfnum umsókn um „ađild“ ađ ţessu bandalagi! Ađildin er í reynd innlimun í stórveldi međ heimsveldisdrauma (sjá nánar: http://blogg.visir.is/jvj/2009/06/06/tolum-um-innlimun-ekki-adild/).

Mćtum til mótmćla fyrir framan ţinghúsiđ dag hvern međan ţetta mál og Icesave-svikasamningarnir bíđa afgreiđslu ţingsins!

Spurningar til alţingismanna

Viljiđ ţiđ fórna mestöllu ţví löggjafarvaldi sem Jón forseti, samherjar hans og eftirmenn áunnu landinu? – Ég vona ađ svar ykkar sé neitandi!

Er ykkur annt um frumkvćđisréttinn til ţingmannafrumvarpa? – Ef svo er, ţá viljiđ ţiđ ekki láta innlima land okkar í ESB!

Nćgir ykkur sextíu og ţremur ađ setja einungis 2% af nýrri löggjöf landsins ađ jafnađi á hverjum ţingtíma, og sćttiđ ţiđ ykkur viđ, ađ jafnvel ţau lög geti Evrópusambandiđ lýst ógild?

Vill einhver ţingmađur í alvöru taka ţátt í ađ gera Alţingi ađ 3. flokks undirţingi? Á slíkur ţingmađur erindi á löggjafarţing ţjóđarinnar?

Á Alţingi ađ halda fullri reisn sinni eđa efla hana? – Ef annađ hvort er rétt eđa hvort tveggja, ţá hafniđ ţiđ „ađild“ ađ Evrópusambandinu!

– Ţetta var grein mín í Morgunblađinu 19. júlí 2009 í heild, og ţannig skilgreindi ég mig ađ lokum: Höfundur er fullveldissinni. Grein ţessa hafđi ég sent ţingmönnum, áđur en ţeir afgreiddu ţetta Esb-innlimunar-umsóknarmál fimmtudaginn svarta 16. sama mánađar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband