Brown reyndi ađ bjarga eigin skinni – á kostnađ ţjóđar

Spjótin stóđu á brezku ríkisstjórninni fyrir ári vegna Icesave-reikninga. Ákveđiđ var ađ leysa máliđ ađ hćtti Johns Bull í gamla daga, međ ţví ađ urra og ţykjast aftur vera ljón. Í leiđinni var svínađ á lögum og reglum ESB, beitt ruglandi hundalógík viđ íslenzka ráđamenn og ţess krafizt međ viđeigandi refsskap, ađ íslenzka ţjóđin yrđi látin borga. Pólitíkusar, einkum ábyrgđarlausir, hafa löngum bjargađ einstaklingum, fyrirtćkjum og kjördćmum um peninga og önnur verđmćti međ ţví ađ láta einhverja ađra borga, ef ekki eigin skattborgara, ţá annarra ţjóđa.

Hann á ađ hćtta ađ stćra sig af svikaverkum og lögbrotum ţessi mađur, sem skortir ekki síđur siđferđi í viđskiptum viđ Ísland en viđ Lýbíu.

Í eftirfarandi texta afhjúpar Gunnar Tómasson hvernig Bretlandsstjórn braut međ alvarlegum hćtti lög í máli ţessu (áđur birt á Málefnin.com,  http://www.malefnin.com/ib/lofiversion/index.php/t118175.html ):

 • Ágćtu alţingismenn.
 • Í Icesave lánasamningi Bretlands og Íslands segir m.a.:
 • „Breski tryggingasjóđurinn hefur greitt út tryggingar til meirihluta innstćđueigenda hjá Landsbankanum í London vegna krafna ţeirra á hendur Landsbankanum og Tryggingasjóđi innstćđueigenda samkvćmt lögum nr. 98/1999 og í stađinn hafa ţessir innstćđueigendur Landsbankans í London framselt breska tryggingasjóđnum ţessar kröfur.”
 • Hér er fariđ međ rangt mál.
 • (a) Umrćddar greiđslur voru ađ frumkvćđi brezka tryggingasjóđsins án heimilda í viđkomandi tilskipun Evrópusambandsins (Directive 94/19/EC) og án samţykkis Tryggingasjóđs innstćđueigenda sem var skylt ađ fylgja lögbođnu ferli 4. gr. laga nr. 98/1999:
 • „Viđskiptavinir ađildarfyrirtćkis skulu senda sjóđnum kröfur sínar skriflega ásamt ţeim gögnum sem sjóđurinn metur nauđsynleg. Sjóđurinn tekur ákvörđun, í samráđi viđ Fjármálaeftirlitiđ, um lengd ţess frests sem viđskiptavinir ađildarfyrirtćkis hafa til ađ gera kröfu á sjóđinn. Fresturinn má ţó ekki vera styttri en fimm mánuđir í ţví tilviki ţegar viđskiptavinir ađildarfyrirtćkis eiga kröfu á sjóđinn í tengslum viđ viđskipti međ verđbréf en eigi lengri en tveir mánuđir ţegar innstćđueigendur eiga kröfu á sjóđinn. Ákvörđun um lengd frests skal auglýst í Lögbirtingablađinu og dagblöđum.”
 • (b) Fjármálaeftirlitiđ gaf út formlegt álit sitt um greiđsluţrot Landsbankans ţann 27. október 2008 í samrćmi viđ Directive 94/19/EC ađ slíkt skyldi gert innan ţriggja vikna frá greiđsluţroti (6. október 2008). Innstćđueigendur Landsbankans í London áttu ţví engar lögformlegar kröfur á Tryggingasjóđ innstćđueigenda til ađ framselja brezka tryggingasjóđnum fyrr en í fyrsta lagi tveimur mánuđum síđar, eđa 27. desember 2008.
 • Lagalegar forsendur fyrir kröfu brezka tryggingasjóđsins á Tryggingasjóđ innstćđueigenda vegna ‘framsals’ viđkomandi krafna innstćđueigenda Landsbankans í London eru ţví ekki til stađar.
 • Í lánasamningi landanna er lágmarksupphćđ innstćđutrygginga samkvćmt Directive 94/19/EC, Є20.887, talin jafngilda Ł16.873, og endurspeglar ţađ gengisskráningu Seđlabanka Íslands ţann 27. október 2008. Brezkir viđsemjendur íslenzku samninganefndarinnar virđast ţví hafa gert sér far um ađ hlýđa ákvćđum Directive 94/19/EC ţar sem ţví var viđ komiđ.
 • © Skuldbindingar Tryggingarsjóđs innstćđueigenda og fjárfesta samkvćmt lögum nr. 98/1999 eru skilgreindar í íslenzkum krónum. Samkvćmt 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verđtryggingu er „ekki heimilt ađ binda skuldbindingar í íslenzkum krónum viđ dagsgengi erlendra gjaldmiđla. Er taliđ rétt ađ taka af allan vafa ţar ađ lútandi”, segir í athugasemdum viđ viđkomandi lagafrumvarp.
 • Í lánasamningi Bretlands og Íslands eru krónuskuldbindingar Tryggingarsjóđs innstćđueigenda og fjárfesta skilgreindar í sterlingspundum. Ţađ jafngildir ţví ađ ţćr séu bundnar viđ dagsgengi erlends gjaldmiđils, sem er óheimilt ađ íslenzkum lögum. Hér er um afdrifaríkt lögbrot ađ rćđa, sbr. 12.4% hćkkun höfuđstóls brezka lánsins vegna gengisfalls krónunnar frá 27. október 2008 til 21. ágúst 2009.
 • Virđingarfyllst,
 • Gunnar Tómasson, hagfrćđingur.

Ţá ber einnig ađ minna á ţetta tilskipunarákvćđi Evrópubandalagsins frá 1994 (Directive 94/19/EC), sem gilti og gildir enn um ţessi mál:

 • “Tilskipun ţessi getur EKKI gert ađildarríkin eđa lögmćt yfirvöld ţeirra ábyrg gagnvart innstćđueigendum ef ţau hafa séđ um stofnun eđa opinbera viđurkenningu eins eđa fleiri kerfa sem ábyrgjast innistćđurnar eđa lánastofnanirnar sjálfar og tryggja skađbćtur eđa vernd innistćđueigenda samkvćmt skilyrđum sem ţessi tilskipun skilgreinir.”

Samfylkingin (SF) og Vinstri grćn sviku ţjóđ sína í tryggđum, tróđu á skítugum skónum á lagalegum rétti hennar og gerđust handbendi erlendra ofbeldisafla. Ţađ skiptir engu hvađ Sjálfstćđismenn höfđu vélađ í ţessa átt áđur, ekkert af ţví var formlega frágengiđ né stađfest međ ţeim eina hćtti, sem skuldbindandi hefđi getađ veriđ fyrir íslenzka ríkiđ, ţjóđina og ríkissjóđ, ţ.e.a.s. međ LÖGUM á Alţingi. SF og VG gengu hins vegar ţá illu leiđ til enda og brutu ţá um leiđ 77. grein sjálfrar stjórnarskrárinnar. Ennfremur var ţađ yfirlýst af margra ţingmanna hálfu, ađ ţetta vćri gert af nauđung, en slíkir samningar (eins og Kópavogseigđar 1662) eru EKKI bindandi. Ţví á ađ afturkalla ţessa andstjórnarskrárlegu löggjöf strax eđa ţegar fyrsta tćkifćri býđst fyrir nýja flokka á ţingi.

Lesiđ líka ţessa mjög svo merkilegu grein, sem bendir á evrópsk mannréttindarök fyrir ólaga-eđli ţessa Icesave-samnings og ríkisábyrgđarlaganna: http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/949928/


mbl.is Ţakkađi Brown fyrir ađ bjarga Icesave
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Almenningur á ekki ađ borga fyrir bankana

Ţá sagđi Brown í rćđu sinni, ađ sumir telji ađ almenningur ţurfi ađ borga fyrir mistökin sem bankamenn gerđu. 

Vildi ađ viđ vćrum međ ţingmenn sem vćru sammála ţessu, ţ.e. ađ viđ almenningur ţurfum ekki ađ borga fyrir mistök bankamanna!!!!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.9.2009 kl. 18:06

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alveg burtséđ frá ţví hvađa skođun viđ íslendingar höfum á Mr Brown, ţá á hann hrós skiliđ fyrir ţađ hvernig ríkisstjórn hans hefur stađiđ sig gagnvart sínum bresku Icesave fórnarlömbum.

Sem er til skammar fyrir íslensk stjórnvöld, ţví viđ erum ekki síđur fórnarlömb Icesave en ţeir.

Kolbrún Hilmars, 29.9.2009 kl. 18:54

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel athugađ hjá ţér, Halldór! – Óli Tynes vakti líka athygli á ţví nú í Bylgjufréttum í hádeginu, ađ Brown sagđi, ađ bankarnir ćttu ađ borga almenningi tapađar innistćđur, en Óli tók sérstaklega fram, ađ Brown hefđi ekkert minnzt á hitt, ađ ţađ er íslenzkur almenningur sem hann ćtlast til ađ borgi Icesave-reikningana!

Jón Valur Jensson, 30.9.2009 kl. 12:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband