Útspil Árna Páls: líklegt merki um ađ stjórnin sé ađ springa – á Icesave-limminu

Ég fć ekki betur séđ. Tillögur hans nú eru viđsnúningur frá hans fyrri yfirlýstu stefnu. Hvađ veldur stimamýkt hans? Gleymum aldrei refnum bak viđ gćruna á mörgum pólitíkusnum. Var Halldór Ásgríms allur ţar sem hann var séđur í sínu selskinni? Ekki er lagafrumvarp Árna tilbúiđ, en "vonandi fyrir lok nćstu viku," sagđi hann í útvarpsviđtali um ađgerđir til ađ lagfćra skuldamál íbúđakaupenda; ţiđ sjáiđ, ađ ţetta er varla á undirbúningsstigi, bara á pólitíska rćđustiginu. Ţetta er hans hálmstrá, nú á ađ ná aftur kosningu, ef eđa ţegar ţau springa á limminu, gjörsamlega ráđalaus vegna Icesave og yfirgengilegrar frekjunnar í Bretum og Hollendingum. Nú var Gordon Brown ađ sýnast á flokksţingi Verkamannaflokksins, kvađst hafa af svo miklu ađ státa á ferlinum, og ein kanínan sem hann dró upp úr sínum pólitíska pípuhatti var oflof á hann sjálfan fyrir frammistöđuna í Icesave-málinu. Ţađ var greinilegt af máli Sigrúnar Davíđsdóttur í Speglinum í kvöld, ađ Brown ćtti mjög bágt međ ţađ um ţessar mundir ađ taka síđan allt í einu ţađ skref ađ sýna Íslendingum einhverja tillitssemi, enda er fylgi flokks hans komiđ niđur í 24%, hefur aldrei veriđ minna, hann er kominn í ţriđja sćti flokkanna, Frjálsir demókratar eru međ 30% og Íhaldsflokkurinn enn meira. Bleiki leiđtoginn hefur ţví ekki efni á neinum "afslćtti" af sínum glćpsamlega mafíureikningi á hendur okkur.

Ţannig kemur ţetta mér fyrir sjónir. Nú má heldur betur búast viđ pólitískum flugeldasýningum á Samfylkingarbćnum, enda gott ađ hafa síđustu loforđin upp á ađ hlaupa til marks um gćzku sína, ef kosiđ verđur fyrir veturinn. Armani-deildin ćtlar ekki ađ slá slöku viđ sýndarmennskuna á lokadögunum.

Önnur miđnćturgrein:

Steingrímur J. Sigfússon kastar grímunni: Eignir vélstjóra, Hafnfirđinga, Kópavogsbúa og Norđlendinga verđa ŢJÓĐNÝTTAR! 

Og ný grein:  Stöđvum alla misnotkun almannafjár (tvö ný hneykslismál).


mbl.is Borgađ af lánum eftir tekjum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Ađalsteinsdóttir

Sćll og blessađur Jón Valur

Ekki vćri ţađ nú slćm afmćlisgjöf fyrir mig ef stjórnin myndi springa í dag 30. sept. Lélegasta stjórn sem ég man eftir og hafa ţćr margar ekki veriđ uppá marga fiska.

Guđ veri međ ţér og ţínum

Kćr kveđja/Rósa

Rósa Ađalsteinsdóttir, 30.9.2009 kl. 00:37

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjartanlega til hamingju međ afmćliđ, Rósa mín. Ţú átt sama afmćlisdag og hún móđir mín! – hún er 85 ára á ţessum nýbyrjađa degi. Guđ blessi ţig og alla ţína.

Jón Valur Jensson, 30.9.2009 kl. 00:43

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Held raunar ađ ţetta sé taktík til ađ slá á ţátttöku í fyrirhuguđu greiđsluverkfalli sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa bođađ.

Haraldur Rafn Ingvason, 30.9.2009 kl. 00:57

4 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ţetta útspil Árna er hismi, en hismi er gjarnan notađ í garnahreinsum. Nú á ađ plata fólk til ađ gína viđ ţessu hismi og hreinsa allt frá ţví sem kannski situr eftir í gaulandi görnum.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI viđ ESB  -  NEI viđ Icesave - NEI viđ AGS

Styđjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 30.9.2009 kl. 01:26

5 identicon

Stjórnin er ađ falla enda klúđur á klúđur ofan. Árni Páll hefur nú bara veriđ hnepptur í álög og heldur áfram ađ toppa bull sem ég hélt ekki ađ vćri hćgt ađ toppa.

Eins og Haraldur segir ţá eru ţeir ađ reyna ađ slá á ţáttöku í ađgerđum HH og ekki skrýtiđ ađ ţeu skuli reyna eitthvađ.

Ađgerđir Ríkisstjórnarinnar eru ţó bara plat enda verđa ţćr ekki kynntar konkrete fyrr en of seint fyrir HH.

Ríkisstjórnin endist ekki út Október ađ mínu mati.

sandkassi (IP-tala skráđ) 30.9.2009 kl. 02:39

6 Smámynd: Eiđur Svanberg Guđnason

 Ţađ er  greinilegt hluti ţíns  klristilega hugarfars og innsta eđlis ađ ćtla öđru  fólki alltaf  allt  hiđ  versta.

Eiđur Svanberg Guđnason, 30.9.2009 kl. 09:46

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér voru allir fyrirvarar slegnir, Eiđur S. Guđnason, fyrrverandi sendiherra og fyrrum sjónvarpsfréttamađur: "Ég fć ekki betur séđ," segi ég í upphafi og í lokin: "Ţannig kemur ţetta mér fyrir sjónir." – Og stutt er á ţér fréttamannsnefiđ, ef ţú sérđ ekkert kyndugt viđ róttćkan viđsnúning Árna Páls. Kannski erfitt fyrir menn ađ vera hlutlćgir í eigin sök ...

En svo sé ég, ađ ţú hefur tileinkađ ţér sama viđhorf og einn af dýrlingum ykkar kratanna, mađurinn sem sagđi í rćđustóli á Alţingi: "Forsćtisráđherrann hefur skítlegt eđli." Nú ert ţú búinn ađ finna út mitt "innsta eđli" – til hamingju, Eiđur, ţetta hlýtur ađ vera frábćrt fyrir kratafylkinguna, svikaliđiđ sem tróđ Icesave-reikningi formanns síns í Bretlandi upp á blásaklausa ţjóđina. Endilega útvíkkiđ ţessa taktík og segiđ um alla ykkar gagnrýnendur, ađ "innsta eđli [ţeirra sé] ađ ćtla öđru fólki alltaf allt hiđ versta."

Og reyniđ svo ađ sitja ađ kjötkötlunum eina viku enn, áđur en ţiđ springiđ endanlega á limminu međ háum hvelli.

Jón Valur Jensson, 30.9.2009 kl. 10:08

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Flokksţing Samfylkingarinnar um s.l. helgi og málaflokkarnir sem ţar voru til umrćđu var greinilega sett fram í ţeim tilgangi ađ undirbúa flokksmenn undir komandi kosningar.

Í lok kjördags í vor sagđi ég viđ starfsfólk kjördeildar minnar: "sjúmst í kosningunum í haust".

Ríkisstjórnin er búin ađ vera, hún rćđur ekki viđ vandann og hefur aldrei gert.

Í tillögum Árna Páls til "bjargar" heimilunum er enga lausn ađ finna, heldur enn einn fresturinn.  Međ ţessum tillögum er hann ađ ćtla seinni tíma stjórnmálamönnum ađ takast á viđ vandann.  Ég óttast ţađ ađ viđ séum runnin út á tíma til ađ ganga í ţćr ađgerđir sem ţarf til ađ leiđrétta höfđustól lána, ţá á ég viđ bćđi verđtryggđra- og gengistryggđra lána, vegna ţess ađ ríkisstjórnin hefur hvorki haft kjark né dug til ađ takast á viđ ţau brínu mál er varđar ţjóđarheill.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.9.2009 kl. 11:03

9 identicon

jams, ţađ stendur til ađ falsa eiginfjárstöđu lánastofnanna til nokkura áratuga međ tilstuđlan almennings. Ţetta er alvarlega steikt liđ.

sandkassi (IP-tala skráđ) 30.9.2009 kl. 12:33

10 Smámynd: Elle_

Innsta eđli druslu- og gunguflokka ber ekki ađ verja.  Innsta eđliđ ver ekki almenning, heldur platar og svíkur. 

Elle_, 30.9.2009 kl. 21:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband